Þorir að veðja bjór á að hún verði áfram forsætisráðherra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. maí 2024 17:58 Mette Frederiksen hefur verið orðuð við stór embætti innan Evrópusambandsins undanfarna mánuði. Ritzau/Thomas Traasdahl Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins, segist myndu veðja bjór á það að hún verði áfram forsætisráðherra eftir sumarfrí ríkisstjórnarinnar. Á blaðamannafundi sem haldinn var á danska þinginu í dag var forsætisráðherrann spurður að því hvort hún þyrði að veðja á að hún haldi embættinu fram yfir sumarfríið. Það eru ekki efasemdir um úthald ríkisstjórnarinnar sem búa að baki spurningunni heldur að frá byrjun árs hafi gárungar sagt það líklegt að hún sæktist eftir embætti innan Evrópusambandsins. „Ég veit ekki hvort ég geti hækkað veðféð aðeins. Einn bjór er smávægilegur. Ég þori að veðja, og ég myndi glöð setja meira inn í púkkið, að ég verði einnig forsætisráðherra Danmerkur eftir sumarið,“ svaraði Frederiksen. Í kjölfar Evrópuþingskosninga sem fara fram í byrjun júní næstkomandi fara viðræður fram milli aðildarlanda um hver komi til með að hreppa stóru embættin. Samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins hefur nafn Mette Frederiksen margoft komið upp í dönskum og alþjóðlegum fjölmiðlum sem mögulegur kandídat í embætti forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Núverandi forseti er hinn belgíski Charles Michel. Leiðtogaráðið heldur fjóra leiðtogafundi yfir árið þar sem stærri ákvarðanir eru teknar og stóru línurnar lagðar, allt frá fjárveitingaáætlunum sambandsins til utanríkismála. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því fyrr á árinu að hún hygðist gefa kost á sér í annað kjörtímabil í embættinu. Þá þykir það auka líkurnar á því að Mette hreppi embættið þar sem hefð er fyrir því að sé forseti framkvæmdarstjórnar sé af hægrivængnum og þá sé sósíaldemókrati forseti leiðtogaráðsins. Charles Michel, núverandi forseti leiðtogaráðsins, býr ekki við mikinn stuðning meðal aðildarþjóða, að sögn Jyllands Posten. Heldur dró úr fjölda stuðningsaðila hans í kjölfar þess að í janúar síðastliðnum tilkynnti hann að hann hefði í huga að gefa kost á sér á Evrópuþinginu en dró svo tilkynninguna tilbaka stuttu seinna. Mette Frederiksen segist þó í dag myndu leggja bjór að veði og jafnvel meira til að hún haldi áfram sem forsætisráðherra og gefi þar af leiðandi ekki kost á sér í Evrópusambandsembætti. Danmörk Evrópusambandið Tengdar fréttir Danir lengja herskylduna Danska ríkisstjórnin hyggst lengja herskyldu í landinu úr fjórum mánuðum í ellefu, koma á herskyldu fyrir konur og stórauka framlög til varnarmála. 13. mars 2024 09:00 Mette aldrei verið óvinsælli Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur aldrei verið óvinsælli samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Epinion sem framkvæmd var á dögunum. 16. desember 2023 12:07 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Á blaðamannafundi sem haldinn var á danska þinginu í dag var forsætisráðherrann spurður að því hvort hún þyrði að veðja á að hún haldi embættinu fram yfir sumarfríið. Það eru ekki efasemdir um úthald ríkisstjórnarinnar sem búa að baki spurningunni heldur að frá byrjun árs hafi gárungar sagt það líklegt að hún sæktist eftir embætti innan Evrópusambandsins. „Ég veit ekki hvort ég geti hækkað veðféð aðeins. Einn bjór er smávægilegur. Ég þori að veðja, og ég myndi glöð setja meira inn í púkkið, að ég verði einnig forsætisráðherra Danmerkur eftir sumarið,“ svaraði Frederiksen. Í kjölfar Evrópuþingskosninga sem fara fram í byrjun júní næstkomandi fara viðræður fram milli aðildarlanda um hver komi til með að hreppa stóru embættin. Samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins hefur nafn Mette Frederiksen margoft komið upp í dönskum og alþjóðlegum fjölmiðlum sem mögulegur kandídat í embætti forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Núverandi forseti er hinn belgíski Charles Michel. Leiðtogaráðið heldur fjóra leiðtogafundi yfir árið þar sem stærri ákvarðanir eru teknar og stóru línurnar lagðar, allt frá fjárveitingaáætlunum sambandsins til utanríkismála. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því fyrr á árinu að hún hygðist gefa kost á sér í annað kjörtímabil í embættinu. Þá þykir það auka líkurnar á því að Mette hreppi embættið þar sem hefð er fyrir því að sé forseti framkvæmdarstjórnar sé af hægrivængnum og þá sé sósíaldemókrati forseti leiðtogaráðsins. Charles Michel, núverandi forseti leiðtogaráðsins, býr ekki við mikinn stuðning meðal aðildarþjóða, að sögn Jyllands Posten. Heldur dró úr fjölda stuðningsaðila hans í kjölfar þess að í janúar síðastliðnum tilkynnti hann að hann hefði í huga að gefa kost á sér á Evrópuþinginu en dró svo tilkynninguna tilbaka stuttu seinna. Mette Frederiksen segist þó í dag myndu leggja bjór að veði og jafnvel meira til að hún haldi áfram sem forsætisráðherra og gefi þar af leiðandi ekki kost á sér í Evrópusambandsembætti.
Danmörk Evrópusambandið Tengdar fréttir Danir lengja herskylduna Danska ríkisstjórnin hyggst lengja herskyldu í landinu úr fjórum mánuðum í ellefu, koma á herskyldu fyrir konur og stórauka framlög til varnarmála. 13. mars 2024 09:00 Mette aldrei verið óvinsælli Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur aldrei verið óvinsælli samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Epinion sem framkvæmd var á dögunum. 16. desember 2023 12:07 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Danir lengja herskylduna Danska ríkisstjórnin hyggst lengja herskyldu í landinu úr fjórum mánuðum í ellefu, koma á herskyldu fyrir konur og stórauka framlög til varnarmála. 13. mars 2024 09:00
Mette aldrei verið óvinsælli Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur aldrei verið óvinsælli samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Epinion sem framkvæmd var á dögunum. 16. desember 2023 12:07