Enski boltinn

Fyrstu táningarnir síðan Ron­aldo árið 2004

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir tveir eiga framtíðina fyrir sér.
Þessir tveir eiga framtíðina fyrir sér. Manchester United

Táningarnir Alejandro Garnacho og Kobbie Mainoo voru á skotskónum þegar Manchester United lagði nágranna sína í Man City í úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í dag. Þeir eru fyrstu táningarnir til að skora í úrslitaleik keppninnar síðan Cristiano Ronaldo gerði það árið 2004.

Alls hafa aðeins fjórir táningar skorað í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar, þeirrar elstu og virtustu. Allir fjórir gerðu það í treyju Man United.

Norman Whiteside áorkaði það 1983, Ronaldo 2004 og svo þeir Garnacho og Mainoo í 2-1 sigri í dag. Fyrra markið skoraði Garnacho eftir skelfileg varnarmistök Man City á meðan Mainoo skoraði eftir stórglæsilega sókn.

Dugði það Man United til sigurs og bikarinn þeirra í fyrsta sinn síðan 2016 þegar liðið lagði Crystal Palace í úrslitum. Var það síðasti leikur Louis Van Gaal með Man Utd en talið er að mögulega hafi leikur dagsins verið síðasti leikur Erik Ten Hag með Man United. Það á þó eftir að koma í ljós.


Tengdar fréttir

Bikar­meistarinn Bruno: „Þurftum að fórna og þjást en við gerðum magnaða hluti“

„Þetta var síðasti möguleikinn á að ná einhverju jákvæðu út úr tímabilinu. Við vorum hér [í úrslitum ensku bikarkeppninnar] í fyrra en vorum ekki nægilega góðir þá og þurftum að horfa á þá taka við bikarnum,“ sagði Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, eftir 2-1 sigur á Englandsmeisturum Man City í úrslitum ensku bikarkeppninni í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×