Enski boltinn

Stutt­orður Guar­diola: „Óskaði þeim til hamingju með frá­bært tíma­bil“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pep trúir ekki eigin augum.
Pep trúir ekki eigin augum. Alex Dodd/Getty Images

Það var heldur stuttorður Pep Guardiola sem mætti í viðtal eftir 2-1 tap Manchester City gegn nágrönnum sínum í Manchester United í úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta á laugardag.

„Óskaði þeim til hamingju með frábært tímabil,“ sagði Pep aðspurður hvað hann hefði sagt við sína menn eftir leik. 

„Við töpuðum leiknum. Til hamingju United. Þetta var jafn leikur. Þetta getur margt gerst. Á endanum skoruðu þeir tvö mörk og við gátum ekki skorað fleiri,“ sagði Pep aðspurður hvað hefði gerst í leiknum.

Pep var spurður hvort honum hefði fundist Man United betra liðið í dag. Svarið var heldur stutt:

„Nei.“

„Í síðari hálfleik vorum við mun betri aðilinn. Man United er öflugt í skyndisóknum og hefur alltaf verið. Í fyrri hálfleik áttum við í smá vandræðum en í síðari hálfleik vorum við betra liðið. Heilt yfir var þetta fín frammistaða í úrslitaleik,“ sagði Guardiola að lokum en Man Utd var 2-0 yfir í hálfleik.


Tengdar fréttir

Bikar­meistarinn Bruno: „Þurftum að fórna og þjást en við gerðum magnaða hluti“

„Þetta var síðasti möguleikinn á að ná einhverju jákvæðu út úr tímabilinu. Við vorum hér [í úrslitum ensku bikarkeppninnar] í fyrra en vorum ekki nægilega góðir þá og þurftum að horfa á þá taka við bikarnum,“ sagði Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, eftir 2-1 sigur á Englandsmeisturum Man City í úrslitum ensku bikarkeppninni í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×