Erlent

Gestir Fyre-há­tíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver

Atli Ísleifsson skrifar
Hátíðinni var aflýst sama dag og hún átti að hefjast.
Hátíðinni var aflýst sama dag og hún átti að hefjast.

Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum.

Hópurinn stefndi skipuleggjendum hátíðarinnar alræmdu, skipulagning hverrar reyndist eitt allsherjarklúður.

Gestir þurfti að greiða háar fjárhæðir til að sækja hátíðina, en þegar þeir komu á svæðið stóðu þeir uppi sem strandaglóðar, án matar, vatns og gistingar. Miðarnir kostuðu milli 1.200 til 100 þúsund dala. Vakti athygli að af myndum af dæmi mætti helst ætla að hátíðarsvæðið væri hjálparmiðstöð á hamfarasvæði, en hátíðinni var aflýst sama dag og hún átti að hefjast.

Aðalskipuleggjandi hátíðarinnar, Billy McFarland var árið 2018 dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik í tengslum við hátíðina.

Fyre-hátiðin var auglýst sem mikil lúxushátíð og voru ofurfyrirsætur fengnar til að auglýsa viðburðinn. Þá áttu listamenn á borð við Major Lazer og Migos að koma þar fram.

Rapparinn Ja Rule var til að byrja með titlaður sem einn af skipuleggjandum hátíðarinnar en hann var hins vegar aldrei handtekinn. Lögfræðingar hans hafa sagt að McFarland hafi notað nafn Ja Rule og tengingar hans til að kynna hátíðina.

Að neðan má sjá stiklu úr heimildarmynd Netflix um Fyre-hátíðina.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×