Enski boltinn

Liverpool aug­lýsir lausa stöðu í þjálfarateymi Arne Slot

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Arne Slot var kynntur sem nýr þjálfari Liverpool síðasta sunnudag. Hann tekur við starfinu af Jurgen Klopp.
Arne Slot var kynntur sem nýr þjálfari Liverpool síðasta sunnudag. Hann tekur við starfinu af Jurgen Klopp. Peter Lous/BSR Agency/Getty Images

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur opnað fyrir umsóknir á LinkedIn um lausa stöðu í þjálfarateymi aðalliðsins. 

Leitað er að sérfræðingi í föstum leikatriðum með UEFA A þjálfaragráðu. Áhugasamir geta sótt um í gegnum LinkedIn síðu Liverpool. 

Staðan var birt í gær og þegar hafa borist rúmlega 100 umsóknir.LinkedIn

„Í þessu hlutverki verður þú taktískur sérfræðingur sem ber ábyrgð á að hámarka frammistöðu liðsins í öllum föstum leikatriðum. Þetta felur í sér ítarlega greiningu, nákvæma áætlanagerð og hæfni til að þjálfa bæði sóknar- og varnaráætlanir af fagmennsku,“ segir í starfslýsingunni á LinkedIn. 

Um er að ræða fullt starf í 35 stunda vinnuviku, launatölur eru ekki gefnar upp en sagðar samkeppnishæfar á sínu sviði. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×