Varað við fellibylnum Beryl sem er á leið yfir Karíbahafið Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2024 07:58 Svo stór fellibylur hefur ekki mælst svo snemma síðan 2005. Skjáskot/Zoom Earth Fellibylurinn Beryl er nú á leið yfir Karíbahafið. Fellibylurinn hefur verið flokkaður sem afar hættulegur, í flokki fjögur af fimm flokkum. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna spáir mannskæðum vindi og mögulega flóðbylgjum þar sem rignir mikið. Beryl er fyrsti fellibylur tímabilsins. Svo stór fellibylur hefur ekki sést svo snemma síðan árið 2005. Fram kemur í umfjöllun Reuters að seint í gær hafi Beryl verið staddur um 240 kílómetrum frá Barbados eyjum og að vindhraði hafi verið um 215 kílómetrar á klukkustund. „Búist er við því að Beryl verði sérstaklega hættulegur fellibylur á meðan kjarni hans ferðast í gegnum Windward eyjar og inn í eystri hluta Karíbahafsins,“ kom fram í tilkynningu frá Fellibyljastofnun Bandaríkhanna. Beryl er nú við það að fara yfir Barbados í Karíbahafinu. Fellibylurinn er í flokki fjögur af fimm.Skjáskot/Fellibyljastofnun Bandaríkjanna Búist er við því að í dag, mánudag, haldi fellibylurinn áfram og að vindur gæti orðið katastrófískur þegar hann nær St. Vincent, Grenadine eyjum og Grenada. Áætlað er að allt að það gæti rignt á milli átta og fimmtán sentímetrum á Barbados og Windward eyjum í dag sem gæti valdið flóðbylgjum. Sjávarhiti eins og í september Sjaldgæft er að svo stór fellibylur komi fram svo snemma í fellibyljatímabilinu í Atlantshafinu sem er frá byrjun júní til loka nóvember. Beryl er þannig fyrsti fellibylurinn sem er flokkaður í flokki fjögur sem hefur komið fram. Svo stór fellibylur hefur ekki komið svo snemma síðan árið 2005 þegar fellibylurinn Dennis fór yfir Karíbahafið þann 8. júlí. Bandaríska veðurstofan varaði við því í maí að virkni fellibylja gæti verið yfir meðallagi á Atlantshafinu í ár vegna methækkunar á hitastigi sjávar. „Beryl er sérstaklega hættulegur og sjaldgæfur fellibylur miðað við árstíma,“ segir Michael Lowry veðurfræðing og sérfræðingi í fellibyljum í viðtali við AP fréttastofu. Hann segir hitastig sjávar nú meira en það sé yfirleitt í september þegar fellibyljatímabilið nær yfirleitt hámarki. Búið er að gefa út viðvaranir vegna fellibylsins á Barbados, St. Lucia, St. Vincent og Grenadine eyjum, Grenada og Tóbagó. Varað hefur verið við hitabeltisstormi á Dóminíku, Trínídad og hluta Dóminíska lýðveldisins og Haítí. Í frétt Reutes segir að íbúar í Karíbahafinu hafi undirbúið sig í gær fyrir fellibylinn. Í Tóbagó hafi neyðarskýli verið opnuð og skólar lokaðir fram á þriðjudag. Þá var öllum valkvæðum skurðaðgerðum frestað. Hægt er að fylgjast með Beryl hér og hér. Bandaríkin Barbados Loftslagsmál Umhverfismál Dóminíska lýðveldið Trínidad og Tóbagó Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun Reuters að seint í gær hafi Beryl verið staddur um 240 kílómetrum frá Barbados eyjum og að vindhraði hafi verið um 215 kílómetrar á klukkustund. „Búist er við því að Beryl verði sérstaklega hættulegur fellibylur á meðan kjarni hans ferðast í gegnum Windward eyjar og inn í eystri hluta Karíbahafsins,“ kom fram í tilkynningu frá Fellibyljastofnun Bandaríkhanna. Beryl er nú við það að fara yfir Barbados í Karíbahafinu. Fellibylurinn er í flokki fjögur af fimm.Skjáskot/Fellibyljastofnun Bandaríkjanna Búist er við því að í dag, mánudag, haldi fellibylurinn áfram og að vindur gæti orðið katastrófískur þegar hann nær St. Vincent, Grenadine eyjum og Grenada. Áætlað er að allt að það gæti rignt á milli átta og fimmtán sentímetrum á Barbados og Windward eyjum í dag sem gæti valdið flóðbylgjum. Sjávarhiti eins og í september Sjaldgæft er að svo stór fellibylur komi fram svo snemma í fellibyljatímabilinu í Atlantshafinu sem er frá byrjun júní til loka nóvember. Beryl er þannig fyrsti fellibylurinn sem er flokkaður í flokki fjögur sem hefur komið fram. Svo stór fellibylur hefur ekki komið svo snemma síðan árið 2005 þegar fellibylurinn Dennis fór yfir Karíbahafið þann 8. júlí. Bandaríska veðurstofan varaði við því í maí að virkni fellibylja gæti verið yfir meðallagi á Atlantshafinu í ár vegna methækkunar á hitastigi sjávar. „Beryl er sérstaklega hættulegur og sjaldgæfur fellibylur miðað við árstíma,“ segir Michael Lowry veðurfræðing og sérfræðingi í fellibyljum í viðtali við AP fréttastofu. Hann segir hitastig sjávar nú meira en það sé yfirleitt í september þegar fellibyljatímabilið nær yfirleitt hámarki. Búið er að gefa út viðvaranir vegna fellibylsins á Barbados, St. Lucia, St. Vincent og Grenadine eyjum, Grenada og Tóbagó. Varað hefur verið við hitabeltisstormi á Dóminíku, Trínídad og hluta Dóminíska lýðveldisins og Haítí. Í frétt Reutes segir að íbúar í Karíbahafinu hafi undirbúið sig í gær fyrir fellibylinn. Í Tóbagó hafi neyðarskýli verið opnuð og skólar lokaðir fram á þriðjudag. Þá var öllum valkvæðum skurðaðgerðum frestað. Hægt er að fylgjast með Beryl hér og hér.
Bandaríkin Barbados Loftslagsmál Umhverfismál Dóminíska lýðveldið Trínidad og Tóbagó Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira