Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2024 15:02 Donald Trump í dómsal í morgun. AP/Peter Foley Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum. Þegar réttarhöldin héldu áfram í morgun byrjaði Merchan að því að úrskurða gegn Trump og sakaði hann forsetann fyrrverandi um beinar árásir gegn „réttarríkinu.“ Þetta er í annað sinn sem Merchan úrskurðar með þessum hætti gegn Trump og í heildina fyrir tíu brot á þagnarskyldunni. Merchan beindi orðum sínum beint að Trump og sagði að ef hann bryti af sér aftur, gæti hann endað í fangelsi. Merchan sagðist ekki langa að fangelsa Trump en sagðist þurfa að hugsa um dómskerfið. Trump sagði ekkert, samkvæmt frétt New York Times, en hristi höfuðið þegar Merchan lauk máli sínu og sektaði Trump um þúsund dali. Hann var áður sektaður um níu þúsund dali. Sjá einnig: Trump sektaður um meira en milljón króna Meðal þess sem Trump var refsað fyrir að þessu sinni voru ummæli hans í viðtali í síðasta mánuði þar sem hann gaf í skyn að kviðdómendurnir í málinu væru spilltir og ósanngjarnir. Merchan sagði Trump ekki eingöngu hafa gefið í skyn að réttarhöldin væru ólögmæt, heldur hefði hann enn og aftur gefið kviðdómendum tilefni til að óttast um öryggi þeirra. Snýst um þagnargreiðslu Umrætt dómsmál er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og snýr í stuttu máli sagt að því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður hans, greiddi Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkonu, 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Merchan múlbatt Trump fyrst í mars og herti úrskurð sinn í upphafi apríl. Upprunalega bannaði dómarinn Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum en bætti svo dóttur sinni við listann, þar sem Trump hafði farið með falskar yfirlýsingar um hana á Truth Social. Þriðja vika réttarhaldanna hófst í morgun en fyrsta vitni saksóknara í dag er Jeffrey McConney, sem starfaði á árum áður hjá Trump. Meðal annars hefur hann sagt frá því hvernig fyrirtæki Trumps endurgreiddi Cohen vegna greiðslunnar til Daniels. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. 3. maí 2024 12:48 Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30 Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28 Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag. 22. apríl 2024 15:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þegar réttarhöldin héldu áfram í morgun byrjaði Merchan að því að úrskurða gegn Trump og sakaði hann forsetann fyrrverandi um beinar árásir gegn „réttarríkinu.“ Þetta er í annað sinn sem Merchan úrskurðar með þessum hætti gegn Trump og í heildina fyrir tíu brot á þagnarskyldunni. Merchan beindi orðum sínum beint að Trump og sagði að ef hann bryti af sér aftur, gæti hann endað í fangelsi. Merchan sagðist ekki langa að fangelsa Trump en sagðist þurfa að hugsa um dómskerfið. Trump sagði ekkert, samkvæmt frétt New York Times, en hristi höfuðið þegar Merchan lauk máli sínu og sektaði Trump um þúsund dali. Hann var áður sektaður um níu þúsund dali. Sjá einnig: Trump sektaður um meira en milljón króna Meðal þess sem Trump var refsað fyrir að þessu sinni voru ummæli hans í viðtali í síðasta mánuði þar sem hann gaf í skyn að kviðdómendurnir í málinu væru spilltir og ósanngjarnir. Merchan sagði Trump ekki eingöngu hafa gefið í skyn að réttarhöldin væru ólögmæt, heldur hefði hann enn og aftur gefið kviðdómendum tilefni til að óttast um öryggi þeirra. Snýst um þagnargreiðslu Umrætt dómsmál er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og snýr í stuttu máli sagt að því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður hans, greiddi Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkonu, 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Merchan múlbatt Trump fyrst í mars og herti úrskurð sinn í upphafi apríl. Upprunalega bannaði dómarinn Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum en bætti svo dóttur sinni við listann, þar sem Trump hafði farið með falskar yfirlýsingar um hana á Truth Social. Þriðja vika réttarhaldanna hófst í morgun en fyrsta vitni saksóknara í dag er Jeffrey McConney, sem starfaði á árum áður hjá Trump. Meðal annars hefur hann sagt frá því hvernig fyrirtæki Trumps endurgreiddi Cohen vegna greiðslunnar til Daniels.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. 3. maí 2024 12:48 Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30 Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28 Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag. 22. apríl 2024 15:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. 3. maí 2024 12:48
Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30
Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28
Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag. 22. apríl 2024 15:27