Enski boltinn

Foden valinn bestur á Eng­landi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Phil Foden hefur átt frábært tímabil með Manchester City.
Phil Foden hefur átt frábært tímabil með Manchester City. getty/Justin Setterfield

Phil Foden hjá Manchester City var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Á dögunum völdu blaðamenn Foden leikmann ársins og hann fékk svo aðra rós í hnappagatið í dag.

Þetta er fimmta árið í röð sem leikmaður City er valinn leikmaður ársins. Kevin De Bruyne fékk verðlaunin 2020 og 2022, Rúben Dias 2021 og Erling Haaland 2023.

Foden hefur leikið 34 leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur, skorað sautján mörk og lagt upp átta.

City er með tveggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar fyrir lokaumferðina sem fer fram á morgun. Þá mætir City West Ham United og með sigri verður liðið Englandsmeistari fjórða árið í röð.

Foden, sem verður 24 ára síðar í mánuðinum, hefur leikið með City allan sinn feril. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Manchester-liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×