Hyggjast gera dagleg hlé á árásum til að auka við neyðaraðstoð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júní 2024 10:00 Að meðaltali óku 97 flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum á dag til Gasa í maí. Í samanburði óku fimm hundruð slíkir bílar til Gasa áður en stríðið hófst í október í fyrra. AP Ísraelsher hefur tilkynnt að gerð verði dagleg hlé á hernaði með fram stofnbraut á Gasa í þeim tilgangi að hleypa meiri neyðarbirgðum inn á svæðið. Í frétt BBC kemur fram að fyrsta hléið hafi verið gert í gær og þau munu standa yfir alla daga milli klukkan átta á morgnanna til klukkan sjö á kvöldin. Hléin eiga þó bara við um veg sem liggur frá Kerem Shalon landamærunum í suðurhluta Gasa, um Salah al-Din stofnbrautina og að Evrópska sjúkrahúsinu nærri borginni Khan Younis. Í tilkynningunni er áréttað að ekki sé um vopnahlé að ræða og að árásir muni halda áfram í Rafah-borg. To increase the volume of humanitarian aid entering Gaza and following additional related discussions with the U.N. and international organizations, a local, tactical pause of military activity for humanitarian purposes will take place from 08:00 until 19:00 every day until… pic.twitter.com/QLXNFZsTYZ— Israel Defense Forces (@IDF) June 16, 2024 Alþjóðsamfélagið, þar á meðal Bandaríkin, hefur þrýst á Ísraelsríki að linna árásum á Gasa, þar sem neyðarástand ríkir. Ísraelsher segir tilkynninguna um daglegu hléin koma í kjölfar viðræðna við Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðlegar stofnanir. Nokkur hundruð þúsund manns hafa flúið Rafah vegna vegna umfangsmikilla árása Ísraelshers á borgina í síðasta mánuði. Þá hertók Ísraelsher Rafah-landamærin við Egyptaland, Gasa-megin. Landamærin voru áður helst notuð til að flytja neyðarbirgðir yfir á Gasa en hafa ekki verið notuð í þeim tilgangi frá því að Ísrael hertók þau í byrjun maí. Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO sagði á miðvikudag að stærsti hluti íbúa Gasa lifi við hörmulegar aðstæður og hungursneyð. Daglegt magn neyðarbirgða á Gasaströndina hefur að auki gjörlækkað. Að meðaltali óku 97 flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum á Gasa í maí, 169 í apríl og 139 í mars. Til samanburðar var fimm hundruð slíkum bílum ekið daglega á Gasa áður en stríði var lýst yfir í október í fyrra. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Í frétt BBC kemur fram að fyrsta hléið hafi verið gert í gær og þau munu standa yfir alla daga milli klukkan átta á morgnanna til klukkan sjö á kvöldin. Hléin eiga þó bara við um veg sem liggur frá Kerem Shalon landamærunum í suðurhluta Gasa, um Salah al-Din stofnbrautina og að Evrópska sjúkrahúsinu nærri borginni Khan Younis. Í tilkynningunni er áréttað að ekki sé um vopnahlé að ræða og að árásir muni halda áfram í Rafah-borg. To increase the volume of humanitarian aid entering Gaza and following additional related discussions with the U.N. and international organizations, a local, tactical pause of military activity for humanitarian purposes will take place from 08:00 until 19:00 every day until… pic.twitter.com/QLXNFZsTYZ— Israel Defense Forces (@IDF) June 16, 2024 Alþjóðsamfélagið, þar á meðal Bandaríkin, hefur þrýst á Ísraelsríki að linna árásum á Gasa, þar sem neyðarástand ríkir. Ísraelsher segir tilkynninguna um daglegu hléin koma í kjölfar viðræðna við Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðlegar stofnanir. Nokkur hundruð þúsund manns hafa flúið Rafah vegna vegna umfangsmikilla árása Ísraelshers á borgina í síðasta mánuði. Þá hertók Ísraelsher Rafah-landamærin við Egyptaland, Gasa-megin. Landamærin voru áður helst notuð til að flytja neyðarbirgðir yfir á Gasa en hafa ekki verið notuð í þeim tilgangi frá því að Ísrael hertók þau í byrjun maí. Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO sagði á miðvikudag að stærsti hluti íbúa Gasa lifi við hörmulegar aðstæður og hungursneyð. Daglegt magn neyðarbirgða á Gasaströndina hefur að auki gjörlækkað. Að meðaltali óku 97 flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum á Gasa í maí, 169 í apríl og 139 í mars. Til samanburðar var fimm hundruð slíkum bílum ekið daglega á Gasa áður en stríði var lýst yfir í október í fyrra.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira