Þekktur svikahrappur kemur Trump í samband við rappara Jón Þór Stefánsson skrifar 10. júlí 2024 08:38 Teymi Trumps leitar til Billy McFarland þegar það þarf að ná í ákveðnar stjörnur. Getty Forsetaframboðsteymi Donalds Trump hefur undanfarið reynt að halda viðburði eða fundi með fyrrverandi Bandaríkjaforsetanum annars vegar og röppurum og hip-hop-tónlistarmönnum hins vegar. Talið er að það sé gert til að höfða til hörundsdökkra kjósenda. Maður að nafni Billy McFarland er að sögn Rolling Stone-tímaritsins að vinna í því að tengja Trump við hina ýmsu rappara. McFarland þessi er hvað þekktastur fyrir að skipuleggja Fyre Fest-tónlistarhátíðina sem var í raun svikamylla. Árið 2018 hlaut hann sex ára fangelsisdóm fyrir að framvísa fölsuðum skjölum til að fá fjárfesta til að leggja 27 milljónir bandaríkjadali inn á fyrirtæki hans, Fyre Media. Dómarinn sem dæmdi McFarland er sagður hafa kallað hann „rað-svikahrapp“ sem hefði verið óheiðarlegur allt sitt líf. McFarland losnaði úr steininum árið 2022 en er enn á skilorði. Samkvæmt Rolling Stone kom McFarland rapparanum Icewear Vezzo í samband við Trump vegna fyrirhugaðrar heimsóknar frambjóðandans til Detroit-borgar. Þá hefur McFarland sjálfur sagst hafa tengt Trump við rapparana Sheff G og Sleepy Hallow sem varð til þess að þeir komu fram á viðburði hans í New York-borg. Þess má geta að Sheff G og Sleepy Hallow eru grunaðir um aðild að tólf skotárásum í gengjastríði í New York. Rolling Stone hefur eftir fólki innan úr kosningateymi hans að McFarland sé ekki í neinu formlegu hluverki í framboðinu. Hins vegar leiti teymið til hans þurfi að ná í ákveðna rappara, tónlistarmenn eða aðrar stjörnur. Markmiðið er sagt vera að fá rappara til að styðja við framboð Trump, og jafnvel taka þátt í kosningabaráttunni. Framboðsteymið er sagt sérstaklega spennt fyrir þeim sem munu hvetja fylgjendur sína til að kjósa ekki Demókrata heldur flykkja sér að baki Trump. Fyre-hátíðin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16. apríl 2021 11:36 Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Maður að nafni Billy McFarland er að sögn Rolling Stone-tímaritsins að vinna í því að tengja Trump við hina ýmsu rappara. McFarland þessi er hvað þekktastur fyrir að skipuleggja Fyre Fest-tónlistarhátíðina sem var í raun svikamylla. Árið 2018 hlaut hann sex ára fangelsisdóm fyrir að framvísa fölsuðum skjölum til að fá fjárfesta til að leggja 27 milljónir bandaríkjadali inn á fyrirtæki hans, Fyre Media. Dómarinn sem dæmdi McFarland er sagður hafa kallað hann „rað-svikahrapp“ sem hefði verið óheiðarlegur allt sitt líf. McFarland losnaði úr steininum árið 2022 en er enn á skilorði. Samkvæmt Rolling Stone kom McFarland rapparanum Icewear Vezzo í samband við Trump vegna fyrirhugaðrar heimsóknar frambjóðandans til Detroit-borgar. Þá hefur McFarland sjálfur sagst hafa tengt Trump við rapparana Sheff G og Sleepy Hallow sem varð til þess að þeir komu fram á viðburði hans í New York-borg. Þess má geta að Sheff G og Sleepy Hallow eru grunaðir um aðild að tólf skotárásum í gengjastríði í New York. Rolling Stone hefur eftir fólki innan úr kosningateymi hans að McFarland sé ekki í neinu formlegu hluverki í framboðinu. Hins vegar leiti teymið til hans þurfi að ná í ákveðna rappara, tónlistarmenn eða aðrar stjörnur. Markmiðið er sagt vera að fá rappara til að styðja við framboð Trump, og jafnvel taka þátt í kosningabaráttunni. Framboðsteymið er sagt sérstaklega spennt fyrir þeim sem munu hvetja fylgjendur sína til að kjósa ekki Demókrata heldur flykkja sér að baki Trump.
Fyre-hátíðin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16. apríl 2021 11:36 Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16. apríl 2021 11:36
Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50