Lýsa hrikalegum aðstæðum í flugi Singapore Airlines: „Það var svo mikið öskrað“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. maí 2024 10:58 Flogið var með farþega frá Bangkok til Singapúr í gær. Á myndinni má sjá fjölskyldumeðlimi þeirra taka á móti þeim seint í gær. Vísir/EPA Farþegar í flugvél Singapore Airlines lýsa hrikalegum aðstæðum í mikilli ókyrrð í gær. Vélin var á leið frá London til Singapúr en lenti í Bangkok eftir að hafa lent í ókyrrð. Einn lést og eru tugir slasaðir. 229 voru um borð í vélinni sem er af gerð Boeing 777. Alls voru ríkisborgarar frá 56 löndum í vélinni, þar á meðal einn Íslendingur. „Allir flugþjónar sem ég sá voru slasaðir á einn eða annan hátt, kannski með sár á höfði,“ segir Bretinn Andrew Davies í samtali við fréttastofu Sky News en í umfjöllun þeirra er rætt við nokkra farþega vélarinnar. Davies segir að kveikt hafi verið á sætisbeltaljósi í vélinni en að flugáhöfnin hafi ekki haft tíma til að setjast. „Guði sé lof að ég gerði það því eftir smástund varð allt vitlaust,“ segir Davies um að hafa sett á sig sætisbeltið, í öðru viðtali við CNN. „Það var eins og vélin hefði bara hrapað. Það varði örugglega í nokkrar sekúndur, en ég man mjög vel eftir því að hafa séð skó og Ipad og Iphone og sessur og teppi og hnífapör og diska og glös á flugi í vélinni og lenda á lofti hennar. Herramaðurinn sem sat næst mér var að drekka kaffi sem fór beint yfir mig og upp í loft,“ segir Davies í viðtalinu. Allir sem ekki voru í belti flugu upp í loft Hann segir farþegann sem lést hafa setið fyrir aftan sig og fólk hafi reynt að sinna honum eftir að vélin hrapaði. „Það var öskrað svo mikið,“ segir Davies og að margir hafi verið slasaðir. „Einhverjir ráku höfuð sín í farangursgeymslu fyrir ofan og fengu sár. Þau rákust í þar sem ljósin og grímurnar eru en fóru beint í gegnum það,“ er haft eftir öðrum farþega, Dzafran Azmir, í viðtali við Reuters. „Mjög skyndilega var mjög dramatískt fall þannig allir sem sátu og voru ekki í belti fóru beint upp í loft,“ segir Azmir og að þetta hafi gerst svo hratt að fólk hafi ekki getað brugðist við. Kittipong Kittikachorn, framkvæmdastjóri Suvarnabhumi flugvallarins í Bangkok, sagði á blaðamannafundi í gær að flugvélin hafi farið skyndilega niður um leið og farþegar voru að fá að borða. Hann sagði sjö farþega alvarlega slasaða og 23 farþega með minniháttar áverka. Auk þeirra væru níu flugáhafnarmeðlimir einnig með minniháttar áverka. Hann sagði útlit fyrir að breski maðurinn, sem lést í fluginu, hafi fengið hjartaáfall en að heilbrigðisyfirvöld þurfi að staðfesta það. Tugir slasaðir Síðar í gær kom fram í tilkynningu frá Samitivej Srinakarin spítala í Bangkok að 71 einstaklingur hefði leitað til þeirra og verið sinnt með áverka. Þar á meðal hefðu verið sex sem væru alvarlega slösuð. Í frétt AP segir að ekki hafi fengist útskýringar á því hvers vegna fjöldi slasaðra var ekki sá sami í tilkynningu flugvallar og spítala. Þar kemur einnig fram að vélin hafi að mestu verið í 37 þúsund fetum en hafi, á einum tímapunkti, skyndilega fallið í 31 þúsund fet á þremur mínútum. Þetta átti sér stað þegar vélin var stödd yfir Andaman-hafi nærri Mjanmar. Flugmaðurinn sendi á þeim tímapunkti frá sér neyðarkall. Vélinni hafi svo verið flogið í þeirri flughæð í um tíu mínútur áður en flugáætlun var breytt og ákveðið að lenda í Bangkok. Vélinni var svo lent þar um einum og hálfum klukkutíma síðar. Þetta er byggt á greiningu miðilsins á gögnum frá FlightRadar24. Ókyrrð ógni ekki flugvélum heldur fólki Ekki er ljóst hverjar veðuraðstæður voru þegar vélin lenti í ókyrrð. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sagði í viðtali á Vísí í gær að ákveðin veðurskilyrði geti valdið harkalegri ókyrrð en það eigi ekki að ógna sterkbyggðum vélum. Ókyrrð á sér ekki aðeins stað þegar flogið er í gegnum storm. Á Vísindavef Háskóla Íslands segir að ókyrrð í háloftum sé helst að finna þar sem er mikið vindsnið, það er vindhraði breytist hratt. Fréttastofa kann ekki deili á Íslendingnum sem var á meðal farþega. Veistu um hvern ræðir? Við tökum við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Singapúr Taíland Fréttir af flugi Samgönguslys Tengdar fréttir Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
„Allir flugþjónar sem ég sá voru slasaðir á einn eða annan hátt, kannski með sár á höfði,“ segir Bretinn Andrew Davies í samtali við fréttastofu Sky News en í umfjöllun þeirra er rætt við nokkra farþega vélarinnar. Davies segir að kveikt hafi verið á sætisbeltaljósi í vélinni en að flugáhöfnin hafi ekki haft tíma til að setjast. „Guði sé lof að ég gerði það því eftir smástund varð allt vitlaust,“ segir Davies um að hafa sett á sig sætisbeltið, í öðru viðtali við CNN. „Það var eins og vélin hefði bara hrapað. Það varði örugglega í nokkrar sekúndur, en ég man mjög vel eftir því að hafa séð skó og Ipad og Iphone og sessur og teppi og hnífapör og diska og glös á flugi í vélinni og lenda á lofti hennar. Herramaðurinn sem sat næst mér var að drekka kaffi sem fór beint yfir mig og upp í loft,“ segir Davies í viðtalinu. Allir sem ekki voru í belti flugu upp í loft Hann segir farþegann sem lést hafa setið fyrir aftan sig og fólk hafi reynt að sinna honum eftir að vélin hrapaði. „Það var öskrað svo mikið,“ segir Davies og að margir hafi verið slasaðir. „Einhverjir ráku höfuð sín í farangursgeymslu fyrir ofan og fengu sár. Þau rákust í þar sem ljósin og grímurnar eru en fóru beint í gegnum það,“ er haft eftir öðrum farþega, Dzafran Azmir, í viðtali við Reuters. „Mjög skyndilega var mjög dramatískt fall þannig allir sem sátu og voru ekki í belti fóru beint upp í loft,“ segir Azmir og að þetta hafi gerst svo hratt að fólk hafi ekki getað brugðist við. Kittipong Kittikachorn, framkvæmdastjóri Suvarnabhumi flugvallarins í Bangkok, sagði á blaðamannafundi í gær að flugvélin hafi farið skyndilega niður um leið og farþegar voru að fá að borða. Hann sagði sjö farþega alvarlega slasaða og 23 farþega með minniháttar áverka. Auk þeirra væru níu flugáhafnarmeðlimir einnig með minniháttar áverka. Hann sagði útlit fyrir að breski maðurinn, sem lést í fluginu, hafi fengið hjartaáfall en að heilbrigðisyfirvöld þurfi að staðfesta það. Tugir slasaðir Síðar í gær kom fram í tilkynningu frá Samitivej Srinakarin spítala í Bangkok að 71 einstaklingur hefði leitað til þeirra og verið sinnt með áverka. Þar á meðal hefðu verið sex sem væru alvarlega slösuð. Í frétt AP segir að ekki hafi fengist útskýringar á því hvers vegna fjöldi slasaðra var ekki sá sami í tilkynningu flugvallar og spítala. Þar kemur einnig fram að vélin hafi að mestu verið í 37 þúsund fetum en hafi, á einum tímapunkti, skyndilega fallið í 31 þúsund fet á þremur mínútum. Þetta átti sér stað þegar vélin var stödd yfir Andaman-hafi nærri Mjanmar. Flugmaðurinn sendi á þeim tímapunkti frá sér neyðarkall. Vélinni hafi svo verið flogið í þeirri flughæð í um tíu mínútur áður en flugáætlun var breytt og ákveðið að lenda í Bangkok. Vélinni var svo lent þar um einum og hálfum klukkutíma síðar. Þetta er byggt á greiningu miðilsins á gögnum frá FlightRadar24. Ókyrrð ógni ekki flugvélum heldur fólki Ekki er ljóst hverjar veðuraðstæður voru þegar vélin lenti í ókyrrð. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sagði í viðtali á Vísí í gær að ákveðin veðurskilyrði geti valdið harkalegri ókyrrð en það eigi ekki að ógna sterkbyggðum vélum. Ókyrrð á sér ekki aðeins stað þegar flogið er í gegnum storm. Á Vísindavef Háskóla Íslands segir að ókyrrð í háloftum sé helst að finna þar sem er mikið vindsnið, það er vindhraði breytist hratt. Fréttastofa kann ekki deili á Íslendingnum sem var á meðal farþega. Veistu um hvern ræðir? Við tökum við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is.
Fréttastofa kann ekki deili á Íslendingnum sem var á meðal farþega. Veistu um hvern ræðir? Við tökum við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is.
Singapúr Taíland Fréttir af flugi Samgönguslys Tengdar fréttir Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11