Ísraelsstjórn vígreif þrátt fyrir viðsnúning Bandaríkjamanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2024 06:21 Þúsundir hafa flúið Rafah eftir að Ísraelsher boðaði rýmingu svæðis þar sem ráðist var í aðgerðir. AP/Abdel Kareem Hana „Ég ávarpa óvini Ísrael og einnig okkar bestu vini og segi; Ísraelsríki verður ekki haldið niðri,“ sagði Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, eftir að greint var frá því að Bandaríkjamenn hygðust láta af vopnasendingum til landsins. Gallant ítrekaði afstöðu Ísraelsstjórnar og sagði hana myndu gera allt til að vernda ríkisborgara sína og standa gegn þeim sem freistuðu þess að tortíma Ísrael. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í kjölfar aðgerða Ísraelshers á afmörkuðu svæði í Rafah að Bandaríkjamenn myndu falla frá því að senda Ísrael vopn sem hægt væri að nota á þéttbýlum svæðum í borginni. Bandaríkjastjórn hefur haft þá afstöðu í nokkurn tíma, og gert Ísraelsmönnum grein fyrir því, að hún styðji ekki áhlaup á Rafah, þar sem mannfallið gæti orðið gríðarlegt. Talsmaður Ísraelshers sagði í gær að ákvörðun Biden skipti engu; herinn byggi nú þegar að nægum vopnum til að ná markmiðum sínum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, var einnig vígreifur og sagði Ísraelsmenn myndu standa eina ef til þess kæmi. John F. Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Biden styddi enn markmið Ísrael að útrýma Hamas en forsetinn teldi að það væri ekki lausnin að ráðast inn í Rafah. Ísraelsmenn segja leiðtoga Hamas og fjórar herdeildir hafast við í borginni og aðgerðirnar á dögunum eru meðal annars sagðar hafa beinst gegn göngum og öðrum innviðum Hamas á svæðinu. Hlé var gert á vopnahlésviðræðum í gær og hefur New York Times eftir heimildarmanni að það mætti meðal annars rekja til þess að Ísraelar hefðu tekið yfir landamærin að Egyptalandi. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Gallant ítrekaði afstöðu Ísraelsstjórnar og sagði hana myndu gera allt til að vernda ríkisborgara sína og standa gegn þeim sem freistuðu þess að tortíma Ísrael. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í kjölfar aðgerða Ísraelshers á afmörkuðu svæði í Rafah að Bandaríkjamenn myndu falla frá því að senda Ísrael vopn sem hægt væri að nota á þéttbýlum svæðum í borginni. Bandaríkjastjórn hefur haft þá afstöðu í nokkurn tíma, og gert Ísraelsmönnum grein fyrir því, að hún styðji ekki áhlaup á Rafah, þar sem mannfallið gæti orðið gríðarlegt. Talsmaður Ísraelshers sagði í gær að ákvörðun Biden skipti engu; herinn byggi nú þegar að nægum vopnum til að ná markmiðum sínum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, var einnig vígreifur og sagði Ísraelsmenn myndu standa eina ef til þess kæmi. John F. Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Biden styddi enn markmið Ísrael að útrýma Hamas en forsetinn teldi að það væri ekki lausnin að ráðast inn í Rafah. Ísraelsmenn segja leiðtoga Hamas og fjórar herdeildir hafast við í borginni og aðgerðirnar á dögunum eru meðal annars sagðar hafa beinst gegn göngum og öðrum innviðum Hamas á svæðinu. Hlé var gert á vopnahlésviðræðum í gær og hefur New York Times eftir heimildarmanni að það mætti meðal annars rekja til þess að Ísraelar hefðu tekið yfir landamærin að Egyptalandi.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira