Gummi Ben og félagar tímamældu leiktafir KR-ingsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 08:31 KR-markvörðurinn Guy Smit var rekinn af velli á Akureyri fyrir að tefja leikinn en fyrir það fékk hann sitt annað gula spjald. Vísir/Anton Brink Strákarnir í Stúkunni skoðuðu betur gulu spjöldin sem markvörður KR-inga fékk í leiknum á móti KA í Bestu deildinni um síðustu helgi. Hollenski markvörðurinn Guy Smit var sendur snemma í sturtu í leik KA og KR eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með stuttu millibili, á 71. og 73. mínútu. „Guy Smit er að lenda í vandræðum. Það er ekki hægt að segja annað,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, í upphafi umræðunnar. Hann sýndi síðan fyrra gula spjaldið sem Smit fékk fyrir að brjóta á KA-manninum Ásgeiri Sigurgeirssyni fyrir utan teig, eftir að hafa fengið slaka sendingu til baka. KA-menn vildu fá beint rautt „Hér er hins vegar Axel [Óskar Andrésson] ofboðslega linur ætla ég að segja, þessi stóri maður. Sendingin til baka er ekki góð en Guy Smit brýtur hér klárlega af sér. Hann er mjög seinn í þetta og fær gula spjaldið. KA-menn eru ósáttir því þeir vilja meina að Guy Smit hafi átt að fá rauða spjaldið,“ sagði Guðmundur. Hann sýndi annað sjónarhorn á brotið og þar sést það vel að Finnur Tómas Pálmason, varnarmaður KR, var kominn til baka. Klippa: Stúkan: Umræða um útspörk og brottrekstur Guy Smit Þeir sýndu líka framhaldið í rauntíma, frá því að KA-menn tóku aukaspyrnuna eftir brotið og þar til að Smit fékk sitt annað gula spjald fyrir leiktöf þegar hann var að taka markspyrnu. Stúkan tók tímann á því atviki. Þeir sýndu líka atvikið á undan þegar Guy Smit fékk aðvörun frá Twana Khalid Ahmed dómara fyrir að tefja leikinn. Það var líka tímamælt og tók mun lengri tíma. „Hér er eins og hann dotti yfir boltanum,“ sagði Guðmundur og sýndi þegar Smit fékk aðvörunina. „Þarna heyrðist ekki múkk“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, bendir á að Smit hafi aftur gerst sekur um að tefja en þá fékk hann engin viðbrögð. „Þarna heyrðist ekki múkk. Bekkurinn segir ekki neitt. Stúkan segir ekki neitt. Það er enginn inn á vellinum sem segir eitthvað,“ sagði Atli Viðar. Dómarinn ósáttur við sjálfan sig „Svo gerist atvikið þar sem hann tekur Ásgeir niður. Það er ofboðslega auðvelt að draga þá ályktun að Twana dómari væri ósáttur við sjálfan sig vegna þess hvernig hann leysti atvikið á undan,“ sagði Atli Viðar. Hér fyrir ofan má sjá Guðmund og sérfræðingana Atla Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson ræða leiktöf Smit og gulu spjöldin. Besta deild karla Stúkan KR KA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Hollenski markvörðurinn Guy Smit var sendur snemma í sturtu í leik KA og KR eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með stuttu millibili, á 71. og 73. mínútu. „Guy Smit er að lenda í vandræðum. Það er ekki hægt að segja annað,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, í upphafi umræðunnar. Hann sýndi síðan fyrra gula spjaldið sem Smit fékk fyrir að brjóta á KA-manninum Ásgeiri Sigurgeirssyni fyrir utan teig, eftir að hafa fengið slaka sendingu til baka. KA-menn vildu fá beint rautt „Hér er hins vegar Axel [Óskar Andrésson] ofboðslega linur ætla ég að segja, þessi stóri maður. Sendingin til baka er ekki góð en Guy Smit brýtur hér klárlega af sér. Hann er mjög seinn í þetta og fær gula spjaldið. KA-menn eru ósáttir því þeir vilja meina að Guy Smit hafi átt að fá rauða spjaldið,“ sagði Guðmundur. Hann sýndi annað sjónarhorn á brotið og þar sést það vel að Finnur Tómas Pálmason, varnarmaður KR, var kominn til baka. Klippa: Stúkan: Umræða um útspörk og brottrekstur Guy Smit Þeir sýndu líka framhaldið í rauntíma, frá því að KA-menn tóku aukaspyrnuna eftir brotið og þar til að Smit fékk sitt annað gula spjald fyrir leiktöf þegar hann var að taka markspyrnu. Stúkan tók tímann á því atviki. Þeir sýndu líka atvikið á undan þegar Guy Smit fékk aðvörun frá Twana Khalid Ahmed dómara fyrir að tefja leikinn. Það var líka tímamælt og tók mun lengri tíma. „Hér er eins og hann dotti yfir boltanum,“ sagði Guðmundur og sýndi þegar Smit fékk aðvörunina. „Þarna heyrðist ekki múkk“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, bendir á að Smit hafi aftur gerst sekur um að tefja en þá fékk hann engin viðbrögð. „Þarna heyrðist ekki múkk. Bekkurinn segir ekki neitt. Stúkan segir ekki neitt. Það er enginn inn á vellinum sem segir eitthvað,“ sagði Atli Viðar. Dómarinn ósáttur við sjálfan sig „Svo gerist atvikið þar sem hann tekur Ásgeir niður. Það er ofboðslega auðvelt að draga þá ályktun að Twana dómari væri ósáttur við sjálfan sig vegna þess hvernig hann leysti atvikið á undan,“ sagði Atli Viðar. Hér fyrir ofan má sjá Guðmund og sérfræðingana Atla Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson ræða leiktöf Smit og gulu spjöldin.
Besta deild karla Stúkan KR KA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira