Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2024 08:37 Eyðileggingin er mikil á Gasa. Myndin er tekin í al-Bureij flóttamannabúðunum. Vísir/EPA Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. Í tilkynningu frá Rauða krossinum kom fram að loftskeyti lentu aðeins nokkrum metrum frá skrifstofu Rauða krossins en starfsmenn samtakanna búa einnig í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. Í tilkynningu var minnt á að allir stríðandi aðilar hafi skyldu til að koma í veg fyrir að almennir borgarar og skrifstofur mannúðarsamtaka verði fyrir skaða í slíkum árásum. Talsmaður ísraelska hersins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að þau væru með málið til skoðunar. Við fyrstu skoðun benti ekkert til þess að herinn hefði beint loftárásum sínum þangað. Í tilkynningu Rauða krossins kom einnig fram að mikill fjöldi hafi í kjölfarið leitað á vettvangsspítala Rauða krossins í nálægð við skrifstofurnar. 22 hefðu látist og 45 væru særð. Rauði krossinn segir þetta með einn af alvarlegum öryggisbrestum síðustu daga. Fram kemur í umfjöllun BBC að samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem rekið er af Hamas, hafi 25 dáið og 50 verið særð. Nærri 38 þúsund almennir borgarar og hermenn hafa verið drepin á Gasa frá því að árásir Ísraela stigmögnuðust í október á síðasta ári. Af þeim eru um 15 þúsund konur, börn og aldraðir. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53 Tæplega tvö hundruð úr sömu fjölskyldu drepin Hernaðaraðgerðir Ísraelshers á fyrstu þremur mánuðum stríðsins þurrkuðu nánast út heilu stórfjölskyldurnar á Gasa. Minnst 173 fjölskyldumeðlimir Salem-fjölskyldunnar létust í tveimur loftárásum. Fjölskyldumeðlimir sem lifðu af segja engin augljós hernaðarleg skotmörk hafa verið nálægt heimili fjölskyldunnar. 18. júní 2024 07:26 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Í tilkynningu frá Rauða krossinum kom fram að loftskeyti lentu aðeins nokkrum metrum frá skrifstofu Rauða krossins en starfsmenn samtakanna búa einnig í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. Í tilkynningu var minnt á að allir stríðandi aðilar hafi skyldu til að koma í veg fyrir að almennir borgarar og skrifstofur mannúðarsamtaka verði fyrir skaða í slíkum árásum. Talsmaður ísraelska hersins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að þau væru með málið til skoðunar. Við fyrstu skoðun benti ekkert til þess að herinn hefði beint loftárásum sínum þangað. Í tilkynningu Rauða krossins kom einnig fram að mikill fjöldi hafi í kjölfarið leitað á vettvangsspítala Rauða krossins í nálægð við skrifstofurnar. 22 hefðu látist og 45 væru særð. Rauði krossinn segir þetta með einn af alvarlegum öryggisbrestum síðustu daga. Fram kemur í umfjöllun BBC að samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem rekið er af Hamas, hafi 25 dáið og 50 verið særð. Nærri 38 þúsund almennir borgarar og hermenn hafa verið drepin á Gasa frá því að árásir Ísraela stigmögnuðust í október á síðasta ári. Af þeim eru um 15 þúsund konur, börn og aldraðir.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53 Tæplega tvö hundruð úr sömu fjölskyldu drepin Hernaðaraðgerðir Ísraelshers á fyrstu þremur mánuðum stríðsins þurrkuðu nánast út heilu stórfjölskyldurnar á Gasa. Minnst 173 fjölskyldumeðlimir Salem-fjölskyldunnar létust í tveimur loftárásum. Fjölskyldumeðlimir sem lifðu af segja engin augljós hernaðarleg skotmörk hafa verið nálægt heimili fjölskyldunnar. 18. júní 2024 07:26 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53
Tæplega tvö hundruð úr sömu fjölskyldu drepin Hernaðaraðgerðir Ísraelshers á fyrstu þremur mánuðum stríðsins þurrkuðu nánast út heilu stórfjölskyldurnar á Gasa. Minnst 173 fjölskyldumeðlimir Salem-fjölskyldunnar létust í tveimur loftárásum. Fjölskyldumeðlimir sem lifðu af segja engin augljós hernaðarleg skotmörk hafa verið nálægt heimili fjölskyldunnar. 18. júní 2024 07:26