Erlent

Átta á sjúkra­húsi eftir mikla ó­kyrrð

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Flugvélin lenti samkvæmt áætlun í Dyflinni í hádeginu.
Flugvélin lenti samkvæmt áætlun í Dyflinni í hádeginu. AP/Michael Probst

Átta farþegar voru fluttir á sjúkrahús eftir að flug frá Doha til Dyflinnar lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum yfir Tyrklandi. Samkvæmt flugvallaryfirvöldum í Dyflinni slösuðust sex farþegar og sex áhafnarmeðlimir.

Fyrr í vikunni lenti annað flug í þvílíkri ókyrrð að breskur maður á áttræðisaldri lét lífið og tugir slösuðust.

Flugið var á vegum flugfélagsins Qatar Airways og það lenti á tilætluðum áfangastað skömmu fyrir eitt í dag. Viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang og tóku á móti slösuðum farþegum og áhafnarmeðlimum við komu þeirra til Írlands.

Hlúð var að hinum slösuðu og gáð að öllum farþegum áður en stigið var frá borði. Heimferð flugvélarinnar hafi verið seinkað örlítið.

Paul Mocc, einn farþeganna lýsti því að farþegar þeyttust upp að lofti flugvélarinnar og að matur og drykkur hafi flogið um alla vél. Eftir að ókyrrðina lægði hafi hann séð áhafnarmeðlimi haltra um ganginn með plástra. Þessu lýsti hann í samtali við ríkisútvarp Írlands.


Tengdar fréttir

Lýsa hrika­legum að­stæðum í flugi Singa­por­e Air­lines: „Það var svo mikið öskrað“

Farþegar í flugvél Singapore Airlines lýsa hrikalegum aðstæðum í mikilli ókyrrð í gær. Vélin var á leið frá London til Singapúr en lenti í Bangkok eftir að hafa lent í ókyrrð. Einn lést og eru tugir slasaðir. 229 voru um borð í vélinni sem er af gerð Boeing 777. Alls voru ríkisborgarar frá 56 löndum í vélinni, þar á meðal einn Íslendingur.

Ástæða fyrir því að spenna beltin í flugi

Vanir flugfarþegar þekkja það að upplifa mikla ókyrrð um borð. Það getur valdið örum hæðabreytingum í flugi og veldur mörgum einnig miklum óþægindum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir ástæðu fyrir því að mælst sé til þess að farþegar sitji með sætisólar spenntar á meðan flugi stendur.

Íslendingurinn á meðal þeirra sem slösuðust

Íslendingurinn sem var meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í gær var meðal þeirra þrjátíu sem fluttir voru á sjúkrahús. Einn lést í ókyrrðinni og sjö slösuðust alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×