Átta enn í lífshættu eftir árásina mannskæðu í Southport Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2024 08:00 Lögregla girti af vettvang árásarinnar í Southport með tjöldum og borðum. Þá var flug dróna og þyrlna takmarkað á meðan aðgerðir voru í gangi. Vísir/EPA Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að sautján ára gamall piltur gekk berserksgang með hníf á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var en tvö börn eru þegar látin. Árásin átti sér stað á dansnámskeiði með Taylor Swift þema fyrir börn í gær. Ungi maðurinn er sagður hafa komið á staðinn með leigubíl sem hann neitaði að greiða fyrir. Skömmu síðar segjast sjónarvottar hafa séð nokkur ung börn blóðug úti á götu. Kona hafi heyrst öskra: „dóttir mín var stungin!“ Verkstæðiseigandi í nágrenni félagsmiðstöðvarinnar þar sem árásin var framin segist hafa séð örvæntingarfullar mæður mæta á vettvang og að mörg börn hafi leitað skjóls í nærliggjandi íbúðarhúsum. Foreldri stúlku sem var á skemmtuninni segir að dóttir sín sé í áfalli eftir að henni tókst að hlaupa undan árásarmanninum. Árásarmaðurinn er sagður frá Cardiff í Wales upphaflega en að hann hafi verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Hann er í haldi lögreglu sem segir að árásin sé ekki rannsökuð sem mögulegt hryðjuverk og að einskis annars sé leitað vegna hennar. Auk barnanna tveggja sem létust særðust níu önnur börn og tveir fullorðnir. Þeir fullorðnu eru sagðir hafa særst þegar þeir reyndu að verja börnin, að sögn lögreglunnar á Merseyside. Yvette Cooper, innanríkisráðherra Bretlands, kom til Southport í morgun, en búist er við því að Keir Starmer, forsætisráðherra, heimsæki borgina einnig á næstunni. Bretland Erlend sakamál Hnífaárás í Southport England Tengdar fréttir Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38 Grunaður árásarmaður sautján ára gamall Maður sem er grunaður um stunguárás í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag er sautján ára gamall karlmaður. Hann er sagður vera íbúi þorpsins Banks, sem er skammt frá Southport. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina 29. júlí 2024 16:46 Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Fleiri fréttir Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Sjá meira
Árásin átti sér stað á dansnámskeiði með Taylor Swift þema fyrir börn í gær. Ungi maðurinn er sagður hafa komið á staðinn með leigubíl sem hann neitaði að greiða fyrir. Skömmu síðar segjast sjónarvottar hafa séð nokkur ung börn blóðug úti á götu. Kona hafi heyrst öskra: „dóttir mín var stungin!“ Verkstæðiseigandi í nágrenni félagsmiðstöðvarinnar þar sem árásin var framin segist hafa séð örvæntingarfullar mæður mæta á vettvang og að mörg börn hafi leitað skjóls í nærliggjandi íbúðarhúsum. Foreldri stúlku sem var á skemmtuninni segir að dóttir sín sé í áfalli eftir að henni tókst að hlaupa undan árásarmanninum. Árásarmaðurinn er sagður frá Cardiff í Wales upphaflega en að hann hafi verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Hann er í haldi lögreglu sem segir að árásin sé ekki rannsökuð sem mögulegt hryðjuverk og að einskis annars sé leitað vegna hennar. Auk barnanna tveggja sem létust særðust níu önnur börn og tveir fullorðnir. Þeir fullorðnu eru sagðir hafa særst þegar þeir reyndu að verja börnin, að sögn lögreglunnar á Merseyside. Yvette Cooper, innanríkisráðherra Bretlands, kom til Southport í morgun, en búist er við því að Keir Starmer, forsætisráðherra, heimsæki borgina einnig á næstunni.
Bretland Erlend sakamál Hnífaárás í Southport England Tengdar fréttir Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38 Grunaður árásarmaður sautján ára gamall Maður sem er grunaður um stunguárás í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag er sautján ára gamall karlmaður. Hann er sagður vera íbúi þorpsins Banks, sem er skammt frá Southport. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina 29. júlí 2024 16:46 Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Fleiri fréttir Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Sjá meira
Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38
Grunaður árásarmaður sautján ára gamall Maður sem er grunaður um stunguárás í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag er sautján ára gamall karlmaður. Hann er sagður vera íbúi þorpsins Banks, sem er skammt frá Southport. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina 29. júlí 2024 16:46
Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45