„Veit ekki hvort við ætluðum að klára þetta af í hvelli“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 21. júní 2024 21:21 Jóhann Kristinn er þjálfari Þórs/KA sem er nokkuð óvænt í toppbaráttunni sem stendur. Vilhelm/Vísi „Maður er náttúrulega rosalega ánægður með stigin þrjú og þrjú góð mörk,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarson þjálfari Þór/KA eftir 3-1 sigur gegn Fylki á VÍS vellinum í dag. Þór/KA náði inn fyrsta markinu en eftir það virtist Fylkir ná ákveðni yfirhönd á vellinum, pressuðu Þór/KA hátt og komust oft í góðar stöður. „Ég held að baslið hafi að mestu verið við sjálfar, við vorum aðeins of mikið að flýta okkur og ætluðum kannski að gera of mikið í einu. Veit ekki hvort við ætluðum að klára þetta af í hvelli eða hvað það var, við hefðum mátt vanda okkur betur. Við vorum að mörgu leiti ekki rosa líkar sjálfum okkur í þessum leik en svo var bara karakter og gæði sem komu í gegn og það var gott.“ Tvöföld skipting varð í hálfleik hjá Þór/KA þegar Hulda Ósk Jónsdóttir og Bríet Jóhannsdóttir komu inn á völlinn og áttu þær báðar mjög góðan leik. „Það er náttúrulega rosalega ógn af Huldu Ósk, ég held að eitt það leiðinlegasta sem fótboltafólk gerir er að spila á móti henni. Það opnar fyrir aðra hjá okkur og breytir oft ákveðnum hlutum í leiknum þegar hún er inn á. Við náðum að hvíla hana aðeins enda strangt leikjaprógram í gangi þessa dagana. Hún og Bríet komu mjög öflugar inn og leystu af í raun leikmenn sem höfðu staðið sig mjög vel. Við þurfum að hugsa um törnina sem framundan er og við vorum búin að ákveða þessar breytingar fyrirfram.“ Þór/KA var sterkari aðilinn í seinni hálfleik en áttu í erfiðleikum með að skora en náðu að brjóta ísinn á 71. mínútu og virtist það létta á liðinu. „Það var mjög gott að sjá boltann inni og þá fórum við líka að gera hlutina einfalt. Boltinn rann aðeins betur og við hættum að óttast aðstæður og þá gekk þetta mjög vel, kannski fyrir minn smekk vorum við full lengi að fara að gera þetta en þær finna alltaf leiðir þessar stelpur. Þær eru alveg magnaðar og maður á ekki að hafa þessar áhyggjur eins maður þóttist hafa á tímabili undir lok fyrri hálfleiks.“ Framundan er leikur gegn Val á þriðjudaginn í næstu viku, 25. júní og um toppslag að ræða. „Við erum búin að bíða eftir þessum leik síðan eftir fyrsta leikinn gegn þeim í fyrstu umferð. Það er gott tækifæri að fá að mæta þeim aftur og þá á okkar heimavelli. Nú er bara að njóta þess sem við gerðum hér í dag, í kvöld og á morgun. Síðan er það bara undirbúningur og að láta sig hlakka til Valsleiksins.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Þór/KA náði inn fyrsta markinu en eftir það virtist Fylkir ná ákveðni yfirhönd á vellinum, pressuðu Þór/KA hátt og komust oft í góðar stöður. „Ég held að baslið hafi að mestu verið við sjálfar, við vorum aðeins of mikið að flýta okkur og ætluðum kannski að gera of mikið í einu. Veit ekki hvort við ætluðum að klára þetta af í hvelli eða hvað það var, við hefðum mátt vanda okkur betur. Við vorum að mörgu leiti ekki rosa líkar sjálfum okkur í þessum leik en svo var bara karakter og gæði sem komu í gegn og það var gott.“ Tvöföld skipting varð í hálfleik hjá Þór/KA þegar Hulda Ósk Jónsdóttir og Bríet Jóhannsdóttir komu inn á völlinn og áttu þær báðar mjög góðan leik. „Það er náttúrulega rosalega ógn af Huldu Ósk, ég held að eitt það leiðinlegasta sem fótboltafólk gerir er að spila á móti henni. Það opnar fyrir aðra hjá okkur og breytir oft ákveðnum hlutum í leiknum þegar hún er inn á. Við náðum að hvíla hana aðeins enda strangt leikjaprógram í gangi þessa dagana. Hún og Bríet komu mjög öflugar inn og leystu af í raun leikmenn sem höfðu staðið sig mjög vel. Við þurfum að hugsa um törnina sem framundan er og við vorum búin að ákveða þessar breytingar fyrirfram.“ Þór/KA var sterkari aðilinn í seinni hálfleik en áttu í erfiðleikum með að skora en náðu að brjóta ísinn á 71. mínútu og virtist það létta á liðinu. „Það var mjög gott að sjá boltann inni og þá fórum við líka að gera hlutina einfalt. Boltinn rann aðeins betur og við hættum að óttast aðstæður og þá gekk þetta mjög vel, kannski fyrir minn smekk vorum við full lengi að fara að gera þetta en þær finna alltaf leiðir þessar stelpur. Þær eru alveg magnaðar og maður á ekki að hafa þessar áhyggjur eins maður þóttist hafa á tímabili undir lok fyrri hálfleiks.“ Framundan er leikur gegn Val á þriðjudaginn í næstu viku, 25. júní og um toppslag að ræða. „Við erum búin að bíða eftir þessum leik síðan eftir fyrsta leikinn gegn þeim í fyrstu umferð. Það er gott tækifæri að fá að mæta þeim aftur og þá á okkar heimavelli. Nú er bara að njóta þess sem við gerðum hér í dag, í kvöld og á morgun. Síðan er það bara undirbúningur og að láta sig hlakka til Valsleiksins.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira