Erlent

Einn látinn eftir mikla ó­kyrrð í lofti

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ekki er að fullu ljóst hvað gekk á um borð í vélinni í morgun en ljóst að hristingurinn hefur verið afar mikill. 
Ekki er að fullu ljóst hvað gekk á um borð í vélinni í morgun en ljóst að hristingurinn hefur verið afar mikill.  EPA-EFE/MARK R. CRISTINO

Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore.

Vélinni, sem er af gerðinni Boeing 777, var lent í Bangkok í Tælandi eftir atvikið, sem varð klukkan átta í morgun að íslenskum tíma. Þar var hinum slösuðu var komið undir læknishendur. 211 voru um borð og átján í áhöfn að sögn flugfélagsins.

Í tilkynningu harmar félagið atvikið og sendir samúðarkveðjur til aðstanda hins látna. Enn er nokkuð óljóst hvað nákvæmlega gekk á um borð í vélinni í morgun.

Það er algengt að vélar lendi í ókyrrð í háloftunum þótt alvarleg atvik á borð við þetta séu fremur fátíð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×