Kristrún og félagar sækja atkvæði fyrir Verkamannaflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júlí 2024 13:17 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ásamt sjálfboðaliðum fyrir framboð Yuan Yang í nágrenni Reading, rétt utan við London. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar er einnig í hópnum, annar frá hægri á mynd. Aðsend Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands blés til þingkosninga með skömmum fyrirvara á dögunum. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun og verður svo lokað klukkan tíu í kvöld. Fastlega er búist við sigri Verkamannaflokksins með Keir Starmer í broddi fylkingar og jafnvel búist við stórsigri. Bjartsýnustu spár benda jafnvel til þess að flokkurinn gæti náð stærsta meirihluta á breska þinginu frá árinu 1832. Síðasta skoðannakönnun sem gerð var fyrir kjördag bendir til þess að sextán núverandi ráðherrar Íhaldsflokksins muni detta út af þingi. Þá er sjálfur forsætisráðherrann í hættu á því að komast ekki á þing. Nýr flokkur, hægriflokkurinn Reform, eða Umbótaflokkurinn er einnig að mælast vel á landsvísu. Mikil eftirvænting í loftinu Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er stödd í London ásamt hópi íslenskra jafnaðarmanna. „Það er fyrst og fremst mikil eftirvænting í loftinu og fólk að vonast eftir breytingum. Við erum auðvitað að horfa upp á óvinsæla ríkisstjórn og mikil valdþreyta eftir fjórtán ár af forystu Íhaldsflokksins. En það er líka áþreifanlegt að fólk sér að það hafa orðið miklar breytingar á Verkamannaflokknum undir forystu Keirs Starmers,“ segir Kristrún. Fulltrúar Ungra jafnaðarmanna hafa einnig gert sér ferð til Bretlands og aðstoða þar yngri deild systurflokks síns, eins og Ryan Bogle hjá Ungliðahreyfingu Verkamannaflokksins greinir frá á X. Excellent to welcome @aufnorge from Norway and @ungjofn from Iceland to London this evening. 🇳🇴 🤝 🇮🇸 🤝 🇬🇧The world is looking to the UK tomorrow. With your help, we can deliver change! Get out, vote Labour, and help us make history. 🌹 pic.twitter.com/J4Uo5ZWwDP— Ryan Bogle (@RyanJBogle) July 3, 2024 Kristrún hefur ekki rekist á Starmer sjálfan, ekki enn þá að minnsta kosti, en hefur hitt aðra frambjóðendur á lykilsvæðum og rætt við fólk sem vinnur við stefnumótun Verkamannaflokksins. „Og við erum að fara í kvöld í kosningaveislu og vonandi vera þar sem Starmer verður í kvöld. En það er auðvitað mikið að gera hjá forystumanninum. Við erum líka búin að vera að hitta fólkið í landinu hérna, banka á dyr, hjálpa til við að sækja atkvæði heim og eiga samtalið við fólkið sem býr hérna. Og ekki bara í London heldur fólk líka í bæjum hérna á svæðinu.“ Kosningar í Bretlandi Bretland Samfylkingin Tengdar fréttir Bretar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa opnað í Bretlandi þar sem almenningur kýs í þingkosningum sem Rishi Sunak forsætisráðherra blés til með skömmum fyrirvara á dögunum. 4. júlí 2024 08:53 Fjórir handteknir við heimili Rishi Sunak Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi. 25. júní 2024 23:15 Lífvörður Sunaks veðjaði á hvenær yrði kosið Lögreglumaður sem gætir öryggis Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um veðmálasvindl. Honum er gefið að sök að hafa veðjað á það hvenær Bretar myndi ganga til kosninga. 19. júní 2024 20:08 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands blés til þingkosninga með skömmum fyrirvara á dögunum. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun og verður svo lokað klukkan tíu í kvöld. Fastlega er búist við sigri Verkamannaflokksins með Keir Starmer í broddi fylkingar og jafnvel búist við stórsigri. Bjartsýnustu spár benda jafnvel til þess að flokkurinn gæti náð stærsta meirihluta á breska þinginu frá árinu 1832. Síðasta skoðannakönnun sem gerð var fyrir kjördag bendir til þess að sextán núverandi ráðherrar Íhaldsflokksins muni detta út af þingi. Þá er sjálfur forsætisráðherrann í hættu á því að komast ekki á þing. Nýr flokkur, hægriflokkurinn Reform, eða Umbótaflokkurinn er einnig að mælast vel á landsvísu. Mikil eftirvænting í loftinu Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er stödd í London ásamt hópi íslenskra jafnaðarmanna. „Það er fyrst og fremst mikil eftirvænting í loftinu og fólk að vonast eftir breytingum. Við erum auðvitað að horfa upp á óvinsæla ríkisstjórn og mikil valdþreyta eftir fjórtán ár af forystu Íhaldsflokksins. En það er líka áþreifanlegt að fólk sér að það hafa orðið miklar breytingar á Verkamannaflokknum undir forystu Keirs Starmers,“ segir Kristrún. Fulltrúar Ungra jafnaðarmanna hafa einnig gert sér ferð til Bretlands og aðstoða þar yngri deild systurflokks síns, eins og Ryan Bogle hjá Ungliðahreyfingu Verkamannaflokksins greinir frá á X. Excellent to welcome @aufnorge from Norway and @ungjofn from Iceland to London this evening. 🇳🇴 🤝 🇮🇸 🤝 🇬🇧The world is looking to the UK tomorrow. With your help, we can deliver change! Get out, vote Labour, and help us make history. 🌹 pic.twitter.com/J4Uo5ZWwDP— Ryan Bogle (@RyanJBogle) July 3, 2024 Kristrún hefur ekki rekist á Starmer sjálfan, ekki enn þá að minnsta kosti, en hefur hitt aðra frambjóðendur á lykilsvæðum og rætt við fólk sem vinnur við stefnumótun Verkamannaflokksins. „Og við erum að fara í kvöld í kosningaveislu og vonandi vera þar sem Starmer verður í kvöld. En það er auðvitað mikið að gera hjá forystumanninum. Við erum líka búin að vera að hitta fólkið í landinu hérna, banka á dyr, hjálpa til við að sækja atkvæði heim og eiga samtalið við fólkið sem býr hérna. Og ekki bara í London heldur fólk líka í bæjum hérna á svæðinu.“
Kosningar í Bretlandi Bretland Samfylkingin Tengdar fréttir Bretar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa opnað í Bretlandi þar sem almenningur kýs í þingkosningum sem Rishi Sunak forsætisráðherra blés til með skömmum fyrirvara á dögunum. 4. júlí 2024 08:53 Fjórir handteknir við heimili Rishi Sunak Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi. 25. júní 2024 23:15 Lífvörður Sunaks veðjaði á hvenær yrði kosið Lögreglumaður sem gætir öryggis Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um veðmálasvindl. Honum er gefið að sök að hafa veðjað á það hvenær Bretar myndi ganga til kosninga. 19. júní 2024 20:08 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Bretar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa opnað í Bretlandi þar sem almenningur kýs í þingkosningum sem Rishi Sunak forsætisráðherra blés til með skömmum fyrirvara á dögunum. 4. júlí 2024 08:53
Fjórir handteknir við heimili Rishi Sunak Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi. 25. júní 2024 23:15
Lífvörður Sunaks veðjaði á hvenær yrði kosið Lögreglumaður sem gætir öryggis Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um veðmálasvindl. Honum er gefið að sök að hafa veðjað á það hvenær Bretar myndi ganga til kosninga. 19. júní 2024 20:08