Dreymir um að dæma Evrópu- eða landsleiki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 13:45 Twana Khalid Ahmed dæmdi toppslag Breiðabliks og Vals í Bestu deild kvenna. Vísir/HAG Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á síðasta ári þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta hér á landi. Hann vildi óska að hann hefði byrjað að dæma fyrr hér á landi til að geta dæmt á erlendri grundu sem og íslenskri. Twana þurfti að bíða lengi eftir tækifæri til þess að fá dæma hér á landi en hefur unnið sig hratt upp metorðastigann. Slíkur er uppgangurinn að UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, tók Twana fyrir í herferð þar sem sambandið vekur athygli á dómurum með að leiðarljósi að fleiri taki upp flautuna. „Ísland er mjög gott land. Hér er vinalegt og vingjarnlegt fólk. Mér og fjölskyldu minni líður mjög vel hér. Við eignuðumst fljótt vini sem kenndu okkur á íslenskan kúltúr og hvernig allt virkar,“ segir Twana meðal annars í viðtalinu á vef UEFA áður en umræðan snýst að dómgæslu. Hann var hjá lækni þar sem það kom til tals að hann væri mikill áhugamaður um fótbolta og hefði verið dómari í heimalandi sínu. Kom það á daginn að eiginmaður læknisins var einnig fótboltadómari. Þannig komst Twana í samband við dómarastéttina hér á landi. Hann þurfti þó að bíða þar sem hann var enn skráður sem hælisleitandi. „Ég var tilbúinn að dæma frítt en KSÍ sagði mér að það væri ólöglegt. Þeir sögðu mér að koma til baka um leið og ég væri búinn að fá kennitölu.“ Við tók tveggja ára bið en um leið og Twana fékk kennitölu var hann kominn á fullt í dómgæslu. Hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild á síðustu leiktíð og hefur haldið því áfram á þessari leiktíð. „Ég vildi að ég hefði komið til Íslands og byrjað að dæma fimm árum fyrr. Ef til vill hefði ég þá átt möguleika á að dæma á alþjóðavettvangi. Ég held þá áfram að reyna: Alltaf að eiga sér draum og gera hvað maður getur til að upplifa hann.“ ✍️ Frábær grein á vef UEFA um leið Twana Khalid Ahmed frá Írak til Íslands, en hann er í dag landsdómari hjá KSÍ.👇 Twana Khalid Ahmed's road from asylum seeker to top-flight referee in Iceland.https://t.co/yBNblsUTai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 12, 2024 Í lok viðtalsins þakkar Twana öllum þeim sem hafa aðstoðað hann og fjölskyldu hans hér á landi sem og KSÍ fyrir alla aðstoðina. Viðtalið í heild sinni má lesa á vef UEFA. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Twana þurfti að bíða lengi eftir tækifæri til þess að fá dæma hér á landi en hefur unnið sig hratt upp metorðastigann. Slíkur er uppgangurinn að UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, tók Twana fyrir í herferð þar sem sambandið vekur athygli á dómurum með að leiðarljósi að fleiri taki upp flautuna. „Ísland er mjög gott land. Hér er vinalegt og vingjarnlegt fólk. Mér og fjölskyldu minni líður mjög vel hér. Við eignuðumst fljótt vini sem kenndu okkur á íslenskan kúltúr og hvernig allt virkar,“ segir Twana meðal annars í viðtalinu á vef UEFA áður en umræðan snýst að dómgæslu. Hann var hjá lækni þar sem það kom til tals að hann væri mikill áhugamaður um fótbolta og hefði verið dómari í heimalandi sínu. Kom það á daginn að eiginmaður læknisins var einnig fótboltadómari. Þannig komst Twana í samband við dómarastéttina hér á landi. Hann þurfti þó að bíða þar sem hann var enn skráður sem hælisleitandi. „Ég var tilbúinn að dæma frítt en KSÍ sagði mér að það væri ólöglegt. Þeir sögðu mér að koma til baka um leið og ég væri búinn að fá kennitölu.“ Við tók tveggja ára bið en um leið og Twana fékk kennitölu var hann kominn á fullt í dómgæslu. Hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild á síðustu leiktíð og hefur haldið því áfram á þessari leiktíð. „Ég vildi að ég hefði komið til Íslands og byrjað að dæma fimm árum fyrr. Ef til vill hefði ég þá átt möguleika á að dæma á alþjóðavettvangi. Ég held þá áfram að reyna: Alltaf að eiga sér draum og gera hvað maður getur til að upplifa hann.“ ✍️ Frábær grein á vef UEFA um leið Twana Khalid Ahmed frá Írak til Íslands, en hann er í dag landsdómari hjá KSÍ.👇 Twana Khalid Ahmed's road from asylum seeker to top-flight referee in Iceland.https://t.co/yBNblsUTai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 12, 2024 Í lok viðtalsins þakkar Twana öllum þeim sem hafa aðstoðað hann og fjölskyldu hans hér á landi sem og KSÍ fyrir alla aðstoðina. Viðtalið í heild sinni má lesa á vef UEFA.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira