„Ég varð fyrir vonbrigðum með Gylfa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 10:41 Stúkumenn vildu sjá meira frá Gylfa Þór Sigurðssyni þegar Valsmenn fengu skell um síðustu helgi. Vísir/Diego Valsmenn fengu skell á móti Fram í Bestu deildinni á sunnudagskvöldið og Valsliðið var til umræðu í Stúkunni í gærkvöldi. Stúkumenn ræddu þá staðreynd að Valsmenn hafi verið mikið með boltann á móti Fram en lítið náð að skapa sér af færum. „Þeir lágu á þeim, ég get alveg tekið undir það en að þeir hafi fengið mikið af opnum færum, alls ekki,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Mér fannst þeir aldrei skapa mikið af færum,“ sagði Albert og fór yfir nokkrar sóknir Valsliðsins í leiknum. Hann nefndi sérstaklega þegar Ólafur Íshólm Ólafsson varði frábærlega frá Gylfa Þór Sigurðssyni á 55. mínútu. „Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að ef Valsliðið myndi skora snemma í seinni hálfleik þá kæmi eitthvað panikk í Framliðið og að þetta myndi snúast við,“ sagði Albert. Staðan á Valsliðinu Valsliðið er í miðri Evrópubaráttu og gerðu jafntefli í fyrri leiknum á móti St. Mirren. Kjartan Atli Kjartansson spurði Lárus Orra Sigurðsson, sérfræðing Stúkunnar, um hans skoðun á Valsliðinu á þessum tímapunkti á tímabilinu. „Þetta tap kom svolítið á óvart því maður hélt kannski að þeir væru aðeins að, ég segi ekki að hrökkva í gang. Ég varð fyrir vonbrigðum með Gylfa í gær,“ sagði Lárus Orri. „Það var kannski vel gert hjá Fram að halda honum út úr leiknum. Ég sá hann mjög lítið í fyrri hálfleik,“ sagði Lárus. Ég var að sýna þér af hverju „Ég var að sýna þér af hverju hann sást ekki í þessum leik. Það var af því að Bjarni gat ekki komið boltanum í þessi svæði og þeir fundu hann ekki,“ skaut Albert inn í. Bjarni Mark Antonsson fékk á sig mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í mikilvægri stöðu á miðju Vals. „Gylfi er lykillinn að þessu hjá þeim. Hann er í rauninni besti leikmaðurinn í deildinni. Ef þú ert að tala um möguleika þeirra úti á móti St. Mirren þá eru þeir alveg hverfandi,“ sagði Lárus. Það má horfa á allt spjall þeirra um Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Stúkumenn ræða stöðuna á Valslðinu Besta deild karla Stúkan Valur Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Sport Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Stúkumenn ræddu þá staðreynd að Valsmenn hafi verið mikið með boltann á móti Fram en lítið náð að skapa sér af færum. „Þeir lágu á þeim, ég get alveg tekið undir það en að þeir hafi fengið mikið af opnum færum, alls ekki,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Mér fannst þeir aldrei skapa mikið af færum,“ sagði Albert og fór yfir nokkrar sóknir Valsliðsins í leiknum. Hann nefndi sérstaklega þegar Ólafur Íshólm Ólafsson varði frábærlega frá Gylfa Þór Sigurðssyni á 55. mínútu. „Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að ef Valsliðið myndi skora snemma í seinni hálfleik þá kæmi eitthvað panikk í Framliðið og að þetta myndi snúast við,“ sagði Albert. Staðan á Valsliðinu Valsliðið er í miðri Evrópubaráttu og gerðu jafntefli í fyrri leiknum á móti St. Mirren. Kjartan Atli Kjartansson spurði Lárus Orra Sigurðsson, sérfræðing Stúkunnar, um hans skoðun á Valsliðinu á þessum tímapunkti á tímabilinu. „Þetta tap kom svolítið á óvart því maður hélt kannski að þeir væru aðeins að, ég segi ekki að hrökkva í gang. Ég varð fyrir vonbrigðum með Gylfa í gær,“ sagði Lárus Orri. „Það var kannski vel gert hjá Fram að halda honum út úr leiknum. Ég sá hann mjög lítið í fyrri hálfleik,“ sagði Lárus. Ég var að sýna þér af hverju „Ég var að sýna þér af hverju hann sást ekki í þessum leik. Það var af því að Bjarni gat ekki komið boltanum í þessi svæði og þeir fundu hann ekki,“ skaut Albert inn í. Bjarni Mark Antonsson fékk á sig mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í mikilvægri stöðu á miðju Vals. „Gylfi er lykillinn að þessu hjá þeim. Hann er í rauninni besti leikmaðurinn í deildinni. Ef þú ert að tala um möguleika þeirra úti á móti St. Mirren þá eru þeir alveg hverfandi,“ sagði Lárus. Það má horfa á allt spjall þeirra um Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Stúkumenn ræða stöðuna á Valslðinu
Besta deild karla Stúkan Valur Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Sport Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira