Sautján ára „hermaður Hitlers” dæmdur í sjö ára fangelsi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. maí 2024 14:47 Pilturinn hlaut í dag sjö ára fangelsisdóm í Eystri Landsrétti, áfrýjunardómstól í Kaupmannahöfn. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Danskur 17 ára gamall piltur var í dag dæmdur í Eystri Landsrétti í sjö ára fangelsi fyrir hryðjuverkabrot með því að hafa gengið til liðs við hægri-öfgasamtökin Feuerkrig Division. Samtökin eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök en pilturinn var einnig fundinn sekur um að reyna að sannfæra skólafélaga sinn til að ganga einnig í samtökin. Í fyrra hlaut pilturinn fimm og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi í Holbæk fyrir tilraun til að fá skólafélaga sinn til að ganga í samtökin, en var þá sýknaður af ákæru fyrir þátttöku í samtökunum. Þeirri niðurstöðu héraðsdóms var áfrýjunardómstóllinn ósammála og dómurinn þyngdur. Pilturinn hefur ávallt neitað sök og fór fram á sýknu. Landsréttur lagði áherslu á að pilturinn hafi „ítarlega þekkingu” á hugmyndafræði samtakanna, og komst dómari því að þeirri niðurstöðu að sannað væri að pilturinn hafi gegnt leiðandi hlutverki hjá samtökunum að því er segir í frétt Danska ríkisútvarpsins, DR, um málið. Pilturinn var handtekinn í apríl árið 2022 eftir að lögregla hafði fengið ábendingu um að hann væri liðsmaður í samtökunum Feuerkrieg Division. Hugmyndafræði samtakanna er innblásin af nasisma og kynþáttahyggju með áherslu á yfirburði hvítra. Það var mat ákæruvaldsins að pilturinn aðhyllist verulega hugmyndafræði nasista, en meðal gagna málsins var dagbók piltsins þar sem hann lýsir sjálfum sér sem nasista. Meðal þess sem hann ku hafa skrifað eru orðin „Nýr kafli er hafinn í lífi mínu. Ég er orðinn nasisti. Ég er hvítt vald,“ og að auki mun hann hafa skrifað að hann væri „tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn“ og að hann væri „hermaður Hitlers.“ Þessu neitaði pilturinn við aðalmeðferð málsins og kvaðst ekki kannast við þau skrif. Engu að síður var niðurstaðan sú að pilturinn var fundinn sekur og dómur þyngdur. Danmörk Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Tekur fyrir að hafa verið „hermaður Hitlers“ Sautján ára danskur drengur tekur fyrir það í héraðsdómnum í Holbæk að hafa verið hluti af nýnasískum hryðjuverkasamtökum og að hafa verið „hermaður Hitlers.“ Hann var handtekinn fyrir grun um aðild að alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum árið 2022 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 25. apríl 2024 13:33 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Í fyrra hlaut pilturinn fimm og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi í Holbæk fyrir tilraun til að fá skólafélaga sinn til að ganga í samtökin, en var þá sýknaður af ákæru fyrir þátttöku í samtökunum. Þeirri niðurstöðu héraðsdóms var áfrýjunardómstóllinn ósammála og dómurinn þyngdur. Pilturinn hefur ávallt neitað sök og fór fram á sýknu. Landsréttur lagði áherslu á að pilturinn hafi „ítarlega þekkingu” á hugmyndafræði samtakanna, og komst dómari því að þeirri niðurstöðu að sannað væri að pilturinn hafi gegnt leiðandi hlutverki hjá samtökunum að því er segir í frétt Danska ríkisútvarpsins, DR, um málið. Pilturinn var handtekinn í apríl árið 2022 eftir að lögregla hafði fengið ábendingu um að hann væri liðsmaður í samtökunum Feuerkrieg Division. Hugmyndafræði samtakanna er innblásin af nasisma og kynþáttahyggju með áherslu á yfirburði hvítra. Það var mat ákæruvaldsins að pilturinn aðhyllist verulega hugmyndafræði nasista, en meðal gagna málsins var dagbók piltsins þar sem hann lýsir sjálfum sér sem nasista. Meðal þess sem hann ku hafa skrifað eru orðin „Nýr kafli er hafinn í lífi mínu. Ég er orðinn nasisti. Ég er hvítt vald,“ og að auki mun hann hafa skrifað að hann væri „tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn“ og að hann væri „hermaður Hitlers.“ Þessu neitaði pilturinn við aðalmeðferð málsins og kvaðst ekki kannast við þau skrif. Engu að síður var niðurstaðan sú að pilturinn var fundinn sekur og dómur þyngdur.
Danmörk Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Tekur fyrir að hafa verið „hermaður Hitlers“ Sautján ára danskur drengur tekur fyrir það í héraðsdómnum í Holbæk að hafa verið hluti af nýnasískum hryðjuverkasamtökum og að hafa verið „hermaður Hitlers.“ Hann var handtekinn fyrir grun um aðild að alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum árið 2022 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 25. apríl 2024 13:33 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Tekur fyrir að hafa verið „hermaður Hitlers“ Sautján ára danskur drengur tekur fyrir það í héraðsdómnum í Holbæk að hafa verið hluti af nýnasískum hryðjuverkasamtökum og að hafa verið „hermaður Hitlers.“ Hann var handtekinn fyrir grun um aðild að alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum árið 2022 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 25. apríl 2024 13:33