Festu særðan Palestínumann á húdd herjeppa Lovísa Arnardóttir skrifar 23. júní 2024 09:09 Ísraelski herinn segir hermenn sína hafa brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í Jenín á Vesturbakkanum í gær. Myndband af atvikinu er í mikilli dreifingu og er fjallað um málið á mörgum stórum erlendum fréttamiðlum. Atvikið átti sér stað snemma á laugardagsmorgun. Á vef BBC segir að ísraelski herinn, IDF, hafi staðfest að atvikið hafi átt sér stað. Í yfirlýsingu frá IDF segir að maðurinn hafi særst í átökunum og að hann væri grunaður um hryðjuverk. Málið er til rannsóknar hjá ísraelska hernum. Myndbandið er hægt að sjá á vef Reuters. Í tilkynningu segir að hryðjuverkamenn hafi byrjað að skjóta á hermenn ísraelska hersins þegar þeir voru staddir í Jenín við handtöku. Einn þeirra grunuðu hafi særst í átökunum og verið handtekinn. Þá segir í yfirlýsingu IDF að það samræmist ekki gildum IDF að taka mann til handtöku með þessum hætti. Fjölskylda mannsins segir að þegar þau hafi óskað eftir því að kallað yrði á sjúkrabíl hafi hermenn tekið manninn, fest hann við húdd bílsins og ekið burt. Í myndbandinu má sjá þá aka fram hjá tveimur sjúkrabílum palestínska Rauða krossins. Í frétt CNN er haft eftir starfsfólki Rauða krossins að ísraelsku hermennirnir hafi neitað þeim um að sinna manninum Maðurinn var að enda fluttur til Rauða krossins þar sem hlynnt var að honum. Ísraelski herinn segir að atvikið verði rannsakað. Í frétt Reuters um málið er rætt við vitni að atvikinu. Þar kemur fram að maðurinn sé frá Jenín og að hann heiti Mujahed Azmi. Tilkynnt hefur verið um aukningu í ofbeldi á Vesturbakkanum allt frá því að stríðið hófst á Gasa í október. Sameinuðu þjóðirnar segja allt að 480 Palestínumenn hafa verið drepna á Vesturbakkanum frá því í október. Það eru hermenn og almennir borgarar. Af þeim eru um 100 börn. Á sama tíma hafa tíu Ísraelar verið drepnir á Vesturbakkanum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. 22. júní 2024 08:37 Stjórnvöld á Kýpur ítreka hlutleysi eftir hótanir Hezbollah Stjórnvöld á Kýpur hafa neyðst til að ítreka að þau eigi ekki þátt né muni þau eiga þátt í neinum stríðum eða átökum eftir hótanir af hálfu Hezbollah samtakanna í Líbanon. 21. júní 2024 07:32 Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira
Á vef BBC segir að ísraelski herinn, IDF, hafi staðfest að atvikið hafi átt sér stað. Í yfirlýsingu frá IDF segir að maðurinn hafi særst í átökunum og að hann væri grunaður um hryðjuverk. Málið er til rannsóknar hjá ísraelska hernum. Myndbandið er hægt að sjá á vef Reuters. Í tilkynningu segir að hryðjuverkamenn hafi byrjað að skjóta á hermenn ísraelska hersins þegar þeir voru staddir í Jenín við handtöku. Einn þeirra grunuðu hafi særst í átökunum og verið handtekinn. Þá segir í yfirlýsingu IDF að það samræmist ekki gildum IDF að taka mann til handtöku með þessum hætti. Fjölskylda mannsins segir að þegar þau hafi óskað eftir því að kallað yrði á sjúkrabíl hafi hermenn tekið manninn, fest hann við húdd bílsins og ekið burt. Í myndbandinu má sjá þá aka fram hjá tveimur sjúkrabílum palestínska Rauða krossins. Í frétt CNN er haft eftir starfsfólki Rauða krossins að ísraelsku hermennirnir hafi neitað þeim um að sinna manninum Maðurinn var að enda fluttur til Rauða krossins þar sem hlynnt var að honum. Ísraelski herinn segir að atvikið verði rannsakað. Í frétt Reuters um málið er rætt við vitni að atvikinu. Þar kemur fram að maðurinn sé frá Jenín og að hann heiti Mujahed Azmi. Tilkynnt hefur verið um aukningu í ofbeldi á Vesturbakkanum allt frá því að stríðið hófst á Gasa í október. Sameinuðu þjóðirnar segja allt að 480 Palestínumenn hafa verið drepna á Vesturbakkanum frá því í október. Það eru hermenn og almennir borgarar. Af þeim eru um 100 börn. Á sama tíma hafa tíu Ísraelar verið drepnir á Vesturbakkanum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. 22. júní 2024 08:37 Stjórnvöld á Kýpur ítreka hlutleysi eftir hótanir Hezbollah Stjórnvöld á Kýpur hafa neyðst til að ítreka að þau eigi ekki þátt né muni þau eiga þátt í neinum stríðum eða átökum eftir hótanir af hálfu Hezbollah samtakanna í Líbanon. 21. júní 2024 07:32 Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira
Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. 22. júní 2024 08:37
Stjórnvöld á Kýpur ítreka hlutleysi eftir hótanir Hezbollah Stjórnvöld á Kýpur hafa neyðst til að ítreka að þau eigi ekki þátt né muni þau eiga þátt í neinum stríðum eða átökum eftir hótanir af hálfu Hezbollah samtakanna í Líbanon. 21. júní 2024 07:32
Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53