Selma Dögg: John hefur alltaf svo mikla trú á okkur Þorsteinn Hjálmsson skrifar 26. júní 2024 20:28 Selma Dögg (númer 10) sést hér fagna marki með liðsfélögum sínum. vísir/diego „Þetta var mjög kaflaskipt,“ sagði fyrirliði Víkings, Selma Dögg Björgvinsdóttir, eftir 3-2 sigur á Stjörnunni í kvöld. Heimakonur í Víkingi lentu í tvígang undir í fyrri hálfleik en náðu að snúa leiknum sér í vil í síðari hálfleik. Selma Dögg vill meina að dugnaður og vinnusemi liðsins í sumar skilaði sigrinum í kvöld. „Við höfum verið að byggja upp okkar leik seinustu leiki og ég held að það hafi bara verið karakter í dag, því þetta var svona frekar jafnt og hefði svo sem geta fallið báðu megin. En baráttan og liðsheildin sem við höfum verið að byggja upp skóp þennan sigur.“ John Andrews, þjálfari Víkings, hafði fulla trú á sínu liði í dag að sögn Selmu Daggar. Þau skilaboð skinu í gegn í hálfleiksræðu hans. „John hefur alltaf svo mikla trú á okkur, þannig að hann segir við okkur að við séum að fara að skora fleiri mörk, en auðvitað þarf að vinna fyrir þeim. Þannig að við samstilltum okkur og settum okkur ný markmið og líka hvernig við ætluðum að verjast þeim inn á miðjunni því þær voru komnar með fjóra þar á móti okkur þrem. Við settum aðeins upp nýtt leikplan og við þurftum að setja í næsta gír.“ Víkingsliðið skoraði tvö mörk með aðeins tveggja mínútu millibili í síðari hálfleik sem skilaði að lokum þrem stigum í hús. Selma Dögg skoraði sigurmarkið eftir fyrirgjöf Emmu Steinsen og misheppnaða hreinsun varnarmanna Stjörnunnar. „Þarna stóð ekkert annað til boða en að bæta bara við öðru marki og við erum búnar að vera æfa þessar fyrirgjafir bara mjög mikið, þegar Emma kemur upp kantinn og leggi hann fyrir. Svo var það bara barátta í mér að bæta upp fyrir hitt færið sem ég klúðraði í fyrri hálfleik. Þetta var kannski smá tilviljun að þetta hafi gerst með svona stuttu millibili, en bara geggjað,“ sagði Selma Dögg að lokum. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Heimakonur í Víkingi lentu í tvígang undir í fyrri hálfleik en náðu að snúa leiknum sér í vil í síðari hálfleik. Selma Dögg vill meina að dugnaður og vinnusemi liðsins í sumar skilaði sigrinum í kvöld. „Við höfum verið að byggja upp okkar leik seinustu leiki og ég held að það hafi bara verið karakter í dag, því þetta var svona frekar jafnt og hefði svo sem geta fallið báðu megin. En baráttan og liðsheildin sem við höfum verið að byggja upp skóp þennan sigur.“ John Andrews, þjálfari Víkings, hafði fulla trú á sínu liði í dag að sögn Selmu Daggar. Þau skilaboð skinu í gegn í hálfleiksræðu hans. „John hefur alltaf svo mikla trú á okkur, þannig að hann segir við okkur að við séum að fara að skora fleiri mörk, en auðvitað þarf að vinna fyrir þeim. Þannig að við samstilltum okkur og settum okkur ný markmið og líka hvernig við ætluðum að verjast þeim inn á miðjunni því þær voru komnar með fjóra þar á móti okkur þrem. Við settum aðeins upp nýtt leikplan og við þurftum að setja í næsta gír.“ Víkingsliðið skoraði tvö mörk með aðeins tveggja mínútu millibili í síðari hálfleik sem skilaði að lokum þrem stigum í hús. Selma Dögg skoraði sigurmarkið eftir fyrirgjöf Emmu Steinsen og misheppnaða hreinsun varnarmanna Stjörnunnar. „Þarna stóð ekkert annað til boða en að bæta bara við öðru marki og við erum búnar að vera æfa þessar fyrirgjafir bara mjög mikið, þegar Emma kemur upp kantinn og leggi hann fyrir. Svo var það bara barátta í mér að bæta upp fyrir hitt færið sem ég klúðraði í fyrri hálfleik. Þetta var kannski smá tilviljun að þetta hafi gerst með svona stuttu millibili, en bara geggjað,“ sagði Selma Dögg að lokum.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira