Halldór Þór Snæland, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku segir að búið sé að lagfæra vandamálið hjá Reiknistofu bankanna og öll kerfi hjá Kviku komin upp aftur.
Mbl.is hefur eftir Ragnhildi Geirsdóttur, forstjóra Reiknistofu bankanna að starfsemi flestra samstarfsaðila eigi að vera komin aftur í lag. Allir íslensku bankarnir reiða sig á kerfi fyrirtækisins sem er jafnframt í eigu íslenskra fjármálastofnana.
Ragnhildur segir í samtali við Mbl.is að tæknilegu örðugleikarnir tengist ekki víðtækri bilun í kerfum Microsoft og CrowdStrike í dag sem hafði áhrif um allan heim og þar á meðal á tölvukerfi Landsbankans.