„Þetta var allt of lélegt hjá okkur og ég er drullu pirraður“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. júní 2024 21:45 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR gerði 2-2 jafntefli gegn Fylki á heimavelli. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var langt frá því að vera sáttur með að hafa aðeins fengið eitt stig í kvöld. „Við vörðumst ekki í tveimur atvikum svo einfalt var það. Mér fannst við með fulla stjórn á leiknum og í fyrri hálfleik sérstaklega. Við skoruðum gott mark og við stjórnuðum ákefðinni. Mér fannst þeir aldrei ógna okkur að neinu viti,“ sagði Pálmi Rafn og fór yfir mistök KR-inga í mörkum Fylkis. „Það skiptir engu máli hvort lið sé ekki að ógna þér í 89 mínútur en ógnar þér í mínútu og þú gefur tvö mörk. Þetta var allt of lélegt hjá okkur og ég er drullu pirraður.“ Pálmi var ekki sáttur með mörkin sem hans lið fékk á sig og átti ekki skýringu á því hvers vegna hans lið gaf tvö ódýr mörk. „Ef ég vissi það þá hefðum við ekki gefið tvö mörk. Ég skil ekki hvernig þú getur verið með fulla einbeitingu í 95 mínútur og svo ertu með einbeitingu í 45 eða 75 mínútur í næsta leik. Þegar þú ert að verja markið þitt þá ertu bara að verja markið þitt ekki neitt annað. Við þurfum að hugsa þannig. Ég þarf að taka þetta á mig þar sem við komum greinilega ekki betur undirbúnir en þetta.“ Það kom umdeilt atvik í síðari hálfleik þar sem Orri Sveinn Segatta, leikmaður Fylkis, tæklaði Aron Sigurðarson, leikmann KR ansi hressilega. Orri var á gulu spjaldi fyrir tæklinguna sem kom Pálma á óvart. „Var hann á gulu spjaldi í þokkabót. Ég hélt að þetta væri beint rautt spjald. Það er ekkert sem kemur mér á óvart í þessu hvað er spjald og hvað er ekki spjald. Það var með ólíkindum að hann hafi klárað þennan leik.“ En hversu svekkjandi var að sjá Fylki jafna tveimur mínútum síðar? „Þú getur rétt ímyndað þér. Það var ógeðslega súrt.“ Pálmi var að stýra sínum öðrum leik sem aðalþjálfari KR eftir að Gregg Ryder var sagt upp. Aðspurður hvernig honum finnist hann hafa komið inn sem aðalþjálfari KR var Pálmi ekki viss. „Ég veit það ekki. Það var lélegt að fá eitt stig í dag. Menn voru rosa ánægðir með stig í síðasta leik en svo förum við á heimavöll og gerum ekki betur en eitt stig sem var ekki gott,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjá meira
„Við vörðumst ekki í tveimur atvikum svo einfalt var það. Mér fannst við með fulla stjórn á leiknum og í fyrri hálfleik sérstaklega. Við skoruðum gott mark og við stjórnuðum ákefðinni. Mér fannst þeir aldrei ógna okkur að neinu viti,“ sagði Pálmi Rafn og fór yfir mistök KR-inga í mörkum Fylkis. „Það skiptir engu máli hvort lið sé ekki að ógna þér í 89 mínútur en ógnar þér í mínútu og þú gefur tvö mörk. Þetta var allt of lélegt hjá okkur og ég er drullu pirraður.“ Pálmi var ekki sáttur með mörkin sem hans lið fékk á sig og átti ekki skýringu á því hvers vegna hans lið gaf tvö ódýr mörk. „Ef ég vissi það þá hefðum við ekki gefið tvö mörk. Ég skil ekki hvernig þú getur verið með fulla einbeitingu í 95 mínútur og svo ertu með einbeitingu í 45 eða 75 mínútur í næsta leik. Þegar þú ert að verja markið þitt þá ertu bara að verja markið þitt ekki neitt annað. Við þurfum að hugsa þannig. Ég þarf að taka þetta á mig þar sem við komum greinilega ekki betur undirbúnir en þetta.“ Það kom umdeilt atvik í síðari hálfleik þar sem Orri Sveinn Segatta, leikmaður Fylkis, tæklaði Aron Sigurðarson, leikmann KR ansi hressilega. Orri var á gulu spjaldi fyrir tæklinguna sem kom Pálma á óvart. „Var hann á gulu spjaldi í þokkabót. Ég hélt að þetta væri beint rautt spjald. Það er ekkert sem kemur mér á óvart í þessu hvað er spjald og hvað er ekki spjald. Það var með ólíkindum að hann hafi klárað þennan leik.“ En hversu svekkjandi var að sjá Fylki jafna tveimur mínútum síðar? „Þú getur rétt ímyndað þér. Það var ógeðslega súrt.“ Pálmi var að stýra sínum öðrum leik sem aðalþjálfari KR eftir að Gregg Ryder var sagt upp. Aðspurður hvernig honum finnist hann hafa komið inn sem aðalþjálfari KR var Pálmi ekki viss. „Ég veit það ekki. Það var lélegt að fá eitt stig í dag. Menn voru rosa ánægðir með stig í síðasta leik en svo förum við á heimavöll og gerum ekki betur en eitt stig sem var ekki gott,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjá meira