Ljóst að annað áfall mun dynja yfir í framtíðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2024 13:33 Ungur farþegi bíður eftir að komast um borð í flugvél sem fór ekki í loftið á réttum tíma í Mílanó á Ítalíu í gær. AP Photo/Luca Bruno Umfangsmikil kerfisbilun, sem sérfræðingar hafa lýst sem mesta tækniáfalli fyrr og síðar, heldur áfram að valda miklum usla, rúmum sólarhring eftir að hennar varð fyrst vart. Hakkarar eru byrjaðir að herja á þá sem urðu fyrir truflunum. Netöryggissérfræðingur telur að frekari, sambærileg tækniáföll séu óumflýjanleg. Þó að kerfi og tölvur séu víðast hvar komin í lag á flugvöllum skellur nú á holskefla ferðamanna sem ekki komust leiðar sinnar í gær vegna bilunarinnar. Fram kemur í fréttavakt BBC að um fimmtíu þúsund breskir ferðamenn hafi vaknað á hrakhólum í morgun og í morgun hafði 45 flugferðum þegar verið aflýst til eða frá breskum flugvöllum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir iðnaðarráðherra segir mikilvægt að draga lærdóm af atvikinu. „Við erum auðvitað á varðbergi, við erum með gríðarlega öfluga aðgerðaáætlun í netöryggismálum. Við erum á varðbergi gagnvart því að tæknin er farin að hafa meiri áhrif á daglegt líf og sérstaklega þegar hún bregst.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/Vilhelm Innt eftir því hvort hún taki undir áhyggjur af gríðarlegum ítökum fárra tæknirisa í daglegu lífi, eins og bilunin í gær sýni, segir Áslaug að ekki megi láta atvikið fæla okkur frá því að taka þátt í mikilvægum tækniumbótum. „Á sama tíma á þessum markaði eins og öðrum er samkeppni gríðarlega mikilvæg og mikilvægt að fólk sé líka með varaplön og viðbragðsáætlanir.“ Crowdstrike, fyrirtækið sem ber höfuðábyrgð á biluninni, hefur ítrekað beðið heimsbyggðina afsökunar síðan í gær. Forstjórinn varaði við því í morgun að svipahrappar gætu nýtt sér neyð þeirra sem leita þurfa til fyrirtækisins vegna bilunarinnar. Netöryggissérfræðingar hjá Öryggisstofnun Ástralíu hafa jafnframt varað við annarri bylgju truflana vegna hakkara, sem sendi út falskar öryggislausnir fyrir hönd CrowdStrike. Magni Sigurðsson, fagstjóri yfir atvikum og meðhöndlun hjá CERT-IS, segir netöryggissveitina enn fylgjast vel með þróun mála hér á landi. Engar frekar tilkynningar hafa borist síðan í gær. „En jú, vissulega er þetta áhyggjuefni,“ segir Magni. Þetta er ekki í síðasta sinn sem tækniáfall af þessari stærðargráðu dynur yfir okkur? „Nei, því miður þá held ég að þetta sé ekki í síðasta skipti sem við sjáum svona. En vonandi ekki af þessari sömu stærðargráðu.“ Tækni Microsoft Netöryggi Tengdar fréttir Mögulega mistök eins forritara Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að stórtækt hrun tölvukerfa í dag sé sennilega stærsta tækniáfall sem heimurinn hafi nokkurn tímann séð. Umhugsunarvert sé að samfélög hafi sett öll eggin í sömu körfuna þegar kemur að hugbúnaði og mögulega hafi mistök eins starfsmanns haft keðjuverkandi áhrif um allan heim. 19. júlí 2024 23:00 Komust ekki inn á netbanka vegna bilunar Tímabundin bilun í tölvukerfum hjá Reiknistofu bankanna orsakaði truflanir á virkni Aur-appsins og bankaþjónustu Auðar. Báðar fjármálaþjónusturnar eru reknar af Kviku og áttu viðskiptavinir Auðar um tíma erfitt með að komast inn í netbanka. 19. júlí 2024 22:22 „Við vorum bara eins og blindur köttur“ Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. 19. júlí 2024 19:01 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Þó að kerfi og tölvur séu víðast hvar komin í lag á flugvöllum skellur nú á holskefla ferðamanna sem ekki komust leiðar sinnar í gær vegna bilunarinnar. Fram kemur í fréttavakt BBC að um fimmtíu þúsund breskir ferðamenn hafi vaknað á hrakhólum í morgun og í morgun hafði 45 flugferðum þegar verið aflýst til eða frá breskum flugvöllum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir iðnaðarráðherra segir mikilvægt að draga lærdóm af atvikinu. „Við erum auðvitað á varðbergi, við erum með gríðarlega öfluga aðgerðaáætlun í netöryggismálum. Við erum á varðbergi gagnvart því að tæknin er farin að hafa meiri áhrif á daglegt líf og sérstaklega þegar hún bregst.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/Vilhelm Innt eftir því hvort hún taki undir áhyggjur af gríðarlegum ítökum fárra tæknirisa í daglegu lífi, eins og bilunin í gær sýni, segir Áslaug að ekki megi láta atvikið fæla okkur frá því að taka þátt í mikilvægum tækniumbótum. „Á sama tíma á þessum markaði eins og öðrum er samkeppni gríðarlega mikilvæg og mikilvægt að fólk sé líka með varaplön og viðbragðsáætlanir.“ Crowdstrike, fyrirtækið sem ber höfuðábyrgð á biluninni, hefur ítrekað beðið heimsbyggðina afsökunar síðan í gær. Forstjórinn varaði við því í morgun að svipahrappar gætu nýtt sér neyð þeirra sem leita þurfa til fyrirtækisins vegna bilunarinnar. Netöryggissérfræðingar hjá Öryggisstofnun Ástralíu hafa jafnframt varað við annarri bylgju truflana vegna hakkara, sem sendi út falskar öryggislausnir fyrir hönd CrowdStrike. Magni Sigurðsson, fagstjóri yfir atvikum og meðhöndlun hjá CERT-IS, segir netöryggissveitina enn fylgjast vel með þróun mála hér á landi. Engar frekar tilkynningar hafa borist síðan í gær. „En jú, vissulega er þetta áhyggjuefni,“ segir Magni. Þetta er ekki í síðasta sinn sem tækniáfall af þessari stærðargráðu dynur yfir okkur? „Nei, því miður þá held ég að þetta sé ekki í síðasta skipti sem við sjáum svona. En vonandi ekki af þessari sömu stærðargráðu.“
Tækni Microsoft Netöryggi Tengdar fréttir Mögulega mistök eins forritara Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að stórtækt hrun tölvukerfa í dag sé sennilega stærsta tækniáfall sem heimurinn hafi nokkurn tímann séð. Umhugsunarvert sé að samfélög hafi sett öll eggin í sömu körfuna þegar kemur að hugbúnaði og mögulega hafi mistök eins starfsmanns haft keðjuverkandi áhrif um allan heim. 19. júlí 2024 23:00 Komust ekki inn á netbanka vegna bilunar Tímabundin bilun í tölvukerfum hjá Reiknistofu bankanna orsakaði truflanir á virkni Aur-appsins og bankaþjónustu Auðar. Báðar fjármálaþjónusturnar eru reknar af Kviku og áttu viðskiptavinir Auðar um tíma erfitt með að komast inn í netbanka. 19. júlí 2024 22:22 „Við vorum bara eins og blindur köttur“ Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. 19. júlí 2024 19:01 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Mögulega mistök eins forritara Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að stórtækt hrun tölvukerfa í dag sé sennilega stærsta tækniáfall sem heimurinn hafi nokkurn tímann séð. Umhugsunarvert sé að samfélög hafi sett öll eggin í sömu körfuna þegar kemur að hugbúnaði og mögulega hafi mistök eins starfsmanns haft keðjuverkandi áhrif um allan heim. 19. júlí 2024 23:00
Komust ekki inn á netbanka vegna bilunar Tímabundin bilun í tölvukerfum hjá Reiknistofu bankanna orsakaði truflanir á virkni Aur-appsins og bankaþjónustu Auðar. Báðar fjármálaþjónusturnar eru reknar af Kviku og áttu viðskiptavinir Auðar um tíma erfitt með að komast inn í netbanka. 19. júlí 2024 22:22
„Við vorum bara eins og blindur köttur“ Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. 19. júlí 2024 19:01