„Arnar fór langt yfir strikið“ en nafni hans oftar með dónaskap Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 08:38 Arnar Gunnlaugsson og Arnar Grétarsson fengu skömm í hattinn í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, fyrir að haga sér illa á hliðarlínunni. Samsett/Vísir Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, fór „langt yfir strikið“ í reiðikasti sínu á Kópavogsvelli í gærkvöld en á nokkuð í land með að ná nafna sínum Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, sem er „langgrófasti þjálfarinn“ í Bestu deildinni í fótbolta. Þetta var að minnsta kosti mál manna í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem jafnframt var farið yfir hve mörgum spjöldum þjálfararnir hefðu safnað á undanförnum árum. Arnar missti stjórn á skapi sínu í gær, í 3-2 sigri Vals á Breiðabliki, snemma í seinni hálfleik þegar hann mótmælti seinna gula spjaldinu og því rauða sem Adam Ægir Pálsson fékk, fyrir kjaftbrúk. „Ég get skilið að menn séu reiðir og sýni tilfinningar, en þú getur gert það kurteisislega samt sem áður. Þú verður að ráða við sjálfan þig,“ sagði Gummi Ben í Stúkunni í gær og vísaði til Arnars Grétarssonar þjálfara, en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um rauðu spjöldin „Ekki spurning. Arnar [Grétarsson] fer langt yfir strikið, miðað við það sem við sjáum þarna. Eina rétta niðurstaðan úr þessu atviki var að Arnar færi inn í klefa með skömm í hattinn og rautt spjald á bakinu. Hann fór langt yfir strikið,“ sagði Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson tók í sama streng. „Ekki nýjar reglur að menn megi ekki vera svona ókurteisir“ „Arnar verður bara að ráða við sig. Hann breytir ekki dómunum með því að tryllast bara og láta menn heyra það. Þá fer hann bara í bann, og mögulega tveggja leikja bann því hann hélt áfram að láta menn heyra það eftir að hafa fengið rauða spjaldið. Þá þarf aðstoðarþjálfarinn að taka við, sem er tækifæri fyrir hann, en það er ekki gott fyrir liðið að missa aðalþjálfara sinn. Menn verða að aðlaga sig að aðstæðum, breyttum reglum eða forsendum, sama hversu ósáttir þeir eru við þær,“ sagði Baldur og Gummi bætti þá við: „Það eru ekki nýjar reglur að menn megi ekki vera svona ókurteisir – með svona munnsöfnuð.“ „Ég virði það við Arnar Grétarsson að verja sinn mann Adam Ægi, en ef það er rétt sem hann segir að „bekkurinn“ hjá Blikum hafi náð að espa hann upp þá er það náttúrulega hann sem gengur í gildru. Það sem hann [Adam] segir verðskuldar sannarlega gult spjald,“ sagði Atli Viðar. Arnar Gunnlaugsson hefur safnað 19 gulum spjöldum og fimm rauðum frá því að hann tók við sem aðalþjálfari Víkings fyrir tímabilið 2019.Stöð 2 Sport Arnar „margoft“ gerst sekur um dónaskap Sérfræðingarnir skoðuðu svo einnig töflu yfir þjálfara og hve mörgum spjöldum þeir hafa safnað síðan Arnar Gunnlaugsson tók við Víkingi, en hann er á sinni sjöttu leiktíð með meistarana. „Frá því að Arnar Gunnlaugsson tók við Víkingum hefur hann á einhvern ótrúlegan máta náð í 19 gul spjöld, ég held að þetta sé heimsmet hjá þjálfara, og fimm rauð spjöld,“ sagði Gummi. Arnar Grétarsson er á sama tíma kominn með þrjú rauð og tíu gul, og Rúnar Kristinsson með níu gul og ekkert rautt. Heimir Guðjónsson er með þrjú gul en starfaði í Færeyjum 2018 og 2019. „Auðvitað hefur bekkurinn hjá Víkingi verið margumræddur fyrir að vera með mikil læti og mikinn hasar. Arnar hefur einhvern tímann tekið skellinn en hann hefur líka margoft gerst sekur um það að fara yfir strikið og vera dónalegur, og fengið verðskuldaðar refsingar,“ sagði Atli Viðar. „Öll tölfræði sýnir það að Arnar Gunnlaugsson er langgrófasti þjálfarinn í deildinni. Er það ekki Arnar? Við erum með gögn til að styðja það,“ sagði Gummi léttur og vísaði í viðtal við Arnar Gunnlaugsson sem hnýtti í það að Víkingum væri lýst sem grófasta liði deildarinnar. Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Þetta var að minnsta kosti mál manna í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem jafnframt var farið yfir hve mörgum spjöldum þjálfararnir hefðu safnað á undanförnum árum. Arnar missti stjórn á skapi sínu í gær, í 3-2 sigri Vals á Breiðabliki, snemma í seinni hálfleik þegar hann mótmælti seinna gula spjaldinu og því rauða sem Adam Ægir Pálsson fékk, fyrir kjaftbrúk. „Ég get skilið að menn séu reiðir og sýni tilfinningar, en þú getur gert það kurteisislega samt sem áður. Þú verður að ráða við sjálfan þig,“ sagði Gummi Ben í Stúkunni í gær og vísaði til Arnars Grétarssonar þjálfara, en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um rauðu spjöldin „Ekki spurning. Arnar [Grétarsson] fer langt yfir strikið, miðað við það sem við sjáum þarna. Eina rétta niðurstaðan úr þessu atviki var að Arnar færi inn í klefa með skömm í hattinn og rautt spjald á bakinu. Hann fór langt yfir strikið,“ sagði Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson tók í sama streng. „Ekki nýjar reglur að menn megi ekki vera svona ókurteisir“ „Arnar verður bara að ráða við sig. Hann breytir ekki dómunum með því að tryllast bara og láta menn heyra það. Þá fer hann bara í bann, og mögulega tveggja leikja bann því hann hélt áfram að láta menn heyra það eftir að hafa fengið rauða spjaldið. Þá þarf aðstoðarþjálfarinn að taka við, sem er tækifæri fyrir hann, en það er ekki gott fyrir liðið að missa aðalþjálfara sinn. Menn verða að aðlaga sig að aðstæðum, breyttum reglum eða forsendum, sama hversu ósáttir þeir eru við þær,“ sagði Baldur og Gummi bætti þá við: „Það eru ekki nýjar reglur að menn megi ekki vera svona ókurteisir – með svona munnsöfnuð.“ „Ég virði það við Arnar Grétarsson að verja sinn mann Adam Ægi, en ef það er rétt sem hann segir að „bekkurinn“ hjá Blikum hafi náð að espa hann upp þá er það náttúrulega hann sem gengur í gildru. Það sem hann [Adam] segir verðskuldar sannarlega gult spjald,“ sagði Atli Viðar. Arnar Gunnlaugsson hefur safnað 19 gulum spjöldum og fimm rauðum frá því að hann tók við sem aðalþjálfari Víkings fyrir tímabilið 2019.Stöð 2 Sport Arnar „margoft“ gerst sekur um dónaskap Sérfræðingarnir skoðuðu svo einnig töflu yfir þjálfara og hve mörgum spjöldum þeir hafa safnað síðan Arnar Gunnlaugsson tók við Víkingi, en hann er á sinni sjöttu leiktíð með meistarana. „Frá því að Arnar Gunnlaugsson tók við Víkingum hefur hann á einhvern ótrúlegan máta náð í 19 gul spjöld, ég held að þetta sé heimsmet hjá þjálfara, og fimm rauð spjöld,“ sagði Gummi. Arnar Grétarsson er á sama tíma kominn með þrjú rauð og tíu gul, og Rúnar Kristinsson með níu gul og ekkert rautt. Heimir Guðjónsson er með þrjú gul en starfaði í Færeyjum 2018 og 2019. „Auðvitað hefur bekkurinn hjá Víkingi verið margumræddur fyrir að vera með mikil læti og mikinn hasar. Arnar hefur einhvern tímann tekið skellinn en hann hefur líka margoft gerst sekur um það að fara yfir strikið og vera dónalegur, og fengið verðskuldaðar refsingar,“ sagði Atli Viðar. „Öll tölfræði sýnir það að Arnar Gunnlaugsson er langgrófasti þjálfarinn í deildinni. Er það ekki Arnar? Við erum með gögn til að styðja það,“ sagði Gummi léttur og vísaði í viðtal við Arnar Gunnlaugsson sem hnýtti í það að Víkingum væri lýst sem grófasta liði deildarinnar. Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira