Hart sótt að Sunak vegna hugmynda um herþjónustu fyrir 18 ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2024 07:09 Kosningabaráttan er hafin og Sunak verið á ferð og flugi að hitta kjósendur. Með honum í för er eigikona hans, Akshata Murty, en faðir hennar er meðal ríkustu manna heims. AP/Chris Ratcliffe Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir hugmyndir sem hann varpaði fram á dögunum um að taka upp herþjónustu fyrir 18 ára. Forsætisráðherrann sagði Íhaldsflokkinn hyggjast skikka 18 ára einstaklinga til að sinna samfélagsþjónustu, annað hvort með því að ganga í herinn eða sinna öðrum störfum eina viku í mánuði. Útfærslan virðist aðeins á reiki en tilgangurinn ku meðal annars sá að rækta hjá unga fólkinu skyldurækni gagnvart landi og þjóð. Sunak boðaði á dögunum til þingkosninga í júlí, sem kom nokkuð á óvart þar sem allar kannanir benda til þess að Íhaldsflokkurinn muni bíða afhroð. Þá þykir þetta nýjasta útspil ekki munu verða til þess að auka fylgi flokksins. Talsmenn Verkamannaflokksins voru ekki lengi að gagnrýna hugmyndirnar, sem þeir sögðu ekki annað en enn eitt kostnaðarsamt kosningaloforð Íhaldsmanna. Hugmyndirnar væru í raun til marks um hugmyndaþurrð. Undir þetta taka fyrrverandi yfirmenn innan hersins, sem segja um að ræða gríðarlega kostnaðarsamt uppátæki. „Það gleður mig ef fleira ungt fólk kynnir sér varnarmál og langar að taka þátt... en þetta er klikkað,“ hefur Guardian eftir Alan West, fyrrverandi yfirmanni hjá sjóhernum. „Við þurfum að verja meiru til varnarmála en með því að gera það sem hann er að leggja til erum við að sjúga pening frá varnarmálum.“ Richard Dannatt, annar fyrrverandi yfirmaður innan hersins, segir hugmyndirnar lítið annað en kosningabrellu. „Kostnaðurinn við þetta yrði talsverður þegar kemur að þjálfun og innviðum. Það er ekki bara hægt að láta þetta á herðar hersins sem eitt verkefnið í viðbót.“ Það vekur athygli að hugmyndunum var varpað fram aðeins tveimur dögum eftir að varnarmálaráðherrann Andrew Murrison sagði að stjórnvöld hefðu ekki í hyggju að taka upp herþjónustu fyrir ungt fólk, þar sem skaðinn yrði mögulega meiri en ávinningurinn. Það gæti til að mynda komið niður á hernum ef mögulega óviljug ungmenni yrðu skikkuð til að sinna herþjónustu með atvinnuhermönnum og á hinn bóginn hefði það takmarkað gagn að halda þeim aðskildum frá öðrum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Forsætisráðherrann sagði Íhaldsflokkinn hyggjast skikka 18 ára einstaklinga til að sinna samfélagsþjónustu, annað hvort með því að ganga í herinn eða sinna öðrum störfum eina viku í mánuði. Útfærslan virðist aðeins á reiki en tilgangurinn ku meðal annars sá að rækta hjá unga fólkinu skyldurækni gagnvart landi og þjóð. Sunak boðaði á dögunum til þingkosninga í júlí, sem kom nokkuð á óvart þar sem allar kannanir benda til þess að Íhaldsflokkurinn muni bíða afhroð. Þá þykir þetta nýjasta útspil ekki munu verða til þess að auka fylgi flokksins. Talsmenn Verkamannaflokksins voru ekki lengi að gagnrýna hugmyndirnar, sem þeir sögðu ekki annað en enn eitt kostnaðarsamt kosningaloforð Íhaldsmanna. Hugmyndirnar væru í raun til marks um hugmyndaþurrð. Undir þetta taka fyrrverandi yfirmenn innan hersins, sem segja um að ræða gríðarlega kostnaðarsamt uppátæki. „Það gleður mig ef fleira ungt fólk kynnir sér varnarmál og langar að taka þátt... en þetta er klikkað,“ hefur Guardian eftir Alan West, fyrrverandi yfirmanni hjá sjóhernum. „Við þurfum að verja meiru til varnarmála en með því að gera það sem hann er að leggja til erum við að sjúga pening frá varnarmálum.“ Richard Dannatt, annar fyrrverandi yfirmaður innan hersins, segir hugmyndirnar lítið annað en kosningabrellu. „Kostnaðurinn við þetta yrði talsverður þegar kemur að þjálfun og innviðum. Það er ekki bara hægt að láta þetta á herðar hersins sem eitt verkefnið í viðbót.“ Það vekur athygli að hugmyndunum var varpað fram aðeins tveimur dögum eftir að varnarmálaráðherrann Andrew Murrison sagði að stjórnvöld hefðu ekki í hyggju að taka upp herþjónustu fyrir ungt fólk, þar sem skaðinn yrði mögulega meiri en ávinningurinn. Það gæti til að mynda komið niður á hernum ef mögulega óviljug ungmenni yrðu skikkuð til að sinna herþjónustu með atvinnuhermönnum og á hinn bóginn hefði það takmarkað gagn að halda þeim aðskildum frá öðrum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira