Varað við fellibylnum Beryl sem er á leið yfir Karíbahafið Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2024 07:58 Svo stór fellibylur hefur ekki mælst svo snemma síðan 2005. Skjáskot/Zoom Earth Fellibylurinn Beryl er nú á leið yfir Karíbahafið. Fellibylurinn hefur verið flokkaður sem afar hættulegur, í flokki fjögur af fimm flokkum. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna spáir mannskæðum vindi og mögulega flóðbylgjum þar sem rignir mikið. Beryl er fyrsti fellibylur tímabilsins. Svo stór fellibylur hefur ekki sést svo snemma síðan árið 2005. Fram kemur í umfjöllun Reuters að seint í gær hafi Beryl verið staddur um 240 kílómetrum frá Barbados eyjum og að vindhraði hafi verið um 215 kílómetrar á klukkustund. „Búist er við því að Beryl verði sérstaklega hættulegur fellibylur á meðan kjarni hans ferðast í gegnum Windward eyjar og inn í eystri hluta Karíbahafsins,“ kom fram í tilkynningu frá Fellibyljastofnun Bandaríkhanna. Beryl er nú við það að fara yfir Barbados í Karíbahafinu. Fellibylurinn er í flokki fjögur af fimm.Skjáskot/Fellibyljastofnun Bandaríkjanna Búist er við því að í dag, mánudag, haldi fellibylurinn áfram og að vindur gæti orðið katastrófískur þegar hann nær St. Vincent, Grenadine eyjum og Grenada. Áætlað er að allt að það gæti rignt á milli átta og fimmtán sentímetrum á Barbados og Windward eyjum í dag sem gæti valdið flóðbylgjum. Sjávarhiti eins og í september Sjaldgæft er að svo stór fellibylur komi fram svo snemma í fellibyljatímabilinu í Atlantshafinu sem er frá byrjun júní til loka nóvember. Beryl er þannig fyrsti fellibylurinn sem er flokkaður í flokki fjögur sem hefur komið fram. Svo stór fellibylur hefur ekki komið svo snemma síðan árið 2005 þegar fellibylurinn Dennis fór yfir Karíbahafið þann 8. júlí. Bandaríska veðurstofan varaði við því í maí að virkni fellibylja gæti verið yfir meðallagi á Atlantshafinu í ár vegna methækkunar á hitastigi sjávar. „Beryl er sérstaklega hættulegur og sjaldgæfur fellibylur miðað við árstíma,“ segir Michael Lowry veðurfræðing og sérfræðingi í fellibyljum í viðtali við AP fréttastofu. Hann segir hitastig sjávar nú meira en það sé yfirleitt í september þegar fellibyljatímabilið nær yfirleitt hámarki. Búið er að gefa út viðvaranir vegna fellibylsins á Barbados, St. Lucia, St. Vincent og Grenadine eyjum, Grenada og Tóbagó. Varað hefur verið við hitabeltisstormi á Dóminíku, Trínídad og hluta Dóminíska lýðveldisins og Haítí. Í frétt Reutes segir að íbúar í Karíbahafinu hafi undirbúið sig í gær fyrir fellibylinn. Í Tóbagó hafi neyðarskýli verið opnuð og skólar lokaðir fram á þriðjudag. Þá var öllum valkvæðum skurðaðgerðum frestað. Hægt er að fylgjast með Beryl hér og hér. Bandaríkin Barbados Loftslagsmál Umhverfismál Dóminíska lýðveldið Trínidad og Tóbagó Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun Reuters að seint í gær hafi Beryl verið staddur um 240 kílómetrum frá Barbados eyjum og að vindhraði hafi verið um 215 kílómetrar á klukkustund. „Búist er við því að Beryl verði sérstaklega hættulegur fellibylur á meðan kjarni hans ferðast í gegnum Windward eyjar og inn í eystri hluta Karíbahafsins,“ kom fram í tilkynningu frá Fellibyljastofnun Bandaríkhanna. Beryl er nú við það að fara yfir Barbados í Karíbahafinu. Fellibylurinn er í flokki fjögur af fimm.Skjáskot/Fellibyljastofnun Bandaríkjanna Búist er við því að í dag, mánudag, haldi fellibylurinn áfram og að vindur gæti orðið katastrófískur þegar hann nær St. Vincent, Grenadine eyjum og Grenada. Áætlað er að allt að það gæti rignt á milli átta og fimmtán sentímetrum á Barbados og Windward eyjum í dag sem gæti valdið flóðbylgjum. Sjávarhiti eins og í september Sjaldgæft er að svo stór fellibylur komi fram svo snemma í fellibyljatímabilinu í Atlantshafinu sem er frá byrjun júní til loka nóvember. Beryl er þannig fyrsti fellibylurinn sem er flokkaður í flokki fjögur sem hefur komið fram. Svo stór fellibylur hefur ekki komið svo snemma síðan árið 2005 þegar fellibylurinn Dennis fór yfir Karíbahafið þann 8. júlí. Bandaríska veðurstofan varaði við því í maí að virkni fellibylja gæti verið yfir meðallagi á Atlantshafinu í ár vegna methækkunar á hitastigi sjávar. „Beryl er sérstaklega hættulegur og sjaldgæfur fellibylur miðað við árstíma,“ segir Michael Lowry veðurfræðing og sérfræðingi í fellibyljum í viðtali við AP fréttastofu. Hann segir hitastig sjávar nú meira en það sé yfirleitt í september þegar fellibyljatímabilið nær yfirleitt hámarki. Búið er að gefa út viðvaranir vegna fellibylsins á Barbados, St. Lucia, St. Vincent og Grenadine eyjum, Grenada og Tóbagó. Varað hefur verið við hitabeltisstormi á Dóminíku, Trínídad og hluta Dóminíska lýðveldisins og Haítí. Í frétt Reutes segir að íbúar í Karíbahafinu hafi undirbúið sig í gær fyrir fellibylinn. Í Tóbagó hafi neyðarskýli verið opnuð og skólar lokaðir fram á þriðjudag. Þá var öllum valkvæðum skurðaðgerðum frestað. Hægt er að fylgjast með Beryl hér og hér.
Bandaríkin Barbados Loftslagsmál Umhverfismál Dóminíska lýðveldið Trínidad og Tóbagó Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira