Enski boltinn

Hættur að spá fyrir um þjálfara­mál Man United

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ten Hag er enn þjálfari Man Utd.
Ten Hag er enn þjálfari Man Utd. Catherine Ivill/Getty Images

Hinn áreiðanlegi David Ornstein, blaðamaður The Athletic, segir að hann sé hættur að reyna spá fyrir um hvað gerist í þjálfaramálum Manchester United. Hann ætli einfaldlega að bíða og sjá hvað gerist.

Eins og hefur margoft komið fram í sumar, og undanfarna mánuði raunar, þá er staða Erik Ten Hag hjá Man United heldur veik. Hollendingurinn endaði tímabilið þá á jákvæðu nótunum með því að leggja Man City í úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Síðan þá hefur hins vegar hinn og þessi verið orðaður við Man United en það er ljóst að Ten Hag vill ólmur vera áfram.

Fyrir skemmstu var staðfest að Thomas Tuchel myndi ekki taka við en þessi fráfarandi þjálfari Bayern München átti líklega erfiðara uppdráttar en Ten Hag á síðustu leiktíð. Sömu sögu er að segja af Mauricio Pochettino sem lét af störfum sem þjálfari Chelsea að tímabilinu loknu.

Sky Sports greindi frá því í gær, mánudag, að Pochettino væri ekki lengur á blaði hjá Man United. Sky ræddi við Ornstein um stöðu mála hjá Man Utd og Ten Hag.

„Ég hef gefist upp á að spá fyrir um hvað gerist því ég er ekki viss að Man United viti það sjálft,“ sagði Ornstein í viðtali við Sky.

Tuchel og Pochettino eru þau tvö af þremur nöfnum sem hafa verið hvað mest verið orðuð við Man United undanfarnar vikur. 

Þriðja nafnið er svo Gareth Southgate en það er talið næsta öruggt að hann hætti sem landsliðsþjálfari Englands fari svo að Englendingar standi ekki uppi sem Evrópumeistarar í júlí. Sem stendur er Ten Hag hins vegar þjálfari liðsins og nú er bara að bíða og sjá.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×