Bananarisi ábyrgur fyrir morðum kólumbískrar dauðasveitar Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2024 15:41 Chiquita er ekki hvað síst þekkt fyrir banana. Fyrirtækið greiddi kólumbískri dauðasveit á 10. áratugnum. Vísir/Getty Fjölþjóðaávaxtafyrirtækið Chiquita þarf að greiða fjölskyldum fólks sem var myrt af vopnaðri sveit manna í Kólumbíu tugi milljóna dollara eftir að bandarískur dómstóll dæmdi það bótaskylt fyrir að hafa fjármagnað sveitina. Átta kólumbískar fjölskyldur sem áttu ástvini sem féllu fyrir hendi Sameinuðu sjálfsvarnarsveita Kólumbíu (AUC) höfðuðu einkamál á hendur Chiquita eftir að fyrirtækið játaði sig sekt um að fjármagna sveitina árið 2007, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpins BBC. Bandarísk stjórnvöld skilgreindu AUC sem hryðjuverkasamtök á þeim tíma sem Chiquita lét fé af hendi rakna til sveitarinnar. Liðsmenn AUC frömdu mannréttindabrot og myrtu meðal annars fólk sem var grunað um tengsl við vinstrisinnaðar skæruliðasveitir. Verkalýðsfélagar og starfsmenn á bananaekrum voru á meðal fórnarlamba hennar. Alríkisdómstóll í Suður-Flórída komst að þeirri niðurstöðu að Chiquita væri bótaskylt vegna dauða átta manna og dæmdi það til þess að greiða ættingjunum 38,3 milljónir dollara í bætur, jafnvirði meira en 5,3 milljarða íslenskra króna. Talsmenn Chiquita segja að fyrirtækið ætli að áfrýja niðurstöðunni þar sem kröfurnar á hendur því ættu ekki við nein lagaleg rök að styðjast. Fyrirtækið hélt því fram á sínum tíma að þáverandi leiðtogi AUC hefði kúgað fé út úr því með hótunum um að beita starfsmenn þess ofbeldi. Fyrirtækið gaf AUC hátt í tvær milljónir dollara frá 1997 til 2004. Stefnendurnir sökuðu Chiquita aftur á móti um að ganga í bandalag við AUC á tíma sem fyrirtækið færði út kvíanar á svæði sem sveitin réði. Önnur réttarhöld í einkamáli á hendur Chiquita á að hefjast í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Átta kólumbískar fjölskyldur sem áttu ástvini sem féllu fyrir hendi Sameinuðu sjálfsvarnarsveita Kólumbíu (AUC) höfðuðu einkamál á hendur Chiquita eftir að fyrirtækið játaði sig sekt um að fjármagna sveitina árið 2007, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpins BBC. Bandarísk stjórnvöld skilgreindu AUC sem hryðjuverkasamtök á þeim tíma sem Chiquita lét fé af hendi rakna til sveitarinnar. Liðsmenn AUC frömdu mannréttindabrot og myrtu meðal annars fólk sem var grunað um tengsl við vinstrisinnaðar skæruliðasveitir. Verkalýðsfélagar og starfsmenn á bananaekrum voru á meðal fórnarlamba hennar. Alríkisdómstóll í Suður-Flórída komst að þeirri niðurstöðu að Chiquita væri bótaskylt vegna dauða átta manna og dæmdi það til þess að greiða ættingjunum 38,3 milljónir dollara í bætur, jafnvirði meira en 5,3 milljarða íslenskra króna. Talsmenn Chiquita segja að fyrirtækið ætli að áfrýja niðurstöðunni þar sem kröfurnar á hendur því ættu ekki við nein lagaleg rök að styðjast. Fyrirtækið hélt því fram á sínum tíma að þáverandi leiðtogi AUC hefði kúgað fé út úr því með hótunum um að beita starfsmenn þess ofbeldi. Fyrirtækið gaf AUC hátt í tvær milljónir dollara frá 1997 til 2004. Stefnendurnir sökuðu Chiquita aftur á móti um að ganga í bandalag við AUC á tíma sem fyrirtækið færði út kvíanar á svæði sem sveitin réði. Önnur réttarhöld í einkamáli á hendur Chiquita á að hefjast í Bandaríkjunum í næsta mánuði.
Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira