Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2017 09:50 Ja Rule segir að hann hafi aldrei ætlað að plata neinn. Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. Hátíðin, sem fara átti fram um þessar mundir, komst í heimsfréttirnar þar sem hún var afar misheppnuð og hafa fregnir borist af hræðilegum aðstæðum á hátíðasvæðinu, en hátíðin átti að fara fram á eyju í Bahamas eyjaklasanum. Miðar á atburðinn kostuðu hundruði þúsunda króna. Hafa gestir hátíðarinnar meðal annars líkt ástandinu á eyjunni við Hungurleikana og hafa fregnir borist af því að tjöld hafi fokið á víð og dreif og að mat hafi verið dreift með þyrlu. Þá hafi gestum verið gert kleyft að nálgast farangur sinn í gámum og gert að finna töskur sínar sjálfir í gámunum. Skipuleggjendurnir hafa nú sent frá sér opinbera afsökunarbeiðni þar sem farið er yfir hvað fór úrskeiðis.Ætla að skipuleggja aðra hátíð á næsta ári Segja þeir að innviðirnir hafi ekki verið til staðar á eyjunni þar sem halda átti hátíðina og því hafi þeir í raun þurft að byggja heila „borg“. Komu þeir upp veitukerfi og leið til þess að losna við úrgang. Redduðu þeir sér sjúkrabíl frá New York og leigðu flugvélar til þess að koma mannskapnum á staðinn, alls tólf ferðir á dag frá Miami. Síðan fór að halla undir fæti. „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir,“ segir í afsökunarbeiðninni. Þar segir að skipuleggendurnir og innviðirnir á svæðinu hefðu einfaldlega ekki ráðið við þann mikla mannfjölda sem streymdi til eyjunnar. Segja þeir að veðrið hafi leikið þá grátt og jafnvel þó að skipuleggjendurnir hafi reynt sitt besta til þess að koma til móts við alla. Það hafi hins vegar ekki gengið upp. „Eftir því sem fleiri komu áttuðum við á okkur að við réðum ekki við ástandið,“ því hafi verið ákveðið að aflýsa hátíðinni. Virðast þó skipuleggjendur hvergi vera bangnir eftir þessa lífsreynslu og ætla þeir sér að halda hátíðina aftur á næsta ári, en að þessu sinni í Bandaríkjunum og segjast þeir ætla að bæta reyndum sérfræðingum hátíðahaldi við teymi skipuleggjenda. Þá munu allir gestir hátíðarinnar fá endurgreitt að fullu, sem og fá VIP-aðgang að hátíðinnii á næsta ári. Bahamaeyjar Fyre-hátíðin Tengdar fréttir Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn. 29. apríl 2017 16:21 Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival. 28. apríl 2017 12:30 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fleiri fréttir Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Sjá meira
Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. Hátíðin, sem fara átti fram um þessar mundir, komst í heimsfréttirnar þar sem hún var afar misheppnuð og hafa fregnir borist af hræðilegum aðstæðum á hátíðasvæðinu, en hátíðin átti að fara fram á eyju í Bahamas eyjaklasanum. Miðar á atburðinn kostuðu hundruði þúsunda króna. Hafa gestir hátíðarinnar meðal annars líkt ástandinu á eyjunni við Hungurleikana og hafa fregnir borist af því að tjöld hafi fokið á víð og dreif og að mat hafi verið dreift með þyrlu. Þá hafi gestum verið gert kleyft að nálgast farangur sinn í gámum og gert að finna töskur sínar sjálfir í gámunum. Skipuleggjendurnir hafa nú sent frá sér opinbera afsökunarbeiðni þar sem farið er yfir hvað fór úrskeiðis.Ætla að skipuleggja aðra hátíð á næsta ári Segja þeir að innviðirnir hafi ekki verið til staðar á eyjunni þar sem halda átti hátíðina og því hafi þeir í raun þurft að byggja heila „borg“. Komu þeir upp veitukerfi og leið til þess að losna við úrgang. Redduðu þeir sér sjúkrabíl frá New York og leigðu flugvélar til þess að koma mannskapnum á staðinn, alls tólf ferðir á dag frá Miami. Síðan fór að halla undir fæti. „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir,“ segir í afsökunarbeiðninni. Þar segir að skipuleggendurnir og innviðirnir á svæðinu hefðu einfaldlega ekki ráðið við þann mikla mannfjölda sem streymdi til eyjunnar. Segja þeir að veðrið hafi leikið þá grátt og jafnvel þó að skipuleggjendurnir hafi reynt sitt besta til þess að koma til móts við alla. Það hafi hins vegar ekki gengið upp. „Eftir því sem fleiri komu áttuðum við á okkur að við réðum ekki við ástandið,“ því hafi verið ákveðið að aflýsa hátíðinni. Virðast þó skipuleggjendur hvergi vera bangnir eftir þessa lífsreynslu og ætla þeir sér að halda hátíðina aftur á næsta ári, en að þessu sinni í Bandaríkjunum og segjast þeir ætla að bæta reyndum sérfræðingum hátíðahaldi við teymi skipuleggjenda. Þá munu allir gestir hátíðarinnar fá endurgreitt að fullu, sem og fá VIP-aðgang að hátíðinnii á næsta ári.
Bahamaeyjar Fyre-hátíðin Tengdar fréttir Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn. 29. apríl 2017 16:21 Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival. 28. apríl 2017 12:30 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fleiri fréttir Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Sjá meira
Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn. 29. apríl 2017 16:21
Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival. 28. apríl 2017 12:30