„Tveir Víkingar? Ég er bara hissa“ Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 14:02 Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson léttir í bragði í Stúkunni í gærkvöld, þar sem farið var yfir úrvalslið þeirra í apríl. Stöð 2 Sport Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson voru ekki alveg sammála þegar kom að valinu á úrvalsliði aprílmánaðar í Bestu deild karla í fótbolta, en þeir kynntu liðin sín í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Sex leikmenn komust í liðið bæði hjá Baldri og Atla Viðari en þeir voru ósammála um fimm stöður. Þá var Baldur með Arnar Gunnlaugsson sem þjálfara liðsins en Atli Viðar valdi Heimi Guðjónsson. Valið var rætt eftir að 5. umferðinni lauk en sú umferð tilheyrði maímánuði. „Þessi umferð var ekki tekin með sko. Tveir Víkingar? Ég er bara hissa,“ sagði Baldur þegar hann sá liðið hans Atla Viðars sem var með Karl Friðleif Gunnarsson og Danijel Dejan Djuric í sínu liði, sem fulltrúa Víkinga sem fengu fullt hús stiga í apríl. Lið apríl að mati Atla Viðars Björnssonar. Hann valdi Heimi Guðjónsson sem þjálfara.Stöð 2 Sport „Það hefðu sannarlega getað verið fleiri og einhverjir Víkingar geta verið svekktir, en ég fór þá leið að velja leikmenn sem mér fannst hafa staðið upp úr, og líka ekki síst þá sem hafa stigið upp. Við hefðum getað fyllt þetta lið af Víkingum, vissulega,“ sagði Atli Viðar. Gummi Ben benti þá á að oft væri það nú þannig að bestu leikmennirnir, og besta liðið, ætti meiri athygli skilið. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Úrvalslið Baldurs og Atla í apríl Baldur var með fjóra Víkinga í sínu liði, sem og þjálfarann, en sá reyndar strax eftir því að hafa ekki valið einn af þeim mönnum sem Atli Viðar valdi. Sá var Benedikt Warén úr Vestra: „Hann var einn af fyrstu mönnum á blað hjá mér. „Match winner“ í báðum leikjunum sem Vestri hefur unnið,“ sagði Atli Viðar. Leikmennirnir sem komust í bæði lið voru þeir Karl Friðleifur Gunnarsson, Kyle McLagan, Björn Daníel Sverrisson, Viktor Karl Einarsson, Jason Daði Svanþórsson og Viktor Jónsson. Liðin og umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Breiðablik Fram Vestri ÍA Fylkir Stúkan Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Fótbolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Sex leikmenn komust í liðið bæði hjá Baldri og Atla Viðari en þeir voru ósammála um fimm stöður. Þá var Baldur með Arnar Gunnlaugsson sem þjálfara liðsins en Atli Viðar valdi Heimi Guðjónsson. Valið var rætt eftir að 5. umferðinni lauk en sú umferð tilheyrði maímánuði. „Þessi umferð var ekki tekin með sko. Tveir Víkingar? Ég er bara hissa,“ sagði Baldur þegar hann sá liðið hans Atla Viðars sem var með Karl Friðleif Gunnarsson og Danijel Dejan Djuric í sínu liði, sem fulltrúa Víkinga sem fengu fullt hús stiga í apríl. Lið apríl að mati Atla Viðars Björnssonar. Hann valdi Heimi Guðjónsson sem þjálfara.Stöð 2 Sport „Það hefðu sannarlega getað verið fleiri og einhverjir Víkingar geta verið svekktir, en ég fór þá leið að velja leikmenn sem mér fannst hafa staðið upp úr, og líka ekki síst þá sem hafa stigið upp. Við hefðum getað fyllt þetta lið af Víkingum, vissulega,“ sagði Atli Viðar. Gummi Ben benti þá á að oft væri það nú þannig að bestu leikmennirnir, og besta liðið, ætti meiri athygli skilið. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Úrvalslið Baldurs og Atla í apríl Baldur var með fjóra Víkinga í sínu liði, sem og þjálfarann, en sá reyndar strax eftir því að hafa ekki valið einn af þeim mönnum sem Atli Viðar valdi. Sá var Benedikt Warén úr Vestra: „Hann var einn af fyrstu mönnum á blað hjá mér. „Match winner“ í báðum leikjunum sem Vestri hefur unnið,“ sagði Atli Viðar. Leikmennirnir sem komust í bæði lið voru þeir Karl Friðleifur Gunnarsson, Kyle McLagan, Björn Daníel Sverrisson, Viktor Karl Einarsson, Jason Daði Svanþórsson og Viktor Jónsson. Liðin og umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Breiðablik Fram Vestri ÍA Fylkir Stúkan Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Fótbolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira