„Biden á langa sögu af mismælum“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 23:48 Vísir/Vilhelm Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum. Friðjón segir að Biden hafi svarað spurningum blaðamanna í gær vel, hvað málefni eins og utanríkis- og varnarmál varðar. Vandinn sé hins vegar að þau mál vinni ekki kosningar. „Kjósendur hugsa miklu meira um mál sem standa þeim nærri. Veskið og hvernig farnast foreldrum og börnum og svoleiðis,“ segir Friðjón. Ef Biden ætli sér að vinna kosningarnar þurfi hann að standa sig vel í öðrum málum. Friðjón segir Biden hafa svarað spurningum blaðamanna vel í gær. Hann hafi sýnt fram á góða þekkingu í utanríkis- og varnarmálum.EPA Kallaði Obama „Barack America“ Friðjón segir Biden eiga langa sögu af mismælum. „Fyrir sextán árum þegar hann og Barack Obama voru í framboði, þá kallaði hann Barack Obama „Barack America.“ Þannig þetta hefur svosem gerst áður,“ segir Friðjón. Vandinn sé hins vegar sá að eftir kappræðurnar í síðasta mánuði, séu komnar svo miklu dýpri og erfiðari spurningar um getu hans til að sinna starfinu. „Ekki bara núna, heldur hvernig verður það eftir fjögur og hálft ár, þegar hann lætur af embætti?“ segir Friðjón. Biden þurfi að láta kosningabaráttuna snúast um Trump Friðjón segir að Biden þurfi að vera ótrúlega heppinn og eiga fullkomna kosningabaráttu til að eiga möguleika á því að vinna kosningarnar. Þar að auki þyrfti Trump helst að lenda í meiriháttar vandræðum. „Líkurnar á því að Biden vinni eru afar litlar. Bandarískir kjósendur treysta honum ekki,“ segir Friðjón. „Trump ætlar að láta þessar kosningar snúast aldur og heilsufar Biden. Ef Demókratar ætla að vinna þurfa þeir að láta þessar kosningar snúast um Trump og hvernig hann var sem forseti, þá óreiðu og vandræði sem voru þá í gangi,“ segir Friðjón. Flestir ráðherrar úr ríkisstjórn Trumps styðji hann ekki núna og vari við honum. Hann telur að Biden ætli að láta tímann líða þannig að demókrataflokkurinn sitji uppi með hann sem frambjóðanda. „En ef þrýstingurinn vex og fleiri þungavigtarmenn koma fram í demókrataflokknum, þeim mun erfiðara verður fyrir hann að halda áfram. Þá mun Harris að öllum líkindum taka við,“ segir Friðjón. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Friðjón segir að Biden hafi svarað spurningum blaðamanna í gær vel, hvað málefni eins og utanríkis- og varnarmál varðar. Vandinn sé hins vegar að þau mál vinni ekki kosningar. „Kjósendur hugsa miklu meira um mál sem standa þeim nærri. Veskið og hvernig farnast foreldrum og börnum og svoleiðis,“ segir Friðjón. Ef Biden ætli sér að vinna kosningarnar þurfi hann að standa sig vel í öðrum málum. Friðjón segir Biden hafa svarað spurningum blaðamanna vel í gær. Hann hafi sýnt fram á góða þekkingu í utanríkis- og varnarmálum.EPA Kallaði Obama „Barack America“ Friðjón segir Biden eiga langa sögu af mismælum. „Fyrir sextán árum þegar hann og Barack Obama voru í framboði, þá kallaði hann Barack Obama „Barack America.“ Þannig þetta hefur svosem gerst áður,“ segir Friðjón. Vandinn sé hins vegar sá að eftir kappræðurnar í síðasta mánuði, séu komnar svo miklu dýpri og erfiðari spurningar um getu hans til að sinna starfinu. „Ekki bara núna, heldur hvernig verður það eftir fjögur og hálft ár, þegar hann lætur af embætti?“ segir Friðjón. Biden þurfi að láta kosningabaráttuna snúast um Trump Friðjón segir að Biden þurfi að vera ótrúlega heppinn og eiga fullkomna kosningabaráttu til að eiga möguleika á því að vinna kosningarnar. Þar að auki þyrfti Trump helst að lenda í meiriháttar vandræðum. „Líkurnar á því að Biden vinni eru afar litlar. Bandarískir kjósendur treysta honum ekki,“ segir Friðjón. „Trump ætlar að láta þessar kosningar snúast aldur og heilsufar Biden. Ef Demókratar ætla að vinna þurfa þeir að láta þessar kosningar snúast um Trump og hvernig hann var sem forseti, þá óreiðu og vandræði sem voru þá í gangi,“ segir Friðjón. Flestir ráðherrar úr ríkisstjórn Trumps styðji hann ekki núna og vari við honum. Hann telur að Biden ætli að láta tímann líða þannig að demókrataflokkurinn sitji uppi með hann sem frambjóðanda. „En ef þrýstingurinn vex og fleiri þungavigtarmenn koma fram í demókrataflokknum, þeim mun erfiðara verður fyrir hann að halda áfram. Þá mun Harris að öllum líkindum taka við,“ segir Friðjón.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira