Ísraelar kalla sendiherrana heim frá Noregi, Írlandi og Spáni Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2024 07:26 Israel Katz er utanríkisráðherra Ísraels. Hann segir Ísraela ekki munu bregðast við tíðindum morgunsins þegjandi og hljóðalaust. EPA Utanríkisráðherra Ísraels hefur ákveðið að kalla ísraelska diplómata í Noregi, Spáni og Írlandi heim til skrafs og ráðagerða eftir að stjórnvöld þar tilkynntu í morgun að þau viðurkenndu sjálfstætt ríki Palestínu. AFP greinir frá þessu. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og utanríkisráðherrann Espen Barth Eide tilkynntu á fréttamannafundi sínum í morgun að Noregur muni formlega viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki frá 28. maí. Sagði Støre þetta nauðsynlegt skref til að hægt sé að skapa frið í heimshlutanum og að svokölluð tveggja ríkja lausn væri besta leiðin til að ná fram friði. Simon Harris, forsætisráðherra Írlands, og Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, greindu sömuleiðis frá því í morgun að Írlandi og Spánn muni bæði viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu frá 28. maí. Friður, réttlæti og stöðugleiki Sanchez tilkynnti um ákvörðunina í ræðu á spænska þinginu í morgun. Hann sagði ýmsar ástæður liggja að baki henni en að hægt væri að taka hana saman í þremur orðum - friður, réttlæti og stöðugleiki. „Við verðum að tryggja að tveggja ríkja lausn sé virt og það verða að koma til gagnkvæm öryggisábyrgð. Það er nauðsynlegt að aðilarnir tveir ræði saman um frið og af þeirri ástæðu viðurkennum við Palestínu,“ sagði Sanchez. Hann segir ákvörðunina ekki vera til stuðnings Hamas, heldur í friði og friðsamlegri sambúð. Harris sagðist í ræðu sinni sannfærður um að fleiri ríki komi til með að fylgja Írum, Norðmönnum og Spánverjum að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Hann sagði ennfrefur að íbúar á Gasa þurfi nú að þola miklar þjáningar, harðræði og hungur. Skilaboð um að hryðjuverk borgi sig Eftir að tíðindin bárust í morgun sagðist Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, senda Írum og Norðmönnum skýr skilaboð. „Ísrael mun ekki bregðast við þessu þegjandi og hljóðalaust. Ég hef nú beðið ísraelsku sendiherrana í Noregi og Írlandi um að að koma heim til skrafs og ráðagerða,“ segir Katz. I have instructed the immediate recall of Israel’s ambassadors to Ireland and Norway for consultations in light of these countries' decisions to recognize a Palestinian state.I’m sending a clear and unequivocal message to Ireland and Norway: Israel will not remain silent in the…— ישראל כ”ץ Israel Katz (@Israel_katz) May 22, 2024 Þá segir hann ákvörðunina um að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu senda Palestínumönnum skýr skilaboð um að hryðjuverk borgi sig. Í heildina hafa nú um 145 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ísland viðurkenndi sjálfstætt ríki Palestínu árið 2011 þar sem Palestína er viðurkennt sem fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Noregur Írland Spánn Tengdar fréttir Búist við að Noregur viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og utanríkisráðherrann Espen Barth Eide hafa boðað til blaðamannafundar í dag þar sem búist er við að þeir muni tilkynna að Noregur komi til með að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 22. maí 2024 06:13 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
AFP greinir frá þessu. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og utanríkisráðherrann Espen Barth Eide tilkynntu á fréttamannafundi sínum í morgun að Noregur muni formlega viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki frá 28. maí. Sagði Støre þetta nauðsynlegt skref til að hægt sé að skapa frið í heimshlutanum og að svokölluð tveggja ríkja lausn væri besta leiðin til að ná fram friði. Simon Harris, forsætisráðherra Írlands, og Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, greindu sömuleiðis frá því í morgun að Írlandi og Spánn muni bæði viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu frá 28. maí. Friður, réttlæti og stöðugleiki Sanchez tilkynnti um ákvörðunina í ræðu á spænska þinginu í morgun. Hann sagði ýmsar ástæður liggja að baki henni en að hægt væri að taka hana saman í þremur orðum - friður, réttlæti og stöðugleiki. „Við verðum að tryggja að tveggja ríkja lausn sé virt og það verða að koma til gagnkvæm öryggisábyrgð. Það er nauðsynlegt að aðilarnir tveir ræði saman um frið og af þeirri ástæðu viðurkennum við Palestínu,“ sagði Sanchez. Hann segir ákvörðunina ekki vera til stuðnings Hamas, heldur í friði og friðsamlegri sambúð. Harris sagðist í ræðu sinni sannfærður um að fleiri ríki komi til með að fylgja Írum, Norðmönnum og Spánverjum að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Hann sagði ennfrefur að íbúar á Gasa þurfi nú að þola miklar þjáningar, harðræði og hungur. Skilaboð um að hryðjuverk borgi sig Eftir að tíðindin bárust í morgun sagðist Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, senda Írum og Norðmönnum skýr skilaboð. „Ísrael mun ekki bregðast við þessu þegjandi og hljóðalaust. Ég hef nú beðið ísraelsku sendiherrana í Noregi og Írlandi um að að koma heim til skrafs og ráðagerða,“ segir Katz. I have instructed the immediate recall of Israel’s ambassadors to Ireland and Norway for consultations in light of these countries' decisions to recognize a Palestinian state.I’m sending a clear and unequivocal message to Ireland and Norway: Israel will not remain silent in the…— ישראל כ”ץ Israel Katz (@Israel_katz) May 22, 2024 Þá segir hann ákvörðunina um að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu senda Palestínumönnum skýr skilaboð um að hryðjuverk borgi sig. Í heildina hafa nú um 145 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ísland viðurkenndi sjálfstætt ríki Palestínu árið 2011 þar sem Palestína er viðurkennt sem fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Noregur Írland Spánn Tengdar fréttir Búist við að Noregur viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og utanríkisráðherrann Espen Barth Eide hafa boðað til blaðamannafundar í dag þar sem búist er við að þeir muni tilkynna að Noregur komi til með að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 22. maí 2024 06:13 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Búist við að Noregur viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og utanríkisráðherrann Espen Barth Eide hafa boðað til blaðamannafundar í dag þar sem búist er við að þeir muni tilkynna að Noregur komi til með að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 22. maí 2024 06:13