Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2024 15:27 Trump á leið í dómsal á Manhattan í New York í morgun. AP/Yuki Iwamura Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag. Réttarhöldin yfir Trump eru söguleg þar sem þetta er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Trump er ákærður fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir greiðslur sem hann lét fyrirtæki sitt inna af hendi til að kaupa þögn Stephanie Clifford, klámstjörnu sem hélt því fram að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við Trump fyrir kosningarnar 2016. Michael Cohen, þáverandi lögmaður Trump, er sagður hafa greitt konunni en fyrirtækið síðan endurgreitt honum kostnaðinn. Matthew Colangelo, einn saksóknaranna í málinu, sagði að endurgreiðslur fyrirtækis Trump til Cohen hefðu verið ranglega skráðar sem lögfræðikostnaður í bókhaldi. „Sakborningurinn falsaði þessi viðskiptaskjöl vegna þess að hann vildi hylma yfir eigin glæpi og annarra,“ sagði Colangelo í opnunarræðu sinni. Trump í dómsal á föstudag þegar lokað var við að skipa kviðdóm og varamenn í málinu gegn honum.AP/Curtis Means Fyrsta vitni ákæruvaldsins er David Pecker, þáverandi útgefandi slúðurritsins National Enquirer. Saksóknarar halda því fram að Pecker og Trump hafi gert með sér samkomulag skömmu eftir að sá síðarnefndi tilkynnti um framboð sitt til forseta um að blaðið hjálpaði honum að þagga niður möguleg hneykslismál. Þannig greiddi Trump ekki aðeins Clifford, betur þekkt sem Stormy Daniels, fyrir að þegja heldur einnig Karen McDougal, fyrrverandi Playboy-fyrirsætu, sem hélt því fram að þau Trump hafi átt í árslöngu sambandi við Trump eftir að hann giftist Melaniu, eiginkonu sinni. Mál saksóknarans á Manhattan byggir á því að Trump hefði greitt konunum til þess að koma í veg fyrir álitshnekki í kosningabaráttunni, ekki síst í kjölfar birtingar gamallar upptöku þar sem hann heyrðist tala fjálglega um að hann gæti ráðist á konur kynferðislega án afleiðinga í krafti frægðar sinnar. Greiðslurnar hafi þannig tengst framboði hans og átt að vera gefnar upp sem slíkar. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03 Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Réttarhöldin yfir Trump eru söguleg þar sem þetta er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Trump er ákærður fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir greiðslur sem hann lét fyrirtæki sitt inna af hendi til að kaupa þögn Stephanie Clifford, klámstjörnu sem hélt því fram að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við Trump fyrir kosningarnar 2016. Michael Cohen, þáverandi lögmaður Trump, er sagður hafa greitt konunni en fyrirtækið síðan endurgreitt honum kostnaðinn. Matthew Colangelo, einn saksóknaranna í málinu, sagði að endurgreiðslur fyrirtækis Trump til Cohen hefðu verið ranglega skráðar sem lögfræðikostnaður í bókhaldi. „Sakborningurinn falsaði þessi viðskiptaskjöl vegna þess að hann vildi hylma yfir eigin glæpi og annarra,“ sagði Colangelo í opnunarræðu sinni. Trump í dómsal á föstudag þegar lokað var við að skipa kviðdóm og varamenn í málinu gegn honum.AP/Curtis Means Fyrsta vitni ákæruvaldsins er David Pecker, þáverandi útgefandi slúðurritsins National Enquirer. Saksóknarar halda því fram að Pecker og Trump hafi gert með sér samkomulag skömmu eftir að sá síðarnefndi tilkynnti um framboð sitt til forseta um að blaðið hjálpaði honum að þagga niður möguleg hneykslismál. Þannig greiddi Trump ekki aðeins Clifford, betur þekkt sem Stormy Daniels, fyrir að þegja heldur einnig Karen McDougal, fyrrverandi Playboy-fyrirsætu, sem hélt því fram að þau Trump hafi átt í árslöngu sambandi við Trump eftir að hann giftist Melaniu, eiginkonu sinni. Mál saksóknarans á Manhattan byggir á því að Trump hefði greitt konunum til þess að koma í veg fyrir álitshnekki í kosningabaráttunni, ekki síst í kjölfar birtingar gamallar upptöku þar sem hann heyrðist tala fjálglega um að hann gæti ráðist á konur kynferðislega án afleiðinga í krafti frægðar sinnar. Greiðslurnar hafi þannig tengst framboði hans og átt að vera gefnar upp sem slíkar.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03 Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03
Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40
Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30