Tekur fyrir að hafa verið „hermaður Hitlers“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. apríl 2024 13:33 Hann var dæmdur til fimm og hálfs árs fangelsisvistar af héraðsdómnum í Holbæk árið 2022. EPA/Mads Claus Rasmussen Sautján ára danskur drengur tekur fyrir það í héraðsdómnum í Holbæk að hafa verið hluti af nýnasískum hryðjuverkasamtökum og að hafa verið „hermaður Hitlers.“ Hann var handtekinn fyrir grun um aðild að alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum árið 2022 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Héraðsdómstóll í Holbæk á Sjálandi dæmdi drenginn í fyrra til fangelsisvistar í fimm og hálft ár vegna þess að hann hafði gert tilraun til að sannfæra skólafélaga um að ganga til liðs við hópinn Feuerkrieg Division. Samtökin eru alþjóðleg samtök nýnasista sem kallar eftir „kynþáttastríði“ og trúir að heiminum sé stýrt af gyðingum. Hann hefur nú áfrýjað málinu og var það tekið fyrir í áfrýjunardómstól í dag. DR hefur eftir Lasse Martin Dueholm, verjanda drengsins, að krafist sé að dómurinn sé látinn niður falla og til vara að refsingin sé milduð. Tók sér Al-Kaída til fyrirmyndar Dómurinn frá því í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að drengurinn hafi verið meðlimur í samtökunum en að ekki stafaði bein hryðjuverkahætta af honum og því var hann sýknaður af alvarlegustu kæruliðum ákæruvaldsins. Vorið 2022 var drengurinn handtekinn og fannst eintak af Mein Kampf sjálfsævisögu Hitlers ásamt nasistafána og fleiri munum af því tagi. Meginþorri starfsemi Feuerkrieg Division fer fram á internetinu og hefur hinn ákærði tekið virkan þátt í henni. Á samskiptavettvangi samtakanna skrifaði hann meðal annars að Feuerkrieg Divison mætti taka sér Al-Kaída til fyrirmyndar „fyrir utan allt íslamska draslið.“ „Við getum orðið enn betri. Við viljum ekkert fljúga á neinn turn. Við viljum fljúga á kjarnorkuver,“ skrifar drengurinn og vísar til hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana í september ársins 2001. Drengurinn þvertekur fyrir að vera nasisti. Hann gengst við ummælum sínum á internetinu en þau hafi aðeins verið gerð í gamni. Hann hefur síðan um vorið 2022 setið í gæsluvarðhaldi. Danmörk Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Héraðsdómstóll í Holbæk á Sjálandi dæmdi drenginn í fyrra til fangelsisvistar í fimm og hálft ár vegna þess að hann hafði gert tilraun til að sannfæra skólafélaga um að ganga til liðs við hópinn Feuerkrieg Division. Samtökin eru alþjóðleg samtök nýnasista sem kallar eftir „kynþáttastríði“ og trúir að heiminum sé stýrt af gyðingum. Hann hefur nú áfrýjað málinu og var það tekið fyrir í áfrýjunardómstól í dag. DR hefur eftir Lasse Martin Dueholm, verjanda drengsins, að krafist sé að dómurinn sé látinn niður falla og til vara að refsingin sé milduð. Tók sér Al-Kaída til fyrirmyndar Dómurinn frá því í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að drengurinn hafi verið meðlimur í samtökunum en að ekki stafaði bein hryðjuverkahætta af honum og því var hann sýknaður af alvarlegustu kæruliðum ákæruvaldsins. Vorið 2022 var drengurinn handtekinn og fannst eintak af Mein Kampf sjálfsævisögu Hitlers ásamt nasistafána og fleiri munum af því tagi. Meginþorri starfsemi Feuerkrieg Division fer fram á internetinu og hefur hinn ákærði tekið virkan þátt í henni. Á samskiptavettvangi samtakanna skrifaði hann meðal annars að Feuerkrieg Divison mætti taka sér Al-Kaída til fyrirmyndar „fyrir utan allt íslamska draslið.“ „Við getum orðið enn betri. Við viljum ekkert fljúga á neinn turn. Við viljum fljúga á kjarnorkuver,“ skrifar drengurinn og vísar til hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana í september ársins 2001. Drengurinn þvertekur fyrir að vera nasisti. Hann gengst við ummælum sínum á internetinu en þau hafi aðeins verið gerð í gamni. Hann hefur síðan um vorið 2022 setið í gæsluvarðhaldi.
Danmörk Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira