Ekki á heimleið: „Á inni nokkur ár á háu stigi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2024 08:00 Jóhann Berg spilaði lokaleik sinn fyrir þá vínrauðu um helgina. Getty Jóhann Berg Guðmundsson kvaddi Burnley á Englandi um helgina eftir átta ára dvöl. Brottför hans átti sér skamman aðdraganda en hann ákvað sjálfur að slíta samstarfinu. Óvíst er hvað tekur við. Burnley mætti Nottingham Forest í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag en liðið var þegar fallið úr deildinni fyrir leikinn. Jóhann Berg kom inn af varamannabekk liðsins í hálfleik og spilaði til loka. Hann segir hafa verið sérstakt að fá að kveðja aðdáendur liðsins á heimavellinum Turf Moor. „Ég bjóst ekki við að koma inn í hálfleik og var eiginlega hálf pirraður yfir því,“ segir Jóhann brosandi. „Hann hefði bara átt að byrja mér eða koma seinna inn. Það var bara einhver ákvörðun sem hann ákvað að taka á þessum tímapunkti.“ „En þegar maður kom inn á klöppuðu áhorfendurnir fyrir manni og maður fann ástina frá þeim. Auðvitað er maður búinn að gefa gjörsamlega allt fyrir Burnley síðustu ár í gegnum upp og niður tíma líka. Maður hefur átt í erfiðleikum með meiðsli og þeir alltaf staðið við bakið á mér,“ „Svo voru þarna góðir tímar sem við höfum átt saman. Að komast í Evrópudeildina, að spila í ensku úrvalsdeildinni öll þessi ár og svo líka þegar við fórum niður, að vinna Championship deildina var frábært líka. Það var æðislegt að fá að klára þennan hluta míns ferils á Turf Moor,“ Þjálfarinn fór í aðra átt svo Jóhann fer á brott Samningur Jóhanns rennur út í sumar og einhverjar samræður um framlengingu höfðu átt sér stað. Hann ákvað hins vegar sjálfur að endurnýja ekki á föstudaginn síðasta og ætlar sér að róa á önnur mið. Jóhann verður 34 ára í október og segist enn eiga nokkur góð ár eftir á háu stigi. „Ég er búinn að vera þarna í átta ár og finnst ég eiga nóg inni, nokkur ár á háu stigi. Mér fannst spiltíminn seinni hluta tímabilsins var ekki eitthvað sem ég var sáttur við. Mér fannst ég klárlega eiga heima í þessu liði,“ „Hann (þjálfarinn) ákvað að fara í aðra átt, yngri leikmenn og öðruvísi leikmenn en mig. Ég var ekki sammála því, en það er bara hans ákvörðun og allt í góðu með það. Þannig að ég ákvað að þetta væri mitt síðasta ár með Burnley. Ég hef átt þarna frábæra tíma og vonandi á ég fram undan frábæra tíma annars staðar.“ En það er enginn séns á því að Jóhann Berg sé á heimleið? „Nei,“ segir Jóhann hlægjandi. „Það er mjög ólíklegt að ég sé á leiðinni heim. En hvað veit maður nema maður mæti í grænu treyjuna, hver veit.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Burnley mætti Nottingham Forest í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag en liðið var þegar fallið úr deildinni fyrir leikinn. Jóhann Berg kom inn af varamannabekk liðsins í hálfleik og spilaði til loka. Hann segir hafa verið sérstakt að fá að kveðja aðdáendur liðsins á heimavellinum Turf Moor. „Ég bjóst ekki við að koma inn í hálfleik og var eiginlega hálf pirraður yfir því,“ segir Jóhann brosandi. „Hann hefði bara átt að byrja mér eða koma seinna inn. Það var bara einhver ákvörðun sem hann ákvað að taka á þessum tímapunkti.“ „En þegar maður kom inn á klöppuðu áhorfendurnir fyrir manni og maður fann ástina frá þeim. Auðvitað er maður búinn að gefa gjörsamlega allt fyrir Burnley síðustu ár í gegnum upp og niður tíma líka. Maður hefur átt í erfiðleikum með meiðsli og þeir alltaf staðið við bakið á mér,“ „Svo voru þarna góðir tímar sem við höfum átt saman. Að komast í Evrópudeildina, að spila í ensku úrvalsdeildinni öll þessi ár og svo líka þegar við fórum niður, að vinna Championship deildina var frábært líka. Það var æðislegt að fá að klára þennan hluta míns ferils á Turf Moor,“ Þjálfarinn fór í aðra átt svo Jóhann fer á brott Samningur Jóhanns rennur út í sumar og einhverjar samræður um framlengingu höfðu átt sér stað. Hann ákvað hins vegar sjálfur að endurnýja ekki á föstudaginn síðasta og ætlar sér að róa á önnur mið. Jóhann verður 34 ára í október og segist enn eiga nokkur góð ár eftir á háu stigi. „Ég er búinn að vera þarna í átta ár og finnst ég eiga nóg inni, nokkur ár á háu stigi. Mér fannst spiltíminn seinni hluta tímabilsins var ekki eitthvað sem ég var sáttur við. Mér fannst ég klárlega eiga heima í þessu liði,“ „Hann (þjálfarinn) ákvað að fara í aðra átt, yngri leikmenn og öðruvísi leikmenn en mig. Ég var ekki sammála því, en það er bara hans ákvörðun og allt í góðu með það. Þannig að ég ákvað að þetta væri mitt síðasta ár með Burnley. Ég hef átt þarna frábæra tíma og vonandi á ég fram undan frábæra tíma annars staðar.“ En það er enginn séns á því að Jóhann Berg sé á heimleið? „Nei,“ segir Jóhann hlægjandi. „Það er mjög ólíklegt að ég sé á leiðinni heim. En hvað veit maður nema maður mæti í grænu treyjuna, hver veit.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira