Þekktur svikahrappur kemur Trump í samband við rappara Jón Þór Stefánsson skrifar 10. júlí 2024 08:38 Teymi Trumps leitar til Billy McFarland þegar það þarf að ná í ákveðnar stjörnur. Getty Forsetaframboðsteymi Donalds Trump hefur undanfarið reynt að halda viðburði eða fundi með fyrrverandi Bandaríkjaforsetanum annars vegar og röppurum og hip-hop-tónlistarmönnum hins vegar. Talið er að það sé gert til að höfða til hörundsdökkra kjósenda. Maður að nafni Billy McFarland er að sögn Rolling Stone-tímaritsins að vinna í því að tengja Trump við hina ýmsu rappara. McFarland þessi er hvað þekktastur fyrir að skipuleggja Fyre Fest-tónlistarhátíðina sem var í raun svikamylla. Árið 2018 hlaut hann sex ára fangelsisdóm fyrir að framvísa fölsuðum skjölum til að fá fjárfesta til að leggja 27 milljónir bandaríkjadali inn á fyrirtæki hans, Fyre Media. Dómarinn sem dæmdi McFarland er sagður hafa kallað hann „rað-svikahrapp“ sem hefði verið óheiðarlegur allt sitt líf. McFarland losnaði úr steininum árið 2022 en er enn á skilorði. Samkvæmt Rolling Stone kom McFarland rapparanum Icewear Vezzo í samband við Trump vegna fyrirhugaðrar heimsóknar frambjóðandans til Detroit-borgar. Þá hefur McFarland sjálfur sagst hafa tengt Trump við rapparana Sheff G og Sleepy Hallow sem varð til þess að þeir komu fram á viðburði hans í New York-borg. Þess má geta að Sheff G og Sleepy Hallow eru grunaðir um aðild að tólf skotárásum í gengjastríði í New York. Rolling Stone hefur eftir fólki innan úr kosningateymi hans að McFarland sé ekki í neinu formlegu hluverki í framboðinu. Hins vegar leiti teymið til hans þurfi að ná í ákveðna rappara, tónlistarmenn eða aðrar stjörnur. Markmiðið er sagt vera að fá rappara til að styðja við framboð Trump, og jafnvel taka þátt í kosningabaráttunni. Framboðsteymið er sagt sérstaklega spennt fyrir þeim sem munu hvetja fylgjendur sína til að kjósa ekki Demókrata heldur flykkja sér að baki Trump. Fyre-hátíðin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16. apríl 2021 11:36 Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Maður að nafni Billy McFarland er að sögn Rolling Stone-tímaritsins að vinna í því að tengja Trump við hina ýmsu rappara. McFarland þessi er hvað þekktastur fyrir að skipuleggja Fyre Fest-tónlistarhátíðina sem var í raun svikamylla. Árið 2018 hlaut hann sex ára fangelsisdóm fyrir að framvísa fölsuðum skjölum til að fá fjárfesta til að leggja 27 milljónir bandaríkjadali inn á fyrirtæki hans, Fyre Media. Dómarinn sem dæmdi McFarland er sagður hafa kallað hann „rað-svikahrapp“ sem hefði verið óheiðarlegur allt sitt líf. McFarland losnaði úr steininum árið 2022 en er enn á skilorði. Samkvæmt Rolling Stone kom McFarland rapparanum Icewear Vezzo í samband við Trump vegna fyrirhugaðrar heimsóknar frambjóðandans til Detroit-borgar. Þá hefur McFarland sjálfur sagst hafa tengt Trump við rapparana Sheff G og Sleepy Hallow sem varð til þess að þeir komu fram á viðburði hans í New York-borg. Þess má geta að Sheff G og Sleepy Hallow eru grunaðir um aðild að tólf skotárásum í gengjastríði í New York. Rolling Stone hefur eftir fólki innan úr kosningateymi hans að McFarland sé ekki í neinu formlegu hluverki í framboðinu. Hins vegar leiti teymið til hans þurfi að ná í ákveðna rappara, tónlistarmenn eða aðrar stjörnur. Markmiðið er sagt vera að fá rappara til að styðja við framboð Trump, og jafnvel taka þátt í kosningabaráttunni. Framboðsteymið er sagt sérstaklega spennt fyrir þeim sem munu hvetja fylgjendur sína til að kjósa ekki Demókrata heldur flykkja sér að baki Trump.
Fyre-hátíðin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16. apríl 2021 11:36 Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16. apríl 2021 11:36
Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50