Sagðist opinn fyrir takmörkunum á getnaðarvarnir Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2024 23:53 Donald Trump, var staddur í New York í dag. AP/Michael M. Santiago Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í dag vera opinn fyrir því að takmarka aðgengi Bandaríkjamanna að getnaðarvörnum og að framboð hans myndi brátt birta stefnuskjal um málefnið. Þetta sagði hann í sjónvarpsviðtali, skömmu áður en hann dróg í land og sagði að ummæli sín hefðu verið rangtúlkuð. Þetta var í fyrsta sinn sem Trump leggur til að hann sé að móta einhverskonar stefnu varðandi getnaðarvarnir frá því Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi. Síðan þá hefur mikil umræða um þungunarrof, getnaðarvarnir og tæknifrjóvganir átt sér stað í Bandaríkjunum. Þegar Hæstiréttur felldi rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi skrifaði Clarence Thomas, einn sex dómara af níu sem skipaður var af forseta úr Repúblikanaflokknum, að dómstóllinn ætti að taka til endurskoðunar dómafordæmi sem tryggði rétt gifts fólks að getnaðarvörnum. Umræðan um getnaðarvarnir snýr að miklu leyti að svokallaðri „neyðarpillu“. Pillu sem konur geta tekið eftir kynmök til að koma í veg fyrir óléttu. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa víða reynt að koma í veg fyrir að konur geti pantað sér slíkar pillur í pósti. Eins og fram kemur í frétt New York Times óttast leiðtogar Repúblikanaflokksins að andstaða við getnaðarvarnir gæti komið niður á flokknum í kosningunum í nóvember. Framboð Joes Biden, forseta og mótframbjóðanda Trumps, stökk á ummælin og dreifði þeim á samfélagsmiðlum. Sarafina Chitika, talskona framboðsins, sagði einnig að konur víðsvegar um Bandaríkin hefðu þjáðst vegna þeirrar martraðar sem Trump hefði valdið, og var hún þar að vísa til áðurnefndrar ákvörðunar íhaldssamra dómara Hæstaréttar Bandaríkjanna. Hún sagði að ef Trump yrði aftur forseti væri ljóst að hann vildi ganga enn lengra og draga úr aðgengi fólks að getnaðarvörnum og þar á meðal neyðarpillunni. Q: Do you support any restrictions on a person’s right to contraception?Trump: We’re looking at that pic.twitter.com/ycrP7rCQL4— Biden-Harris HQ (@BidenHQ) May 21, 2024 Seinna í dag birti Trump færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, þar sem hann sagði aldrei hafa komið til greina að takmarka aðgengi að getnaðarvörnum. Þetta væru einfaldlega „lygar Demókrata“ og falsfréttir. Þegar Trump var spurður út í afstöðu sína í garð takmarkana á því að senda neyðarpillur í pósti í viðtali þann 12. apríl, sagði Trump að hann hefði sterkar skoðanir á því máli og að framboð hans myndi gefa út yfirlýsingu á næstu tveimur vikum. Þann 27. apríl var hann spurður aftur og hét hann þá yfirlýsingu á næstu tveimur vikum en síðan eru liðnar þrjár vikur. Í svari við fyrirspurn frá blaðamönnum AP sögðu talsmenn framboðs Trumps að hann hefði ávallt verið hlynntur því að ákvarðanir um málefni sem þessi ættu að vera á höndum ráðamanna hvers ríkis Bandaríkjanna fyrir sig. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þungunarrof Tengdar fréttir Vitnaleiðslum lokið án framburðar Trump Verjendur Donalds Trump luku við að kalla til vitni í þagnargreiðslumálinu í New York í dag. Trump bar ekki vitni í málinu þrátt fyrir að hann hefði fullyrt að hann ætlaði sér „algerlega“ að gera það áður en réttarhöldin hófust. 21. maí 2024 15:04 „Stöðvið stuldinn“-fáni á lóð dómara eftir árásina á þinghúsið Bandaríski fáninn blakti á hvolfi við heimili hæstaréttardómara dagana eftir að stuðningsmenn Donalds Trump réðust á þinghúsið fyrir þremur árum. Slíkur fáni var tákn stuðningsmannanna sem höfnuðu úrslitum forsetakosninganna en mál sumra þeirra eru nú á borði réttarins. 21. maí 2024 09:39 Samið um kappræður í júní og september Joe Biden Bandaríkjaforseti og Donald Trump, fyrrverandi forseti, hafa samþykkt að mætast í tveimur kappræðum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 16. maí 2024 07:09 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem Trump leggur til að hann sé að móta einhverskonar stefnu varðandi getnaðarvarnir frá því Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi. Síðan þá hefur mikil umræða um þungunarrof, getnaðarvarnir og tæknifrjóvganir átt sér stað í Bandaríkjunum. Þegar Hæstiréttur felldi rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi skrifaði Clarence Thomas, einn sex dómara af níu sem skipaður var af forseta úr Repúblikanaflokknum, að dómstóllinn ætti að taka til endurskoðunar dómafordæmi sem tryggði rétt gifts fólks að getnaðarvörnum. Umræðan um getnaðarvarnir snýr að miklu leyti að svokallaðri „neyðarpillu“. Pillu sem konur geta tekið eftir kynmök til að koma í veg fyrir óléttu. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa víða reynt að koma í veg fyrir að konur geti pantað sér slíkar pillur í pósti. Eins og fram kemur í frétt New York Times óttast leiðtogar Repúblikanaflokksins að andstaða við getnaðarvarnir gæti komið niður á flokknum í kosningunum í nóvember. Framboð Joes Biden, forseta og mótframbjóðanda Trumps, stökk á ummælin og dreifði þeim á samfélagsmiðlum. Sarafina Chitika, talskona framboðsins, sagði einnig að konur víðsvegar um Bandaríkin hefðu þjáðst vegna þeirrar martraðar sem Trump hefði valdið, og var hún þar að vísa til áðurnefndrar ákvörðunar íhaldssamra dómara Hæstaréttar Bandaríkjanna. Hún sagði að ef Trump yrði aftur forseti væri ljóst að hann vildi ganga enn lengra og draga úr aðgengi fólks að getnaðarvörnum og þar á meðal neyðarpillunni. Q: Do you support any restrictions on a person’s right to contraception?Trump: We’re looking at that pic.twitter.com/ycrP7rCQL4— Biden-Harris HQ (@BidenHQ) May 21, 2024 Seinna í dag birti Trump færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, þar sem hann sagði aldrei hafa komið til greina að takmarka aðgengi að getnaðarvörnum. Þetta væru einfaldlega „lygar Demókrata“ og falsfréttir. Þegar Trump var spurður út í afstöðu sína í garð takmarkana á því að senda neyðarpillur í pósti í viðtali þann 12. apríl, sagði Trump að hann hefði sterkar skoðanir á því máli og að framboð hans myndi gefa út yfirlýsingu á næstu tveimur vikum. Þann 27. apríl var hann spurður aftur og hét hann þá yfirlýsingu á næstu tveimur vikum en síðan eru liðnar þrjár vikur. Í svari við fyrirspurn frá blaðamönnum AP sögðu talsmenn framboðs Trumps að hann hefði ávallt verið hlynntur því að ákvarðanir um málefni sem þessi ættu að vera á höndum ráðamanna hvers ríkis Bandaríkjanna fyrir sig.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þungunarrof Tengdar fréttir Vitnaleiðslum lokið án framburðar Trump Verjendur Donalds Trump luku við að kalla til vitni í þagnargreiðslumálinu í New York í dag. Trump bar ekki vitni í málinu þrátt fyrir að hann hefði fullyrt að hann ætlaði sér „algerlega“ að gera það áður en réttarhöldin hófust. 21. maí 2024 15:04 „Stöðvið stuldinn“-fáni á lóð dómara eftir árásina á þinghúsið Bandaríski fáninn blakti á hvolfi við heimili hæstaréttardómara dagana eftir að stuðningsmenn Donalds Trump réðust á þinghúsið fyrir þremur árum. Slíkur fáni var tákn stuðningsmannanna sem höfnuðu úrslitum forsetakosninganna en mál sumra þeirra eru nú á borði réttarins. 21. maí 2024 09:39 Samið um kappræður í júní og september Joe Biden Bandaríkjaforseti og Donald Trump, fyrrverandi forseti, hafa samþykkt að mætast í tveimur kappræðum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 16. maí 2024 07:09 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Vitnaleiðslum lokið án framburðar Trump Verjendur Donalds Trump luku við að kalla til vitni í þagnargreiðslumálinu í New York í dag. Trump bar ekki vitni í málinu þrátt fyrir að hann hefði fullyrt að hann ætlaði sér „algerlega“ að gera það áður en réttarhöldin hófust. 21. maí 2024 15:04
„Stöðvið stuldinn“-fáni á lóð dómara eftir árásina á þinghúsið Bandaríski fáninn blakti á hvolfi við heimili hæstaréttardómara dagana eftir að stuðningsmenn Donalds Trump réðust á þinghúsið fyrir þremur árum. Slíkur fáni var tákn stuðningsmannanna sem höfnuðu úrslitum forsetakosninganna en mál sumra þeirra eru nú á borði réttarins. 21. maí 2024 09:39
Samið um kappræður í júní og september Joe Biden Bandaríkjaforseti og Donald Trump, fyrrverandi forseti, hafa samþykkt að mætast í tveimur kappræðum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 16. maí 2024 07:09