Netanyahu fastur milli steins og sleggju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júní 2024 07:18 Gagnrýnendur Netanyahu segja hann í raun vilja halda aðgerðum áfram sem lengst, til að fresta því að þurfa að svara fyrir öryggisbrestinn sem átti sér stað 7. október. epa/Amir Cohen Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er nú sagður standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að velja á milli þess að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir og þess að halda lífi í ríkisstjórn sinni. Þrýstingur á Netanyahu jókst til muna á föstudag þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá tillögum Ísraelsmanna um vopnahlé, sem fela meðal annars í sér hlé á átökum í sex vikur og að íbúum Gasa verði gert kleift að snúa aftur heim. Á sama tíma virðist langt í frá eining um tillögurnar innan ríkisstjórnar Netanyahu; harðlínumenn vilja enga lendingu aðra en algjöra tortímingu Hamas og halda pólitískri framtíð forsætisráðherrans í hendi sér. Yfirvöld í Ísrael hafa staðfest að tillögurnar sem Biden greindi frá séu samhljóða tillögum sem stríðsráðuneyti Ísrael hafði samþykkt en höfðu ekki verið kynntar opinberlega. Biden er þannig sagður hafa ýtt Netanyahu út úr skápnum og síðarnefndi sé nú tilneyddur til að' taka afstöðu með þverpólitísku stríðsráðinu eða harðlínumönnunum. Fyrstu viðbrögð forsætisráðherrans voru að ítreka að Ísrael myndi ekki sætt sig við annað en að markmiðum yrði náð og Hamas-samtökunum tortímt. Að minnsta kosti tveir ráðherrar, fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich og þjóðaröryggismálaráðherrann Itamar Ben-Gvir, hafa enda hótað því að sprengja ríkisstjórnina ef gengið verður að tillögunum sem greint var frá á föstudag. Ástandið á Gasa versnar með hverju degi og um 7.000 börn undir fimm ára aldri eru nú sögð þjást af vannæringu.epa/Haitham Imad Á sama tíma hafa tveir ráðherrar og fyrrverandi herforingjar sem gengu til liðs við ríkisstjórnina eftir árásir Hamas 7. október síðastliðinn, Benny Gantz og Gadi Eisenkot, hótað því að ganga frá borði ef Netanyahu hefur ekki lagt fram raunhæfa áætlun um endalok átaka og framhaldið á Gasa fyrir 8. júní. Tillögurnar sem nú liggja á borðinu fela í sér að gíslar Hamas verði látnir lausir gegn lausn hundruða Palestínumanna sem nú er haldið í fangelsum í Ísrael, að hlé verði á átökum á meðan menn sitja enn við samningaborðið og að efnt verði til alþjóðlegs átaks til að endurbyggja Gasa. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í gær að Ísraelsmenn myndu ekki sætta sig við aðkomu Hamas að endurreisn Gasa og þess í stað stuðla að stjórn annarra afla, án þess þó að gera grein fyrir því hver þau öfl gætu mögulega verið. New York Times hefur eftir Reuven Hazan, prófessor í stjórnmálafræði við Hebrew University of Jerusalem, að það þyrfti „nýjan“ Netanyahu ef tillögurnar ættu að ná fram að ganga. Í hvert sinn sem forsætisráðherrann hefði þurft að velja á milli þess sem væri þjóðinni fyrir bestu og þess sem harðlínumennirnir vildu hefðu síðarnefndu orðið fyrir valinu. Þá hefði Netanyahu lært að það væri árangursríkt að segja „Já, en...“ við Bandaríkjamenn og bíða svo eftir að Hamas kæmu honum úr klípunni með því að segja nei. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Þrýstingur á Netanyahu jókst til muna á föstudag þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá tillögum Ísraelsmanna um vopnahlé, sem fela meðal annars í sér hlé á átökum í sex vikur og að íbúum Gasa verði gert kleift að snúa aftur heim. Á sama tíma virðist langt í frá eining um tillögurnar innan ríkisstjórnar Netanyahu; harðlínumenn vilja enga lendingu aðra en algjöra tortímingu Hamas og halda pólitískri framtíð forsætisráðherrans í hendi sér. Yfirvöld í Ísrael hafa staðfest að tillögurnar sem Biden greindi frá séu samhljóða tillögum sem stríðsráðuneyti Ísrael hafði samþykkt en höfðu ekki verið kynntar opinberlega. Biden er þannig sagður hafa ýtt Netanyahu út úr skápnum og síðarnefndi sé nú tilneyddur til að' taka afstöðu með þverpólitísku stríðsráðinu eða harðlínumönnunum. Fyrstu viðbrögð forsætisráðherrans voru að ítreka að Ísrael myndi ekki sætt sig við annað en að markmiðum yrði náð og Hamas-samtökunum tortímt. Að minnsta kosti tveir ráðherrar, fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich og þjóðaröryggismálaráðherrann Itamar Ben-Gvir, hafa enda hótað því að sprengja ríkisstjórnina ef gengið verður að tillögunum sem greint var frá á föstudag. Ástandið á Gasa versnar með hverju degi og um 7.000 börn undir fimm ára aldri eru nú sögð þjást af vannæringu.epa/Haitham Imad Á sama tíma hafa tveir ráðherrar og fyrrverandi herforingjar sem gengu til liðs við ríkisstjórnina eftir árásir Hamas 7. október síðastliðinn, Benny Gantz og Gadi Eisenkot, hótað því að ganga frá borði ef Netanyahu hefur ekki lagt fram raunhæfa áætlun um endalok átaka og framhaldið á Gasa fyrir 8. júní. Tillögurnar sem nú liggja á borðinu fela í sér að gíslar Hamas verði látnir lausir gegn lausn hundruða Palestínumanna sem nú er haldið í fangelsum í Ísrael, að hlé verði á átökum á meðan menn sitja enn við samningaborðið og að efnt verði til alþjóðlegs átaks til að endurbyggja Gasa. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í gær að Ísraelsmenn myndu ekki sætta sig við aðkomu Hamas að endurreisn Gasa og þess í stað stuðla að stjórn annarra afla, án þess þó að gera grein fyrir því hver þau öfl gætu mögulega verið. New York Times hefur eftir Reuven Hazan, prófessor í stjórnmálafræði við Hebrew University of Jerusalem, að það þyrfti „nýjan“ Netanyahu ef tillögurnar ættu að ná fram að ganga. Í hvert sinn sem forsætisráðherrann hefði þurft að velja á milli þess sem væri þjóðinni fyrir bestu og þess sem harðlínumennirnir vildu hefðu síðarnefndu orðið fyrir valinu. Þá hefði Netanyahu lært að það væri árangursríkt að segja „Já, en...“ við Bandaríkjamenn og bíða svo eftir að Hamas kæmu honum úr klípunni með því að segja nei. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira