ÍTF í herferð gegn tölfræðiþjófum: „Þetta er langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga í heild sinni“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. júlí 2024 10:00 Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, lítur það alvarlegum augum að brotið sé gegn stærsta samstarfssamningi íslenskra félaga. vísir Ólögleg tölfræðisöfnun á sér stað á leikjum í Bestu deildinni. Hagsmunasamtökin Íslenskur toppfótbolti hafa hrundið af stað herferð gegn þjófunum sem laumast um og brjóta gegn vörðum réttindum íslenskra knattspyrnufélaga. Hér á landi er fyrirtækið Genius Sports með einkaleyfi á tölfræðisöfnun, sem fyrirtækið selur svo áfram til veðmálasíðna og úr þeirri upplýsingagjöf verða til veðmálastuðlar. Genius Sports sendir fulltrúa á alla leiki í Bestu deildum karla og kvenna en borið hefur á því að aðrir, ómerktir og ólöglegir aðilar frá öðrum fyrirtækjum mæti á leiki og sinni þessari gagnasöfnun. „Í þessu eins og mörgu öðru þar sem við erum að selja réttindi, seljum við einum aðila og sá aðili er sá eini sem hefur heimild til að safna þessum gögnum. Það eru aðilar sem sækja hér leiki og hreinlega stela þessum upplýsingum, við getum ekki unað því og erum því í samstarfi við félögin að vísa þessum aðilum á brott vegna þess að þeir hafa ekki heimild til að stunda þessa iðju,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF. Langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga Ljóst er að um mikla hagsmuni er að ræða fyrir félögin í efstu deild og grafalvarlegt er ef gegn samningnum er brotið. „Ég get ekki farið út í neinar tölur en þetta er langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga í heild sinni. Mjög stór samningur og mun vonandi vaxa að því gefnu að við höldum þessum einkarétti virtum.“ ÍTF hefur því hrundið af stað herferð gegn ólöglegri tölfræðisöfnun á leikjum í Bestu deildinni. „Framkvæmdin er nokkuð einföld, Genius Sports sendir aðila á leikina, sem vinnur þá með heimaliðinu og vaktar leikina. Fylgjast með því hvort aðilar séu að safna gögnum, það er nokkuð sýnilegt og ef þeir finna aðilann þá er þeim vísað út. Við erum að vinna í samstarfi við öryggisfyrirtæki að vinna með okkur í þessu, ásamt því að skoða lagalegu hliðina líka.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Hér á landi er fyrirtækið Genius Sports með einkaleyfi á tölfræðisöfnun, sem fyrirtækið selur svo áfram til veðmálasíðna og úr þeirri upplýsingagjöf verða til veðmálastuðlar. Genius Sports sendir fulltrúa á alla leiki í Bestu deildum karla og kvenna en borið hefur á því að aðrir, ómerktir og ólöglegir aðilar frá öðrum fyrirtækjum mæti á leiki og sinni þessari gagnasöfnun. „Í þessu eins og mörgu öðru þar sem við erum að selja réttindi, seljum við einum aðila og sá aðili er sá eini sem hefur heimild til að safna þessum gögnum. Það eru aðilar sem sækja hér leiki og hreinlega stela þessum upplýsingum, við getum ekki unað því og erum því í samstarfi við félögin að vísa þessum aðilum á brott vegna þess að þeir hafa ekki heimild til að stunda þessa iðju,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF. Langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga Ljóst er að um mikla hagsmuni er að ræða fyrir félögin í efstu deild og grafalvarlegt er ef gegn samningnum er brotið. „Ég get ekki farið út í neinar tölur en þetta er langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga í heild sinni. Mjög stór samningur og mun vonandi vaxa að því gefnu að við höldum þessum einkarétti virtum.“ ÍTF hefur því hrundið af stað herferð gegn ólöglegri tölfræðisöfnun á leikjum í Bestu deildinni. „Framkvæmdin er nokkuð einföld, Genius Sports sendir aðila á leikina, sem vinnur þá með heimaliðinu og vaktar leikina. Fylgjast með því hvort aðilar séu að safna gögnum, það er nokkuð sýnilegt og ef þeir finna aðilann þá er þeim vísað út. Við erum að vinna í samstarfi við öryggisfyrirtæki að vinna með okkur í þessu, ásamt því að skoða lagalegu hliðina líka.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira