„Hún er með hjartagalla en í góðum höndum núna og vonandi fer allt vel“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. maí 2024 21:25 Andrea Marý hneig niður og hringja þurfti á sjúkrabíl. Leikurinn var flautaðar af í kjölfarið, nokkrum mínútum áður en uppbótartími rann sitt skeið. vísir / anton brink Alvarlegt atvik átti sér stað undir lok leiks á Kópavogsvelli þegar FH-ingurinn Andrea Marý Sigurjónsdóttir hneig skyndilega niður. Leikurinn var flautaður af og hún flutt burt með sjúkrabíl. „Hún er með hjartagalla en er bara búin að vera á góðu róli síðustu tvö ár. Við vorum að vonast til að þetta myndi ekki gerast en því miður, þetta er bakslag fyrir hana og okkur. Ömurlegt og skelfilegt í raun að sjá hana eiga erfitt með að anda en hún er í góðum höndum núna og vonandi fer allt vel“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH. Andrea var með meðvitund og settist upp áður en sjúkabíll flutti hana á brott. „Hún var með meðvitund en átti bara mjög erfitt með andardrátt og hjartað pumpaði á milljón. Hún gat ekki staðið upp og átti bara mjög erfitt, satt best að segja. Hörmulegt að horfa upp á leikmann sinn þjást svona.“ Guðni Eiríksson á hliðarlínunni fyrr í leiknum.vísir / anton brink Leka inn ódýrum mörkum Leiknum lauk með þriggja marka tapi FH-inga. „Blikarnir skora þrjú og við komum boltanum ekki inn í net þeirra. Það er stutta sagan í þessu, mörk breyta leikjum. Við vorum svo sannarlega í fínum málum í fyrri hálfleik, komum okkur í góðar stöður, stöngin og svo framvegis, hann bara fór ekki inn boltinn. Fáum á okkur skítamark í andlitið og erum að leka inn ódýrum mörkum sem við verðum að stoppa hratt og örugglega, þetta gengur ekki að við séum að leka inn. Það verður allt svo erfitt ef við þurfum alltaf að labba upp einhverja langa brekku. Stoppa þessi skítamörk.“ FH spilar í þriggja manna vörn með vængbakverði sem sækja mikið upp völlinn. Liðið hefur ekki náð góðum úrslitum í upphafi móts, þarf þjálfarinn að breyta leikskipulaginu? „Meðan við skorum ekki mörk getum við ekki spilað svona kerfi, þá þurfum við að gera eitthvað annað“ sagði Guðni að lokum. Besta deild kvenna FH Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
„Hún er með hjartagalla en er bara búin að vera á góðu róli síðustu tvö ár. Við vorum að vonast til að þetta myndi ekki gerast en því miður, þetta er bakslag fyrir hana og okkur. Ömurlegt og skelfilegt í raun að sjá hana eiga erfitt með að anda en hún er í góðum höndum núna og vonandi fer allt vel“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH. Andrea var með meðvitund og settist upp áður en sjúkabíll flutti hana á brott. „Hún var með meðvitund en átti bara mjög erfitt með andardrátt og hjartað pumpaði á milljón. Hún gat ekki staðið upp og átti bara mjög erfitt, satt best að segja. Hörmulegt að horfa upp á leikmann sinn þjást svona.“ Guðni Eiríksson á hliðarlínunni fyrr í leiknum.vísir / anton brink Leka inn ódýrum mörkum Leiknum lauk með þriggja marka tapi FH-inga. „Blikarnir skora þrjú og við komum boltanum ekki inn í net þeirra. Það er stutta sagan í þessu, mörk breyta leikjum. Við vorum svo sannarlega í fínum málum í fyrri hálfleik, komum okkur í góðar stöður, stöngin og svo framvegis, hann bara fór ekki inn boltinn. Fáum á okkur skítamark í andlitið og erum að leka inn ódýrum mörkum sem við verðum að stoppa hratt og örugglega, þetta gengur ekki að við séum að leka inn. Það verður allt svo erfitt ef við þurfum alltaf að labba upp einhverja langa brekku. Stoppa þessi skítamörk.“ FH spilar í þriggja manna vörn með vængbakverði sem sækja mikið upp völlinn. Liðið hefur ekki náð góðum úrslitum í upphafi móts, þarf þjálfarinn að breyta leikskipulaginu? „Meðan við skorum ekki mörk getum við ekki spilað svona kerfi, þá þurfum við að gera eitthvað annað“ sagði Guðni að lokum.
Besta deild kvenna FH Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira