Að minnsta kosti átta eru með stunguáverka eftir árásina sem var framin þar sem dans- og jóganámskeið fyrir börn fór fram.
Hin særðu voru flutt á þrjá mismunandi spítala, þar með talinn Alder Hey-barnaspítalann sem hefur í kjölfarið sent frá sér yfirlýsingu um að foreldrar ættu ekki að koma með sjúklinga á sjúkrahúsið að svo stöddu nema að málið sé mjög alvarlegt.
Lögreglan segist ekki rannsaka málið sem hryðjuverk. Þá hafi lögreglan ekki í hyggju að handtaka aðra vegna málsins að svo stöddu.
„Á þessu frumstigi málsins erum við enn að kanna hver ástæðan er fyrir þessum hræðilega atburði,“ hefur BBC eftir lögreglunni.