Dreymir um að dæma Evrópu- eða landsleiki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 13:45 Twana Khalid Ahmed dæmdi toppslag Breiðabliks og Vals í Bestu deild kvenna. Vísir/HAG Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á síðasta ári þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta hér á landi. Hann vildi óska að hann hefði byrjað að dæma fyrr hér á landi til að geta dæmt á erlendri grundu sem og íslenskri. Twana þurfti að bíða lengi eftir tækifæri til þess að fá dæma hér á landi en hefur unnið sig hratt upp metorðastigann. Slíkur er uppgangurinn að UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, tók Twana fyrir í herferð þar sem sambandið vekur athygli á dómurum með að leiðarljósi að fleiri taki upp flautuna. „Ísland er mjög gott land. Hér er vinalegt og vingjarnlegt fólk. Mér og fjölskyldu minni líður mjög vel hér. Við eignuðumst fljótt vini sem kenndu okkur á íslenskan kúltúr og hvernig allt virkar,“ segir Twana meðal annars í viðtalinu á vef UEFA áður en umræðan snýst að dómgæslu. Hann var hjá lækni þar sem það kom til tals að hann væri mikill áhugamaður um fótbolta og hefði verið dómari í heimalandi sínu. Kom það á daginn að eiginmaður læknisins var einnig fótboltadómari. Þannig komst Twana í samband við dómarastéttina hér á landi. Hann þurfti þó að bíða þar sem hann var enn skráður sem hælisleitandi. „Ég var tilbúinn að dæma frítt en KSÍ sagði mér að það væri ólöglegt. Þeir sögðu mér að koma til baka um leið og ég væri búinn að fá kennitölu.“ Við tók tveggja ára bið en um leið og Twana fékk kennitölu var hann kominn á fullt í dómgæslu. Hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild á síðustu leiktíð og hefur haldið því áfram á þessari leiktíð. „Ég vildi að ég hefði komið til Íslands og byrjað að dæma fimm árum fyrr. Ef til vill hefði ég þá átt möguleika á að dæma á alþjóðavettvangi. Ég held þá áfram að reyna: Alltaf að eiga sér draum og gera hvað maður getur til að upplifa hann.“ ✍️ Frábær grein á vef UEFA um leið Twana Khalid Ahmed frá Írak til Íslands, en hann er í dag landsdómari hjá KSÍ.👇 Twana Khalid Ahmed's road from asylum seeker to top-flight referee in Iceland.https://t.co/yBNblsUTai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 12, 2024 Í lok viðtalsins þakkar Twana öllum þeim sem hafa aðstoðað hann og fjölskyldu hans hér á landi sem og KSÍ fyrir alla aðstoðina. Viðtalið í heild sinni má lesa á vef UEFA. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Twana þurfti að bíða lengi eftir tækifæri til þess að fá dæma hér á landi en hefur unnið sig hratt upp metorðastigann. Slíkur er uppgangurinn að UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, tók Twana fyrir í herferð þar sem sambandið vekur athygli á dómurum með að leiðarljósi að fleiri taki upp flautuna. „Ísland er mjög gott land. Hér er vinalegt og vingjarnlegt fólk. Mér og fjölskyldu minni líður mjög vel hér. Við eignuðumst fljótt vini sem kenndu okkur á íslenskan kúltúr og hvernig allt virkar,“ segir Twana meðal annars í viðtalinu á vef UEFA áður en umræðan snýst að dómgæslu. Hann var hjá lækni þar sem það kom til tals að hann væri mikill áhugamaður um fótbolta og hefði verið dómari í heimalandi sínu. Kom það á daginn að eiginmaður læknisins var einnig fótboltadómari. Þannig komst Twana í samband við dómarastéttina hér á landi. Hann þurfti þó að bíða þar sem hann var enn skráður sem hælisleitandi. „Ég var tilbúinn að dæma frítt en KSÍ sagði mér að það væri ólöglegt. Þeir sögðu mér að koma til baka um leið og ég væri búinn að fá kennitölu.“ Við tók tveggja ára bið en um leið og Twana fékk kennitölu var hann kominn á fullt í dómgæslu. Hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild á síðustu leiktíð og hefur haldið því áfram á þessari leiktíð. „Ég vildi að ég hefði komið til Íslands og byrjað að dæma fimm árum fyrr. Ef til vill hefði ég þá átt möguleika á að dæma á alþjóðavettvangi. Ég held þá áfram að reyna: Alltaf að eiga sér draum og gera hvað maður getur til að upplifa hann.“ ✍️ Frábær grein á vef UEFA um leið Twana Khalid Ahmed frá Írak til Íslands, en hann er í dag landsdómari hjá KSÍ.👇 Twana Khalid Ahmed's road from asylum seeker to top-flight referee in Iceland.https://t.co/yBNblsUTai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 12, 2024 Í lok viðtalsins þakkar Twana öllum þeim sem hafa aðstoðað hann og fjölskyldu hans hér á landi sem og KSÍ fyrir alla aðstoðina. Viðtalið í heild sinni má lesa á vef UEFA.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira