ÍTF í herferð gegn tölfræðiþjófum: „Þetta er langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga í heild sinni“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. júlí 2024 10:00 Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, lítur það alvarlegum augum að brotið sé gegn stærsta samstarfssamningi íslenskra félaga. vísir Ólögleg tölfræðisöfnun á sér stað á leikjum í Bestu deildinni. Hagsmunasamtökin Íslenskur toppfótbolti hafa hrundið af stað herferð gegn þjófunum sem laumast um og brjóta gegn vörðum réttindum íslenskra knattspyrnufélaga. Hér á landi er fyrirtækið Genius Sports með einkaleyfi á tölfræðisöfnun, sem fyrirtækið selur svo áfram til veðmálasíðna og úr þeirri upplýsingagjöf verða til veðmálastuðlar. Genius Sports sendir fulltrúa á alla leiki í Bestu deildum karla og kvenna en borið hefur á því að aðrir, ómerktir og ólöglegir aðilar frá öðrum fyrirtækjum mæti á leiki og sinni þessari gagnasöfnun. „Í þessu eins og mörgu öðru þar sem við erum að selja réttindi, seljum við einum aðila og sá aðili er sá eini sem hefur heimild til að safna þessum gögnum. Það eru aðilar sem sækja hér leiki og hreinlega stela þessum upplýsingum, við getum ekki unað því og erum því í samstarfi við félögin að vísa þessum aðilum á brott vegna þess að þeir hafa ekki heimild til að stunda þessa iðju,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF. Langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga Ljóst er að um mikla hagsmuni er að ræða fyrir félögin í efstu deild og grafalvarlegt er ef gegn samningnum er brotið. „Ég get ekki farið út í neinar tölur en þetta er langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga í heild sinni. Mjög stór samningur og mun vonandi vaxa að því gefnu að við höldum þessum einkarétti virtum.“ ÍTF hefur því hrundið af stað herferð gegn ólöglegri tölfræðisöfnun á leikjum í Bestu deildinni. „Framkvæmdin er nokkuð einföld, Genius Sports sendir aðila á leikina, sem vinnur þá með heimaliðinu og vaktar leikina. Fylgjast með því hvort aðilar séu að safna gögnum, það er nokkuð sýnilegt og ef þeir finna aðilann þá er þeim vísað út. Við erum að vinna í samstarfi við öryggisfyrirtæki að vinna með okkur í þessu, ásamt því að skoða lagalegu hliðina líka.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Hér á landi er fyrirtækið Genius Sports með einkaleyfi á tölfræðisöfnun, sem fyrirtækið selur svo áfram til veðmálasíðna og úr þeirri upplýsingagjöf verða til veðmálastuðlar. Genius Sports sendir fulltrúa á alla leiki í Bestu deildum karla og kvenna en borið hefur á því að aðrir, ómerktir og ólöglegir aðilar frá öðrum fyrirtækjum mæti á leiki og sinni þessari gagnasöfnun. „Í þessu eins og mörgu öðru þar sem við erum að selja réttindi, seljum við einum aðila og sá aðili er sá eini sem hefur heimild til að safna þessum gögnum. Það eru aðilar sem sækja hér leiki og hreinlega stela þessum upplýsingum, við getum ekki unað því og erum því í samstarfi við félögin að vísa þessum aðilum á brott vegna þess að þeir hafa ekki heimild til að stunda þessa iðju,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF. Langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga Ljóst er að um mikla hagsmuni er að ræða fyrir félögin í efstu deild og grafalvarlegt er ef gegn samningnum er brotið. „Ég get ekki farið út í neinar tölur en þetta er langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga í heild sinni. Mjög stór samningur og mun vonandi vaxa að því gefnu að við höldum þessum einkarétti virtum.“ ÍTF hefur því hrundið af stað herferð gegn ólöglegri tölfræðisöfnun á leikjum í Bestu deildinni. „Framkvæmdin er nokkuð einföld, Genius Sports sendir aðila á leikina, sem vinnur þá með heimaliðinu og vaktar leikina. Fylgjast með því hvort aðilar séu að safna gögnum, það er nokkuð sýnilegt og ef þeir finna aðilann þá er þeim vísað út. Við erum að vinna í samstarfi við öryggisfyrirtæki að vinna með okkur í þessu, ásamt því að skoða lagalegu hliðina líka.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira