Albert gáttaður á Lárusi Orra: „Hvað meinarðu? Hvað er í gangi hérna?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2024 10:01 Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason deila ekki alltaf sömu skoðunum á hlutunum. stöð 2 sport Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason eru ekki alltaf sammála og voru það svo sannarlega ekki þegar þeir fjölluðu um leik Víkings og FH í Bestu deild karla í Stúkunni á mánudaginn. Böðvar Böðvarsson braut ansi hressilega á Matthíasi Vilhjálmssyni í fyrri hálfleik og í þeim seinni fékk Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, svo sitt annað gula spjald fyrir brot. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, náði skemmtilegum myndum af broti Böðvars sem voru sýndar í Stúkunni. Kjartan Atli Kjartansson bað Lárus Orra og Albert svo um álit á brotinu. „Þetta leit ekki endilega illa út þegar maður sá þetta í vélunum en af þessum myndum að dæma lítur þetta mjög illa út,“ sagði Lárus Orri. Albert var á öndverðu meiði við félaga sinn í þessu máli. „Mér finnst persónulega ekkert að þessu. Ef þú myndir fá Arnar Gunnlaugsson [þjálfara Víkings] í viðtal er ég nokkuð viss um að hann myndi segja nákvæmlega það sama,“ sagði Albert. „Þetta er það sem allir hafa verið að kvarta yfir því að Víkingar hafi verið að gera; fara upp að línunni og mér finnst þetta sem FH-ingar hafa verið að gera núna, í þessum leik og líka í leikjunum í fyrra, sem er greinilega það sem Heimir [Guðjónsson, þjálfari FH] er að reyna að koma inn í liðið. Við heyrðum viðtal við Bödda á .net á laugardaginn þar sem hann talaði um að þeir vilja ná þessari línu, að spila fast, gróft og vera vondir en ekki fara yfir þessa línu. Mér finnst þetta akkúrat á því þaki. Hann er fantur og vondi kallinn í þessari deild og hann spilaði bara rétt þarna.“ Strákarnir fóru svo yfir rauða spjaldið sem Hansen fékk í leiknum í Víkinni sem heimamenn unnu, 2-0. „Er þetta annað gula spjald? Ég er ekki viss um það,“ sagði Lárus Orri. „Lárus, hvað meinarðu?“ sagði Albert hneykslaður. „Hvað er í gangi hérna? Horfðu á Nikolaj. Hann er að segja þér að þetta sé annað gult spjald, bara hvernig hann bregst við þessu.“ „Hann er skíthræddur um að vera rekinn út af. Hann fer ansi hart í boltann en þetta er ekki annað gult spjald,“ sagði Lárus Orri. Klippa: Stúkan - umræða um brotin í Víkinni „Var þetta meira rautt á Bödda en þetta sem seinna gula?“ spurði Albert Lárus Orra sem játti því. „Ég sagði þér að þessi Tenerife-ferð hefði verið eitthvað erfið,“ sagði Albert og hló. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Stúkan Tengdar fréttir „Ef KR-ingar vita að Óskar sé til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir?“ Sérfræðingar Stúkunnar segja að Gregg Ryder, þjálfari KR, sé í erfiðri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu. 14. maí 2024 10:30 „Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32 „Það er eitt að vera góður og annað að fá eitthvað fyrir það“ Víkingur batt enda á sigurgöngu FH með 2-0 sigri í toppslag deildarinnar í kvöld. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði margt jákvætt hægt að taka úr leiknum en var óánægður með hvernig hans lið brást við þegar Víkingur missti mann af velli. 12. maí 2024 22:01 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Böðvar Böðvarsson braut ansi hressilega á Matthíasi Vilhjálmssyni í fyrri hálfleik og í þeim seinni fékk Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, svo sitt annað gula spjald fyrir brot. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, náði skemmtilegum myndum af broti Böðvars sem voru sýndar í Stúkunni. Kjartan Atli Kjartansson bað Lárus Orra og Albert svo um álit á brotinu. „Þetta leit ekki endilega illa út þegar maður sá þetta í vélunum en af þessum myndum að dæma lítur þetta mjög illa út,“ sagði Lárus Orri. Albert var á öndverðu meiði við félaga sinn í þessu máli. „Mér finnst persónulega ekkert að þessu. Ef þú myndir fá Arnar Gunnlaugsson [þjálfara Víkings] í viðtal er ég nokkuð viss um að hann myndi segja nákvæmlega það sama,“ sagði Albert. „Þetta er það sem allir hafa verið að kvarta yfir því að Víkingar hafi verið að gera; fara upp að línunni og mér finnst þetta sem FH-ingar hafa verið að gera núna, í þessum leik og líka í leikjunum í fyrra, sem er greinilega það sem Heimir [Guðjónsson, þjálfari FH] er að reyna að koma inn í liðið. Við heyrðum viðtal við Bödda á .net á laugardaginn þar sem hann talaði um að þeir vilja ná þessari línu, að spila fast, gróft og vera vondir en ekki fara yfir þessa línu. Mér finnst þetta akkúrat á því þaki. Hann er fantur og vondi kallinn í þessari deild og hann spilaði bara rétt þarna.“ Strákarnir fóru svo yfir rauða spjaldið sem Hansen fékk í leiknum í Víkinni sem heimamenn unnu, 2-0. „Er þetta annað gula spjald? Ég er ekki viss um það,“ sagði Lárus Orri. „Lárus, hvað meinarðu?“ sagði Albert hneykslaður. „Hvað er í gangi hérna? Horfðu á Nikolaj. Hann er að segja þér að þetta sé annað gult spjald, bara hvernig hann bregst við þessu.“ „Hann er skíthræddur um að vera rekinn út af. Hann fer ansi hart í boltann en þetta er ekki annað gult spjald,“ sagði Lárus Orri. Klippa: Stúkan - umræða um brotin í Víkinni „Var þetta meira rautt á Bödda en þetta sem seinna gula?“ spurði Albert Lárus Orra sem játti því. „Ég sagði þér að þessi Tenerife-ferð hefði verið eitthvað erfið,“ sagði Albert og hló. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Stúkan Tengdar fréttir „Ef KR-ingar vita að Óskar sé til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir?“ Sérfræðingar Stúkunnar segja að Gregg Ryder, þjálfari KR, sé í erfiðri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu. 14. maí 2024 10:30 „Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32 „Það er eitt að vera góður og annað að fá eitthvað fyrir það“ Víkingur batt enda á sigurgöngu FH með 2-0 sigri í toppslag deildarinnar í kvöld. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði margt jákvætt hægt að taka úr leiknum en var óánægður með hvernig hans lið brást við þegar Víkingur missti mann af velli. 12. maí 2024 22:01 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
„Ef KR-ingar vita að Óskar sé til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir?“ Sérfræðingar Stúkunnar segja að Gregg Ryder, þjálfari KR, sé í erfiðri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu. 14. maí 2024 10:30
„Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32
„Það er eitt að vera góður og annað að fá eitthvað fyrir það“ Víkingur batt enda á sigurgöngu FH með 2-0 sigri í toppslag deildarinnar í kvöld. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði margt jákvætt hægt að taka úr leiknum en var óánægður með hvernig hans lið brást við þegar Víkingur missti mann af velli. 12. maí 2024 22:01