Óánægja með vítið á Akranesi: „Kominn tími á að taka á atferli leikmanns númer 19“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. maí 2024 21:31 Danijel Dejan Djuric fagnar marki fyrr í sumar og fellur til jarðar gegn ÍA. Vísir/Diego/Stöð 2 Sport X-aðgangur Bestu deildarinnar í fótbolta deildi myndbandi af vítaspyrnudómnum sem skilaði Víking, ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum, öllum þremur stigum á Akranesi á dögunum. Það fór líka svona illa í mannskapinn. Víkingur fékk vægast sagt umdeilda vítaspyrnu í leik liðanna á Akranesi í 8. umferð Bestu deildar karla. Í Uppgjöri Vísis úr leiknum segir: „Eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik var vítaspyrna dæmd. Marko Vardic togaði þá Danijel Dejan Djuric niður í markteig Skagamanna, en Danijel var við það að skjóta boltanum í átt að marki af stuttu færi. Danijel virtist fara nokkuð auðveldlega niður, en víst að vítið var dæmt þá varð Vardic að fara af velli, sem og hann gerði, þar sem hann reyndi ekki að leika boltanum í þessu dauðafæri Víkinga.“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hafði þetta að segja um dóminn að leik loknum: „Þetta leit út frá hliðarlínunni eins og pjúra víti, en ég er búinn að sjá endursýninguna og þá er þetta soft. Ég get samt alveg skilið Ella [Erlend Eiríksson, dómara] að hafa dæmt þetta með hans sjónarhorn. Ég er ekki tilbúinn að kaupa það að Danijel hafi verið að reyna að svindla, hann var bara að reyna að ná boltanum og gera eitthvað úr þessu. Þetta var svona frekar soft víti, ef ég á að segja alveg eins og er.“ Segja má að dómurinn hafi farið öfugt ofan í fólk á Akranesi, þar á meðal er Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA. Deildi hann myndbandi frá X-aðgangi, áður Twitter, Bestu deildarinnar á sínum eigin X-aðgangi. Þar segir Eggert: „Þetta er alveg ótrúleg dómgæsla. Það má koma við leikmenn en þarna er augljóslega ekkert brot, en þreföld refsing, víti og manni færri í þessu leik og svo leikbann í næsta leik. Þessi ákvörðun er með ólíkindum !!!“ Þetta er alveg ótrúleg dómgæsla. Það má koma við leikmenn en þarna er augljóslega ekkert brot, en þreföld refsing, víti og manni færri í þessu leik og svo leikbann í næsta leik. Þessi ákvörðun er með ólíkindum !!! https://t.co/s53uo03z1e— Eggert Herbertsson (@eggert66) May 27, 2024 Viðbrögðin við færslu Eggerts létu ekki á sér standa. Má sjá nokkur þeirra hér að neðan. Skjáskot af svörum við færslu Herberts.Af X (Áður Twitter) Brynjólfur Þór Guðmundsson lét einnig í ljós óánægju sína með dómgæsluna í leiknum sem. Þórður Einarsson, Magnús Haukur Harðarson, Jóhann Skúli Jónsson og Arnar Már Guðjónsson voru sama sinnis. Svekkjandi tap fyrir Erlendi og félögum í @bestadeildin . @Skagamenn gerðu þó vel manni færri. Einn af þessum leikjum sem ráðast ekki af frammistöðu leikmanna. Takk @footballiceland— Brynjólfur Þór Guðmundsson (@BrynThor) May 25, 2024 Gjörsamlega glórulaust víti á Skaganum. Gjörsamlega glórulaust rautt spjald. En hefur engin áhrif á Erlend dómara sem drullar þarna upp á bak og niður á læri. Dómarateymi KSÍ stendur með sínum. #ÍAVÍK @bestadeildin #fotbolti— Brynjólfur Þór Guðmundsson (@BrynThor) May 25, 2024 Að það skuli ekki vera hægt að áfrýja rauðum spjöldum hér á landi er algjörlega galið.Röng ákvörðun ÍA tapar leiknum og Vardic í banni í næsta leik.@footballiceland verður að opna á áfrýjanir þegar myndbandsupptökur er til staðar. https://t.co/7qvgoKpztT— Max Koala (@Maggihodd) May 27, 2024 Hvað finnst mér 😂 hmmmmm 🤔🤔🤔 Þetta er hætt að vera fyndið því miður. https://t.co/Zxz6M6zJvv— Jói Skúli (@joiskuli10) May 27, 2024 Hér gerir góður dómari vissulega skissu! Rauða spjaldið er svo mér óskiljanlegt! En það er aftur móti löngu komin tími á að taka á atferli leikmanns 19 í liði Víkinga. Frábær leikmaður sem einfaldlega notar allar snertingar til að svindla á andstæðingum sínum! https://t.co/Wx330HuQzj— Þórður Einarsson (@doddi_111) May 27, 2024 Nei þið eruð ekki að átta ykkur á því hversu galinn dómur þetta var hjá Erlendi áðan. Þessi leikur öskraði 0-0— Arnar Már Guðjónsson (@ArnarMarG) May 25, 2024 Títtnefndur Djuric hefur áður verið sakaður um að standa heldur illa í lappirnar. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði fyrr í sumar að dómarar Bestu deildarinnar þyrftu að þekkja leikmenn betur. Sjá einnig: Heimir ósáttur eftir leik: Má ekki anda og þá er búið að lyfta spjaldi „Það er oft með dómara að þeir þekkja leikmenn ekki nægilega vel. Sigurður Bjartur [Hallsson, framherji FH] lætur sig ekki detta. Damir [Muminovic, miðvörður Breiðabliks] bombar hann niður og það á að vera víti,“ sagði Heimir eftir 2-0 tap FH gegn Breiðabliki í 1. umferð. Hann hélt svo áfram: „Í fyrra, þegar við vorum í Evrópubaráttu, var Ívar Orri að dæma. Danijel Djuric lætur sig detta þegar Ástbjörn [Þórðarson] er í honum á gulu spjaldi. Niðurstaðan gult og rautt.“ Víkingur og Breiðablik mætast í toppslag Bestu deildar á Kópavogsvelli á fimmtudaginn kemur. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Sjá meira
Víkingur fékk vægast sagt umdeilda vítaspyrnu í leik liðanna á Akranesi í 8. umferð Bestu deildar karla. Í Uppgjöri Vísis úr leiknum segir: „Eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik var vítaspyrna dæmd. Marko Vardic togaði þá Danijel Dejan Djuric niður í markteig Skagamanna, en Danijel var við það að skjóta boltanum í átt að marki af stuttu færi. Danijel virtist fara nokkuð auðveldlega niður, en víst að vítið var dæmt þá varð Vardic að fara af velli, sem og hann gerði, þar sem hann reyndi ekki að leika boltanum í þessu dauðafæri Víkinga.“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hafði þetta að segja um dóminn að leik loknum: „Þetta leit út frá hliðarlínunni eins og pjúra víti, en ég er búinn að sjá endursýninguna og þá er þetta soft. Ég get samt alveg skilið Ella [Erlend Eiríksson, dómara] að hafa dæmt þetta með hans sjónarhorn. Ég er ekki tilbúinn að kaupa það að Danijel hafi verið að reyna að svindla, hann var bara að reyna að ná boltanum og gera eitthvað úr þessu. Þetta var svona frekar soft víti, ef ég á að segja alveg eins og er.“ Segja má að dómurinn hafi farið öfugt ofan í fólk á Akranesi, þar á meðal er Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA. Deildi hann myndbandi frá X-aðgangi, áður Twitter, Bestu deildarinnar á sínum eigin X-aðgangi. Þar segir Eggert: „Þetta er alveg ótrúleg dómgæsla. Það má koma við leikmenn en þarna er augljóslega ekkert brot, en þreföld refsing, víti og manni færri í þessu leik og svo leikbann í næsta leik. Þessi ákvörðun er með ólíkindum !!!“ Þetta er alveg ótrúleg dómgæsla. Það má koma við leikmenn en þarna er augljóslega ekkert brot, en þreföld refsing, víti og manni færri í þessu leik og svo leikbann í næsta leik. Þessi ákvörðun er með ólíkindum !!! https://t.co/s53uo03z1e— Eggert Herbertsson (@eggert66) May 27, 2024 Viðbrögðin við færslu Eggerts létu ekki á sér standa. Má sjá nokkur þeirra hér að neðan. Skjáskot af svörum við færslu Herberts.Af X (Áður Twitter) Brynjólfur Þór Guðmundsson lét einnig í ljós óánægju sína með dómgæsluna í leiknum sem. Þórður Einarsson, Magnús Haukur Harðarson, Jóhann Skúli Jónsson og Arnar Már Guðjónsson voru sama sinnis. Svekkjandi tap fyrir Erlendi og félögum í @bestadeildin . @Skagamenn gerðu þó vel manni færri. Einn af þessum leikjum sem ráðast ekki af frammistöðu leikmanna. Takk @footballiceland— Brynjólfur Þór Guðmundsson (@BrynThor) May 25, 2024 Gjörsamlega glórulaust víti á Skaganum. Gjörsamlega glórulaust rautt spjald. En hefur engin áhrif á Erlend dómara sem drullar þarna upp á bak og niður á læri. Dómarateymi KSÍ stendur með sínum. #ÍAVÍK @bestadeildin #fotbolti— Brynjólfur Þór Guðmundsson (@BrynThor) May 25, 2024 Að það skuli ekki vera hægt að áfrýja rauðum spjöldum hér á landi er algjörlega galið.Röng ákvörðun ÍA tapar leiknum og Vardic í banni í næsta leik.@footballiceland verður að opna á áfrýjanir þegar myndbandsupptökur er til staðar. https://t.co/7qvgoKpztT— Max Koala (@Maggihodd) May 27, 2024 Hvað finnst mér 😂 hmmmmm 🤔🤔🤔 Þetta er hætt að vera fyndið því miður. https://t.co/Zxz6M6zJvv— Jói Skúli (@joiskuli10) May 27, 2024 Hér gerir góður dómari vissulega skissu! Rauða spjaldið er svo mér óskiljanlegt! En það er aftur móti löngu komin tími á að taka á atferli leikmanns 19 í liði Víkinga. Frábær leikmaður sem einfaldlega notar allar snertingar til að svindla á andstæðingum sínum! https://t.co/Wx330HuQzj— Þórður Einarsson (@doddi_111) May 27, 2024 Nei þið eruð ekki að átta ykkur á því hversu galinn dómur þetta var hjá Erlendi áðan. Þessi leikur öskraði 0-0— Arnar Már Guðjónsson (@ArnarMarG) May 25, 2024 Títtnefndur Djuric hefur áður verið sakaður um að standa heldur illa í lappirnar. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði fyrr í sumar að dómarar Bestu deildarinnar þyrftu að þekkja leikmenn betur. Sjá einnig: Heimir ósáttur eftir leik: Má ekki anda og þá er búið að lyfta spjaldi „Það er oft með dómara að þeir þekkja leikmenn ekki nægilega vel. Sigurður Bjartur [Hallsson, framherji FH] lætur sig ekki detta. Damir [Muminovic, miðvörður Breiðabliks] bombar hann niður og það á að vera víti,“ sagði Heimir eftir 2-0 tap FH gegn Breiðabliki í 1. umferð. Hann hélt svo áfram: „Í fyrra, þegar við vorum í Evrópubaráttu, var Ívar Orri að dæma. Danijel Djuric lætur sig detta þegar Ástbjörn [Þórðarson] er í honum á gulu spjaldi. Niðurstaðan gult og rautt.“ Víkingur og Breiðablik mætast í toppslag Bestu deildar á Kópavogsvelli á fimmtudaginn kemur. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn