Ástæða fyrir því að spenna beltin í flugi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. maí 2024 19:54 Vísir/Vilhelm Vanir flugfarþegar þekkja það að upplifa mikla ókyrrð um borð. Það getur valdið örum hæðabreytingum í flugi og veldur mörgum einnig miklum óþægindum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir ástæðu fyrir því að mælst sé til þess að farþegar sitji með sætisólar spenntar á meðan flugi stendur. Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í harkalegri ókyrrð á leið sinni frá Lundúnum til Singapúr með þeim afleiðingum að breskur farþegi á áttræðisaldri lést og þrjátíu slösuðust. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvað gerðist en samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins var það líklega hjartaáfall sem dró manninn til bana. Mikilvægt að hlýða öryggistilmælum Lítið er vitað með vissu um aðstæður þegar ókyrrðina bar að en Jón Þór segir að atvik sem þessi sýni fram á mikilvægi þess að farþegar hlýði öryggistilmælum áhafnar. „Hjá öllum flugfélögum sem ég þekki til þá er tekið fram í ræðum flugstjóra að menn mælist til þess að fólk sé með sætisólar spenntar þegar setið er. Hins vegar eru sætisólaljósin slökkt til þess að fólk geti brugðið sér á salernið. Reglan er sú og þetta er yfirleitt tekið fram í ávarpi flugfreyju líka að fólk sitji með sætisólar fast spenntar. Það er akkúrat af þessari ástæðu,“ segir Jón Þór. Hann segist þó lítið ekkert vita um aðstæður flugs Singapore Airlines en að ákveðin veðurskilyrði geti valdið harkalegri ókyrrð. „Flugmenn fara ítarlega yfir veðurspár á flugleiðum í undirbúningi flugs og fylgjast síðan með hvort það séu einhverjar breytingar í veðri og reyna þá að fara fram hjá slíku. En það getur alveg komið til að það sé svokölluð heiðkvika sem er ekki í spá,“ segir Jón Þór. Engar áhyggjur af vélunum Þar sem loftið í háloftunum er þurrt og lítið um ský er loftið að jafnaði tært og ókyrrðin ósýnileg þótt hún sé áþreifanleg, að því er segir á Vísindavefnum. Jón Þór segir að mikil ókyrrð ógni þó ekki sterkbyggðum flugvélunum. „Hættan er í því að einhver geti slasast um borð í ókyrrð. En þessar vélar eru ótrúlega sterkbyggðar þannig maður hefur ekki áhyggjur af því að vélin skemmist en fólk getur slasast. Maður hefur áhyggjur af því,“ segir hann. Eru flugmenn þjálfaðir í að bregðast við slíkum aðstæðum? „Já, það eru verkferlar í kringum það sem allir flugmenn kunna,“ segir Jón Þór. „Það er almenn og viðtekin regla í farþegaflugi að sætisólar séu hafðar spenntar og að setið sé í sætum á meðan flugi stendur. Það er meira að segja farið fram á það að fólk sitji með sætisólar fast spenntar þar til fólk er komið upp að flugstöðvarbyggingu og búið er að slökkva á sætisbeltaljósinu aftur. Það er bara til að koma í veg fyrir slys eða eitthvað óðagot ef að eitthvað kemur upp á,“ segir Jón Þór loks. Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Singapúr Bretland Tengdar fréttir Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. 21. maí 2024 16:03 Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í harkalegri ókyrrð á leið sinni frá Lundúnum til Singapúr með þeim afleiðingum að breskur farþegi á áttræðisaldri lést og þrjátíu slösuðust. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvað gerðist en samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins var það líklega hjartaáfall sem dró manninn til bana. Mikilvægt að hlýða öryggistilmælum Lítið er vitað með vissu um aðstæður þegar ókyrrðina bar að en Jón Þór segir að atvik sem þessi sýni fram á mikilvægi þess að farþegar hlýði öryggistilmælum áhafnar. „Hjá öllum flugfélögum sem ég þekki til þá er tekið fram í ræðum flugstjóra að menn mælist til þess að fólk sé með sætisólar spenntar þegar setið er. Hins vegar eru sætisólaljósin slökkt til þess að fólk geti brugðið sér á salernið. Reglan er sú og þetta er yfirleitt tekið fram í ávarpi flugfreyju líka að fólk sitji með sætisólar fast spenntar. Það er akkúrat af þessari ástæðu,“ segir Jón Þór. Hann segist þó lítið ekkert vita um aðstæður flugs Singapore Airlines en að ákveðin veðurskilyrði geti valdið harkalegri ókyrrð. „Flugmenn fara ítarlega yfir veðurspár á flugleiðum í undirbúningi flugs og fylgjast síðan með hvort það séu einhverjar breytingar í veðri og reyna þá að fara fram hjá slíku. En það getur alveg komið til að það sé svokölluð heiðkvika sem er ekki í spá,“ segir Jón Þór. Engar áhyggjur af vélunum Þar sem loftið í háloftunum er þurrt og lítið um ský er loftið að jafnaði tært og ókyrrðin ósýnileg þótt hún sé áþreifanleg, að því er segir á Vísindavefnum. Jón Þór segir að mikil ókyrrð ógni þó ekki sterkbyggðum flugvélunum. „Hættan er í því að einhver geti slasast um borð í ókyrrð. En þessar vélar eru ótrúlega sterkbyggðar þannig maður hefur ekki áhyggjur af því að vélin skemmist en fólk getur slasast. Maður hefur áhyggjur af því,“ segir hann. Eru flugmenn þjálfaðir í að bregðast við slíkum aðstæðum? „Já, það eru verkferlar í kringum það sem allir flugmenn kunna,“ segir Jón Þór. „Það er almenn og viðtekin regla í farþegaflugi að sætisólar séu hafðar spenntar og að setið sé í sætum á meðan flugi stendur. Það er meira að segja farið fram á það að fólk sitji með sætisólar fast spenntar þar til fólk er komið upp að flugstöðvarbyggingu og búið er að slökkva á sætisbeltaljósinu aftur. Það er bara til að koma í veg fyrir slys eða eitthvað óðagot ef að eitthvað kemur upp á,“ segir Jón Þór loks.
Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Singapúr Bretland Tengdar fréttir Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. 21. maí 2024 16:03 Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. 21. maí 2024 16:03
Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11