„Ég bara snappaði í hálfleik“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 30. júlí 2024 22:41 Fylkisstelpurnar hans Gunnars Magnúsar Jónssonar eru í harðri fallbaráttu. vísir/hag Fylkir mætti Stjörnunni í kvöld þegar fimmtánda umferð Bestu deild kvenna hóf göngu sína. Fylkir vonaðist til að lyfta sér upp úr fallsæti með sigri í kvöld en það voru gestirnir úr Garðabæ sem tóku öll stigin. „Gríðarlegt svekkelsi og gríðarleg vonbrigði að fá bara ekki betri frammistöðu hérna í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Við vorum einfaldlega ekki með hérna í fyrri hálfleik. Þetta var skelfilegur fyrri hálfleikur hjá okkur. Smá meira lífsmark með okkur í seinni hálfleik en náðum ekkert að skapa okkur eitthvað almennilegt færi.“ Fylkisliðið átti ekki góðan fyrri hálfleik eins og Gunnar Magnús kom inn á og lét hann sitt lið alveg vita af því í hálfleik. „Ég bara snappaði í hálfleik og fór bara fram á að stelpurnar gerðu sér grein fyrir því í hvaða stöðu þær eru. Við erum að berjast fyrir sæti okkar í deildinni og það var svo sannarlega ekki að sjá hérna í fyrri hálfleik. Það var þó aðeins meira og þær voru að leggja sig meira fram og meiri dugnaður og vinnusemi í seinni hálfleik en því miður þá skilaði það ekki neinu í dag,“ sagði Gunnar Magnús. „Þessar einföldu sendingar voru að klikka. Hlaup án bolta voru mjög staðar og lítil hreyfing. Stjarnan er þannig lið að þegar þær voru búnar að skora þá eru þær þéttar tilbaka og gerðu það vel. Við náðum ekkert að hreyfa við þeim almennilega eins og við hefðum átt að geta gert.“ Þrátt fyrir fína pressu undir lok leiks fannst Gunnari Magnúsi jöfnunarmarkið ekkert endilega liggja í loftinu. „Nei, því miður. Við vorum ekkert að skapa okkur. Við vorum að reyna og settum Kaylu [Bruster] hérna fram í lokin til þess að reyna fá boltann inn í boxið og búa til smá pressu þar því það var ekkert að ganga að reyna spila okkur í gegn. Við náðum ekkert að koma nógu mörgum boltum þarna inn þannig það voru svona ákveðin vonbrigði að koma boltanum ekki inn í boxið og búa til smá kraðak þar og smá læti, reyna svona að troða honum í netið.“ Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
„Gríðarlegt svekkelsi og gríðarleg vonbrigði að fá bara ekki betri frammistöðu hérna í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Við vorum einfaldlega ekki með hérna í fyrri hálfleik. Þetta var skelfilegur fyrri hálfleikur hjá okkur. Smá meira lífsmark með okkur í seinni hálfleik en náðum ekkert að skapa okkur eitthvað almennilegt færi.“ Fylkisliðið átti ekki góðan fyrri hálfleik eins og Gunnar Magnús kom inn á og lét hann sitt lið alveg vita af því í hálfleik. „Ég bara snappaði í hálfleik og fór bara fram á að stelpurnar gerðu sér grein fyrir því í hvaða stöðu þær eru. Við erum að berjast fyrir sæti okkar í deildinni og það var svo sannarlega ekki að sjá hérna í fyrri hálfleik. Það var þó aðeins meira og þær voru að leggja sig meira fram og meiri dugnaður og vinnusemi í seinni hálfleik en því miður þá skilaði það ekki neinu í dag,“ sagði Gunnar Magnús. „Þessar einföldu sendingar voru að klikka. Hlaup án bolta voru mjög staðar og lítil hreyfing. Stjarnan er þannig lið að þegar þær voru búnar að skora þá eru þær þéttar tilbaka og gerðu það vel. Við náðum ekkert að hreyfa við þeim almennilega eins og við hefðum átt að geta gert.“ Þrátt fyrir fína pressu undir lok leiks fannst Gunnari Magnúsi jöfnunarmarkið ekkert endilega liggja í loftinu. „Nei, því miður. Við vorum ekkert að skapa okkur. Við vorum að reyna og settum Kaylu [Bruster] hérna fram í lokin til þess að reyna fá boltann inn í boxið og búa til smá pressu þar því það var ekkert að ganga að reyna spila okkur í gegn. Við náðum ekkert að koma nógu mörgum boltum þarna inn þannig það voru svona ákveðin vonbrigði að koma boltanum ekki inn í boxið og búa til smá kraðak þar og smá læti, reyna svona að troða honum í netið.“
Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira